Fréttablaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 50
26 11. júlí 2008 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is Kl. 17 Guðmundur Thoroddsen opnar einka- sýningu sína í Galleríi Íbíza Bunker, Þingholtsstræti 31, í dag kl. 17. Þetta er önnur einkasýning Guðmundar, en hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga. Í Galleríi Íbíza Bunker sýnir Guðmundur sjálflýsandi innsetningu. Tónlistarmaðurinn Auxpan flytur tónlist fyrir opnunar- gesti kl. 18. Sýning á verkum Stefáns Jónssonar frá Möðrudal verður opnuð í Gallery Turpentine, Ing- ólfsstræti 5, í dag kl. 17. Sýningin er yfirlitssýning á verkum Stór- vals í tilefni af 100 ára afmæli listamannsins. Á henni verða verk sem spanna stóran hluta af ferli hans, þau elstu frá 1948 og þau yngstu eru frá 1992. Stefán Jónsson frá Möðrudal var einnig þekktur undir lista- mannsnafninu Stórval. Hann var sjálflærður listamaður sem náði að skipa sér sess í hjörtum þjóðarinnar með myndum sínum af fjallinu Herðu- breið. Með myndum sínum leitaði listamaðurinn aftur til æskustöðvanna í Möðrudal; hann sýnir áhorfendum fagra en þó heldur grófgerða og ýkta sveitarmynd þar sem fjallið Herðubreið gnæfir ávallt yfir öllu sem fram fer. Sjaldnast er nokkur sögu- þráður í myndum Stórvals heldur sýna þær fremur einfalt landslag og svipmyndir af bernskuslóðum. Líkt og útlínur verka hans eru oft frekar grófar er litaval sömuleiðis stundum á skjön við það sem áhorfandinn getur átt von á; þannig blandast saman bjartir litir og drungalegir og valda óvæntum hughrifum. Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur ritar texta um Stefán í sýningarskrá, en þar segir meðal annars: „Líkast til var Herðubreið Stefáni ómeðvitað tákn fyrir líðan hans hverju sinni, uppruna hans og liðna æsku, þegar náttúran var mikilfenglegri, sauðir vænni og hestar betri en nokkurn tímann fyrr eða síðar í Íslandssögunni.“ Sýningin stendur til 26. júlí. - vþ Herðubreið gnæfir yfir > Ekki missa af … hádegistónleikum þeirra Michaels Jóns Clarke barítóns og Þórarins Stefánssonar píanóleikara í Ketilhúsi á Akur- eyri í dag kl. 12. Þar munu þeir félagar leika og syngja íslensk þjóðlög fyrir viðstadda, en tón- leikarnir eru liður í hátíðinni Listasumar á Akureyri. Húsið er opnað hálftíma fyrir sjálfa tónleikana og er miðaverð 1.500 kr. HERÐUBREIÐ Verk eftir Stórval, Stefán Jónsson frá Möðrudal. Sýningarrýmið Gallerí Ágúst var opnað fyrir réttu ári síðan og hefur á þeim tíma staðið fyrir mörgum áhugaverðum sýningum. Sumarsýning gallerísins verður opnuð þar á morgun kl. 16, en á henni verður litið yfir farinn veg. Sýningin er hópsýning, en þeir listamenn sem eiga á henni verk eru Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Andrea Maack, Davíð Örn Hall- dórsson, Hulda Stefánsdóttir, Magnea Ásmundsdóttir, Sara Björsdóttir og Rakel Bernie, en þau hafa öll haldið sýningar í gall- eríinu á síðastliðnu ári. „Gallerí Ágúst opnaði í ágúst í fyrra og því er þetta ekki eiginleg afmælissýning, þó svo að á henni sé litið yfir farinn veg,“ útskýrir Sigrún Sandra Ólafsdóttir sem rekur galleríið. „Gallerí og söfn bjóða oft upp á hópsýningar á sumrin og því er tilvalið að nýta hásumartímann til þess að gera slíkt hið sama hér í Galleríi Ágúst.“ Hingað til hefur verið mest um einkasýningar í galleríinu, fyrir utan að opnunarsýning þess var samsýning Ásdísar Sifjar Gunn- arsdóttur og Rakelar Bernie. Sum- arsýningin er því fyrsta hópsýn- ingin sem sett er upp í galleríinu. „Ég er afar ánægð með hvernig til tókst,“ segir Sigrún. „Verkin deila rýminu vel og eru fjölbreytt eins og við er að búast; hér eru mál- verk, teikningar, ljósmyndir, myndbandsverk og skúlptúrar. Það hefur þó verið dálítið öðruvísi að setja þessa sýninu upp en þær sem áður hafa verið þar sem að þær hafa haft sterk höfundarein- kenni eins eða tveggja listamanna og gjarnan einkennst af einhvers konar þemum. Það fer aftur á móti ekki mikið fyrir slíku í þetta skipt- ið, en þetta er sterk sýning og því ekki annað hægt en að vera ánægð með hana.“ Fram undan er spennandi starf- semi hjá galleríinu, meðal annars afmælissýning í næsta mánuði. Sigrún segir þó sýningarhald aðeins hluta af starfsemi gallerís- ins. „Þó svo að sýningarhald sé kannski sýnilegasti hlutinn af starfsemi gallería þá er margt annað sem fer fram á bakvið tjöld- in; til að mynda kynningarstarf- semi, ráðgjöf og þjónusta við við- skiptavini. Framundan hjá Gallerí Ágúst er áframhaldandi sterk dag- skrá sýninga, með íslenskum sem erlendum listamönnum ásam öðrum verkefnum, bæði hér heima sem alþjóðlega.“ Sumarsýning Gallerís Ágústs stendur til 26. júlí. Galleríið er til húsa að Baldursgötu 12. vigdis@frettabladid.is Verkin deila rýminu vel FYRSTA HÓPSÝNINGIN Frá sumarsýningu Gallerís Ágústs FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ný sýning var opnuð í gær í Lista- safni Íslands, en um er að ræða sýningu á verkum úr eigu safns- ins. Á henni má sjá breitt úrval verka úr safneign; flest eru eftir íslenska listamenn, en þungamiðja sýningarinnar er þó brjóstmynd eftir sjálfan Picasso af Jacquel- ine, eiginkonu listamannsins. Hin klassísku gildi eru í fyrirrúmi á sýningunni, bæði í málaralist og höggmyndum, en gildin þau, mótuð á tímum fornmenningar Miðjarðarhafslandanna, voru hinum spænska meistara alla tíð óþrjótandi uppspretta. Þessi gildi eru rauði þráðurinn á sýningunni, en stór hluti verkanna sem þar má sjá vísa til þessa ævaforna upp- runa eða byggja á þeim gildum, sem sprottin eru af klassískum meiði. Sumarsýningin stendur til loka september og er sýningar- stjóri Halldór Björn Runólfsson. Rétt er að vekja athygli á því að leiðsögn um sýninguna fer fram á sunnudag kl. 14. Þá mun Rakel Pétursdóttir safnafræðingur ganga með gestum um sýninguna og ræða verkin sem ber fyrir augu og inntak sýningarinnar í heild. -vþ Hin klassísku gildi í myndlist HALLDÓR BJÖRN RUNÓLFSSON Safnstjóri Listasafns Íslands og sýningar- stjóri nýju sumarsýningarinnar. Minningarstofur í íbúðarhúsinu á Hrauni í Öxnadal voru opnaðar 16. nóvember í fyrra, þegar 200 ár voru liðin frá fæðingu skáldsins og náttúrufræðingsins Jónasar Hallgrímssonar. Í húsinu er einnig íbúð fyrir fræðimenn og lista- menn sem er mikið sótt enda er kyrrð og fegurð einstök á Hrauni í Öxnadal undir Hraundranga. Í fyrra var einnig opnaður fólk- vangur í landi Hrauns, Jónasar- vangur, og gefinn út bæklingur um gönguleiðir um fólkvanginn. Minningarstofurnar á Hrauni verða opnar föstudaga, laugar- daga og sunnudaga í júlí á milli kl. 14 og 18. Þar er sögð ævisaga Jónasar Hallgrímssonar í máli og myndum. Ýmsir listamenn hafa gefið verk í minningarstofurnar, svo sem Arna Valsdóttir sem gaf vídeóverk, Í hjarta mér, og Krist- inn E. Hrafnsson sem gaf lágmynd sína af Jónasi Hallgrímssyni. Aðgangur að minningarstofunum er ókeypis og eru allir hjartanlega velkomnir. - vþ Minningarstofur opnar í sumar JÓNAS HALLGRÍMSSON SKÁLD Minning hans er heiðruð á Hrauni í Öxnadal. ÞAR SEM ÍSLENDI NGUM FINNST S KEMMTIL EGAST AÐ DJAMMA NÁNARI UPPLÝSI NGAR HÚSIÐ O PNAR KL . 24.00 MIÐAVER Ð 1000 K R. ALDURS TAKMAR K 20 ÁRA HJÁLMA R STÓRTÓ NLEIKAR MEÐ REG GIE-SVEI T ÍSLAND S LAUGAR D. 12. JÚ LÍ BYLGJAN BER AF Samkvæmt könnun Capacent í aldurshópnum 18-54 ára á tímabilinu 1. janúar til 29. júní 2008. Hlutdeild - hlustun í mínútum á dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.