Fréttablaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 58
34 11. júlí 2008 FÖSTUDAGUR
sport@frettabladid.is
Þorgrímur Þráinsson er tekinn við þjálfun 2. flokks Vals í knattspyrnu.
Hingað til hefur Þorgrímur, sem varð Íslandsmeistari með Val á árum
áður, tekið rithöfundarstörfin fram yfir þjálfun.
„Valur leitaði til mín þar sem hinn metnaðarfulli fráfarandi þjálfari
gat ekki sinnt liðinu eins og hann vildi. Ég fór því á einn leik með
þeim og sá eina æfingu og leist vel á strákana,“ sagði Þorgrímur en
hann er kominn í frí frá skriftum þar til á haustmánuðum.
„Ég er búinn að skrifa barnabók og kvikmyndahandrit og er í
smá fríi. Mér hefur oft staðið til boða að þjálfa hér og þar en
ég hef ekki haft tíma þar sem ég lít á þjálfun sem eitthvað
meira en tveggja tíma starf á dag. Ég hef alltaf haft
mikla skoðun á þjálfunaraðferðum. Það er gaman
að fá að taka að sér flotta stráka og fá að kenna
þeim eitthvað,“ sagði Þorgrímur.
Búast má við því að hann geti kennt þeim sitthvað
innan sem utan vallar. Þorgrímur var góður knattspyrnu-
maður en auk þess er hann annálaður bindindismaður.
Fyrir síðustu jól gaf hann svo út bókina „Hvernig gerirðu
konuna þína hamingjusama“ þar sem meðal annars er fjallað
um hvernig er hægt að stunda „skemmtilegra kynlíf“.
„Þetta er erfiður aldur og það er margt sem heillar þá. Það
eru ekki margir sem ganga upp í meistaraflokk og ná langt
og það er að mörgu að hyggja. Á þessum aldri eru strákar
að skoða hitt kynið og freistingarnar eru margar og þá víkur
fótboltinn oft,“ sagði Þorgrímur sem hló við aðspurður hvort
kynlífsfræðsla yrði í boði. „Þeir fá kannski eintak af bókinni.“
Að öllu gamni slepptu ætlar Þorgrímur að vera til staðar
utan vallar án þess að predika um of yfir strákunum. „Þeir geta
leitað til mín með allt. Ég verð með aukaæfingar ef menn vilja,
upplýsingar um mataræði og markmiðasetningu. Ég mun
styðja við bakið á þeim með hvaða hætti sem þeir vilja,“
sagði Þorgrímur en fyrsta æfing liðsins er í kvöld.
Bækur Þorgríms um unga knattspyrnukappa frá 1990
vöktu mikla lukku meðal unglinga. Það lá því beint við að
spyrja Þorgrím hvort hann væri ekki Með fiðring í tánum
yfir því að snúa aftur í boltann? „Algjörlega. Ég verð í
takkaskónum og vonandi verður oddatala á æfingum svo
ég geti verið með,“ sagði Þorgrímur glaðbeittur og játti því
að Tár, bros og takkaskór væru svo sannarlega að Hlíðarenda.
ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON: TEKUR VIÐ ÞJÁLFUN 2. FLOKKS VALS Í KNATTSPYRNU
Tár, bros og takkaskór Þorgríms að Hlíðarenda
FRJÁLSAR Fjölnismaðurinn Sveinn
Elías Elíasson hætti keppni eftir
sjö greinar í tugþrautarkeppni
HM unglinga í Bydgoszcz í
Póllandi í gær þar sem að
stangirnar hans skiluðu sér
ekki fyrr en of seint.
Þetta voru mikil vonbrigði
fyrir Svein Elías sem átti
frábæran fyrri dag þar sem
að hann var í 5. sæti. Vand-
ræðin með stangirnar
höfðu greinilega
áhrif á seinni dag-
inn þar sem hann
fann sig ekki
nærri því eins
vel. Sveinn
Elías vonaðist
eftir að bæta
sig í bæði 110
metra grinda-
hlaupi og kringlu-
kasti, en var nokkuð frá því, sem
dæmi var aðeins eitt af þremur
köstum hans var gilt. Sveinn
var í 12. sæti þegar hann
hætti keppni.
Til að kóróna vonbrigð-
in þá komu stangirnar á
svæðið aðeins hálftíma
eftir að keppni lauk. Þær
höfðu orðið eftir á flug-
vellinum í München í
Þýskalandi og það
tókst ekki að koma
þeim á keppnis-
staðinn í tíma,
þrátt fyrir að bæði
Frjálsíþróttasam-
bandið og ferða-
skrifstofan
hefðu lagst á
eitt við að
hjálpa til að
hafa uppi á
stöngunum.
Þetta er í fyrsta sinn sem
Sveinn Elías klárar ekki þraut
en það er illmögulegt að
stökkva með lánaða stöng í jafn
mikilli tæknigrein og stangar-
stökkið er. Það var því ákvörð-
un hans að hætta keppni í stað
þess að taka áhættuna sem
hefði getað þýtt það að hann
dytti og meiddi sig, því stang-
arstökkvarar eru mjög við-
kvæmir fyrir bæði lengd og
stífni stanganna sem þeir nota.
Helga Margrét Þorsteins-
dóttir hefur keppni í sjöþraut
kvenna á mótinu í dag en líkt
og Sveinn Elías þá varð hún
Norðurlandameistari á dögun-
um. Hún bætti síðan Íslands-
metið í sjöþraut um 122 stig í
Tékklandi fyrir hálfum mán-
uði. - óój
Stangir Sveins Elíasar komu ekki í tæka tíð og hann hætti eftir sjö greinar:
Í fyrsta skipti sem Sveinn
Elías klárar ekki þraut
> Jón Arnór með nokkur tilboð
Framtíð Jóns Arnórs Stefánssonar er enn óráðin en hann
er nú farinn til Ítalíu til þess að ganga frá sínum málum.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er Jón Arnór
með tilboð frá nokkrum liðum og því
óvissa um hvort hann verður áfram
í herbúðum Lottomatica Roma.
Rómarliðið hefur gengið í gegnum
mikla uppstokkun í sumar og þrír
byrjunarliðsmenn eru þegar horfnir
á braut. Jón Arnór dróg sig út úr
landsliðshópnum sem fer til Lit-
háens um helgina til þess að fara
út og ganga frá sínum málum.
Hann verður síðan með liðinu í
öðrum verkefnum haustsins.
HANDBOLTI Íslenska 20 ára
landslið kvenna mun taka þátt á
Heimsmeistaramótinu sem fram
fer í Makedóníu dagana 21. júlí til
3. ágúst. Ísland var fyrsta
varaþjóð inn á mótið og tók sæti
Úrúgvæ sem hætti við þátttöku.
„Þetta eru frábærar fréttir,“
sagði Stefán Arnarsson, þjálfari
liðsins, en þegar Fréttablaðið
talaði við hann var hann að setja
saman hópinn og að undirbúa að
kalla suma leikmenn úr sumar-
fríi.
„Það er lítill tími því fyrsti
leikur er 21. júlí. Það fóru bara 7
af 35 liðum áfram úr Evrópu og
við vorum áttunda liðið. Við
vorum með bestan árangur og því
fyrsta lið inn. Stelpurnar eru því
búnar að fá það sem þær eru
búnar að vinna fyrir. Við munum
bara æfa fram að móti og gera
okkar besta,“ segir Stefán. Ísland
er með Rúmeníu, Slóveníu,
Ungverjalandi og Þýskalandi í
riðli en þessar þjóðir voru allar
meðal níu efstu á síðasta HM.
„Við erum í algjörum dauða-
riðli. Við erum með fimm
Evrópuþjóðum en í hinum
riðlunum eru bara tvær Evrópu-
þjóðir,“ segir Stefán. - óój
Stelpurnar á HM 20 ára liða:
Frábærar fréttir
LÍTILL FYRIRVARI Rut Jónsdóttir í leik
með A-landsliðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
1. deild karla í fótbolta
Þór-Njarðvík 3-1
Stjarnan-Haukar 4-5
0-1 Edilon Hreinsson (9.), 1-1 Þorvaldur Árnason
(12.), 2-1 Þorvaldur (15.), 2-2 Hilmar Geir Eiðsson
(22.), 2-3 Denis Curic (29.), 3-3 Þorvaldur (81.),
3-4 Hilmar Geir (83.), 3-5 Edilon Hreinsson, víti
(86.), 4-5 Sigurbjörn Ingimundarson (90.).
ÍBV-Selfoss 3-0
1-0 Bjarni Hólm Aðalsteinsson, víti (9.), 2-0 Andr-
ew Mwesigwa (16.), 3-0 Pétur Runólfsson (53.)
STAÐAN Í 1.DEILD KARLA: (efstu lið)
ÍBV 11 10 0 1 23-5 30
Selfoss 11 6 4 1 29-17 22
Haukar 11 6 3 2 25-18 21
Stjarnan 11 6 2 3 19-13 20
Víkingur 10 5 1 4 18-17 16
KA 10 4 2 4 16-12 14
Þór Ak. 11 4 0 7 14-21 12
LANDSBANKAD. KARLA: (efstu lið)
FH 10 7 1 2 21-10 22
Keflavík 10 7 1 2 23-15 22
Valur 11 6 1 4 18-14 19
KR 11 6 0 5 19-13 18
Fjölnir 10 6 0 4 17-10 18
Breiðblik 10 4 3 3 17-15 15
Fram 10 5 0 5 10-9 15
Grindavík 10 4 1 5 13-17 13
ÚRSLITIN Í GÆR
FÓTBOLTI Pétur Pétursson,
aðstoðarlandsliðsþjálfari A-
landsliðs Íslands, hafnaði í gær
tilboði um að taka við botnliði
HK. Þetta kom fyrst fram á
fotbolta.net í gær.
Áður höfðu Eyjólfur Sverris-
son, Arnar og Bjarki Gunnlaugs-
synir, Lúkas Kostic og Ólafur
Þórðarson hafnaði sams konar
tilboði frá Kópavogsliðinu.
HK-ingar eru þar með enn
þjálfaralausir. Rúnar Páll
Sigmundsson mun stjórna liðinu á
æfingum og í leikjum á meðan
leitin ber ekki árangur. - óój
Þjálfaramál í Fagralundi:
Pétur Péturs-
son hafnaði HK
EKKI KLÁR Í SLAGINN Pétur Pétursson þjálf-
aði síðast í efstu deild, þegar hann þjálfaði
KR, sumarið 2001. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FÓTBOLTI Helgi Sigurðsson rak
heldur betur upp í stuðningsmenn
KR sem sungu um að hann væri of
gamall. Hann skoraði bæði mörk
Vals í 2-1 sigri þar sem Björgólfur
Takefusa skoraði sjöunda leikinn í
röð fyrir KR í frábærri stemmn-
ingu yfir 3000 áhorfenda og glæsi-
legri umgjörð á KR-vellinum í
gær.
Það vantaði ekkert upp á
grimmdina í leikmönnum sem
seldu sig rándýrt. Valsmenn voru
sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og
sóknir þeirra voru margar hverj-
ar skemmtilegar en árangur báru
þær fæstar. Þeir fengu fimm horn
fyrstu tuttugu mínúturnar en
engin hætta skapaðist úr þeim.
Skemmtilegt var að fylgjast
með einvígi bakvarðanna Guð-
mundar Reynis og Birkis, í sínum
síðasta leik fyrir Val, sem óðu
báðir fram völlinn við hvert tæki-
færi. Minna kom úr sóknum KR,
aðeins skalli Guðjóns beint á
Kjartan og langskot Atla ógnuðu
Valsmarkinu.
KR náði að halda marki sínu
hreinu í 409 mínútur í röð í deild-
inni, og 589 með bikarkeppninni,
áður en Helgi Sigurðsson kom Val
yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks.
Hann skallaði þá aukaspyrnu Guð-
mundar í netið sem hafði viðkomu
í varnarmanni KR. 0-1 í hálfleik.
Valsmenn drógu sig aftar á völl-
inn í síðari hálfleik og KR-ingar
hófu leit að jöfnunarmarki. Hún
gekk illa þrátt fyrir að sóknir liðs-
ins hefðu verið álitlegar. Kjartan
varði vel og Valsmenn refsuðu svo
grimmilega með góðri syndisókn.
Helgi skoraði þá af markteig eftir
sendingu Bjarna Ólafs, hans sjö-
unda mark í sumar.
Leikurinn virtist búinn en það
má aldrei afskrifa Björgólf. Hann
potaði enn einu markinu inn af
markteig, hans tíunda í sumar og í
sjöunda leiknum í röð. Það dugði
KR, skammt, Valsmenn voru afar
skynsamir og héldu fengnum
hlut.
„Þetta er ógeðslega fúlt,“ sagði
Björgólfur svekktur í leikslok.
„Við vorum í rauninni ekkert
mættir til leiks í fyrri hálfleik og
getum sjálfum okkur um kennt.
Þeir eiga fyrri hálfleikinn en við
þann seinni og við hefðum átt að
skora annað mark. Heppnin var
bara ekki með okkur núna ólíkt
síðustu leikjum,“ sagði marka-
skorarinn sem jafnaði félagsmet
Þórólfs Beck með því að skora í
sjö leikjum í röð. „Það er ekki
ofarlega í huga mér núna. Við
höfðum tækifæri til að skilja Vals-
ara eftir með þessum leik.“
Hetja dagsins, Helgi Sigurðs-
son, var brosmildur eftir leikinn.
„Það má segja að tímabilið sé að
byrja af alvöru, við erum að kom-
ast í alvöru baráttu um titilinn
eftir hæga byrjun. Við erum
ánægðir með það. Það er ekki
hægt að skora á betri tíma en í lok
fyrri hálfleiks og við ákváðum að
reyna að keyra á þá af sama krafti
í seinni hálfleik. Það tókst. Síðan
lendum við í því að þeir byrja að
pressa og uppskera mark en okkar
lið er það sterkt að það heldur út
svona. Við erum byrjaðir að reita
stigin og höfum unnið þrjá leiki í
röð núna, við ætlum okkur að
halda áfram á sömu braut,“ sagði
Helgi.
Ekki verður skilið við leikinn án
þess að minnast á frammistöðu
Jóhannesar Valgeirssonar dómara
sem var frábær. Hann lét leikinn
fljóta vel, var samkvæmur sjálf-
um sér og sanngjarn. - hþh/ - egm
Meistararnir nálgast toppsætið
Íslandsmeistarar Vals unnu KR í Frostaskjólinu í gær. Helgi Sigurðsson skoraði bæði mörk Vals en Björg-
ólfur Takefusa hélt uppteknum hætti fyrir KR með sjöunda markinu í röð og sínu tíunda í sumar.
BRAUT MÚRINN Helgi Sigurðsson varð fyrstur til þess að skora hjá KR-vörninni, með
Pétur Marteinsson innanborðs, í sumar. Hér eru þeir í baráttu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
KR 1-2 VALUR
0-1 Helgi Sigurðsson (45.+1)
0-2 Helgi Sigurðsson (67.)
1-2 Björgólfur Takefusa (78.)
KR-völlur, áhorf.: 3158
Jóhannes Valgeirsson (9)
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 19–11 (7–4)
Varin skot Stefán Logi 2 – Kjartan 6
Horn 5–6
Aukaspyrnur fengnar 19–15
Rangstöður 0–0
KR 4–4–2 Stefán Logi Magnússon 4 - Skúli Jón
Friðgeirsson 4, Grétar Sigurðarson 5, Pétur Marteinsson
6, Guðmundur Reynir Gunnarsson 6 - Óskar Örn
Hauksson 4 (85. Guðmundur Pétursson -), Viktor Bjarki
Arnarson 5, Jónas Guðni Sævarsson 4, Atli Jóhannssson
5 (74. Jordao Diogo -) - Björgólfur Takefusa 7, Guðjón
Baldvinsson 7.
Valur 4–4–x Kjartan Sturluson 6 - Birkir Már Sæv-
arsson 7 Atli Sveinn Þórarinsson 7, Barry Smith 6, Rene
Carlsen 5 - Rasmus Hansen 5, Pálmi Rafn Pálmason
6, Sigurbjörn Hreiðarsson 5, Bjarni Ólafur Eiríksson 7,
Guðmundur Benediktsson 6 (82. Baldur Aðalsteinson
-), *Helgi Sigurðsson 7 (90. Einar Marteinsson -).