Fréttablaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 4
4 11. júlí 2008 FÖSTUDAGUR Ranglega var sagt í blaðinu í gær að Urriðafoss væri vatnsmesti foss lands- ins. Hið rétta er að Selfoss í Ölfusá er vatnsmeiri miðað við meðalrennsli. LEIÐRÉTT DÓMSMÁL „Ég vona að Hæstirétt- ur taki á málinu efnislega,“ segir Halldór Sævar Guðbergsson, for- maður Öryrkjabandalags Íslands. Gildi lífeyrissjóður hefur áfrýj- að til Hæstaréttar dómi Héraðs- dóms Reykjavíkur um að sjóðn- um hafi verið óheimilt að draga frá örorkulífeyri konu, vegna greiðslna almannatrygginga. Gildi dró frá greiðslum til henn- ar eftir breytingu á samþykktum árið 2006. Ráðuneytisstjóri fjármálaráðu- neytisins var vanhæfur til að staðfesta breytingarnar, að mati héraðsdóms. Því ætti það sama við alla starfsmenn ráðuneytisins og breytingarnar hefðu ekkert gildi. „Mér vitanlega kom Baldur Guð- laugsson [ráð- neytisstjóri] þarna hvergi nærri. Því þykir mér undarlegt að það valdi vanhæfi starfsmanna til að vinna verk sem eru á ábyrgð ráð- herrans,“ segir Gestur Jónsson, lögmaður Gildis. Efnislega má segja um breyt- ingarnar að fólk sem fær lífeyri úr sjóðnum getur ekki haft hærri tekjur en það hafði áður en það varð fyrir tjóni. Tekjur frá almannatryggingum eru þar tald- ar með, en fátt um þær sagt í eldri samþykktum. Svo er ekki um elli- lífeyri. Fjórtán lífeyrisjóðir breyttu samþykktum sínum með sama hætti, um svipað leyti og Gildi. „Það þarf að fá úr því skorið hvort allar þessar samþykktir standast,“ segir Gestur Jónsson. Staðfesti Hæstiréttur dóminn kynni hann að hafa þau áhrif að fjölmargir lífeyrissjóðir þurfi að gera upp síðustu ár, fyrir um tvö þúsund öryrkja. - ikh Dómur um samþykktir lífeyrissjóða sem gæti þýtt greiðslur til 2000 öryrkja: Gildi áfrýjar til Hæstaréttar BALDUR GUÐLAUGSSON FLÓTTAMENN Útlendingastofnun kannar ekki aðstæður flóttamanna í þeim ríkjum sem hún endursendir hælisleitendur til, á grundvelli ákvæðis í Dyflinnar- samningi. Innan hennar er talið að treysta megi ríkjum ESB, enda hafi þau skuldbundið sig með alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. Þetta segir Ragnheiður Böðvarsdóttir, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. „Við fengum viðvörun að utan vegna Grikklands. En við höfum ekki verið með neina hælisleitendur sem hefðu getað farið þangað, svo ég viti til,“ segir hún. Ekki hafi verið brugðist sérstaklega við gagnrýni Sameinuðu þjóðanna og Amnesty International á aðstæður flóttamanna á Ítalíu. „Það er gert ráð fyrir því að þetta sé öruggt ríki,“ segir hún. Keníamaðurinn Paul Ramses, sem nú er á Ítalíu, hefur sagt að hann þurfi að byrja að nýju þar ytra. Öll gögn í málinu, sem sýni að hann hafi gilda ástæðu til að flýja heimalandið, séu á Íslandi. Ragnheiður segir að í móttökuríki, svo sem Ítalíu, hefjist ný málsmeð- ferð. Vilji hælisleitandi að gögn hans séu send með honum, þurfi hann að fara fram á það. Einnig geti móttöku- ríkið farið fram á þetta. Stofnunin sendi þó skjölin ekki að fyrra bragði. Ragnheiður segir að tölur þær sem birst hafa í blaðinu um hversu hlutfallslega margir útlendingar eru sendir héðan, á grundvelli Dyflinnar-samnings, séu ekki til marks um meðvitaða stefnu stjórnvalda. Minnst nýta Norðmenn samninginn á þennan hátt, eða í um 8 prósentum tilfella. Íslendingar nýta hann í um 38 prósentum tilfella. Þetta megi helst skýra með því að Ísland sé sjaldnast fyrsti viðkomustaður flóttamanna. Um hvort hafi meira vægi við ákvarðanir Útlend- ingastofnunar, lög um réttindi barna eða lög um endursendingarrétt flóttamanna, segir Ragnheiður: „Meginreglan er þessi Dyflinnar-samningur, en þegar sérstakar kringumstæður eru fyrir hendi, þá eru þær að sjálfsögðu skoðaðar og málið metið heildstætt.“ Aðspurð segir hún að áður hafi komið fram að það hafi verið gert í máli Pauls Ramses. klemens@frettabladid.is Stofnunin kannar ekki aðstæður úti Staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar segir að Evrópuríkjum sé treyst til að standa við samninga. Gögn hælisleitanda fari með honum ef þess er óskað. Dyflinnar-samningur sé meginregla, en aðstæður barna skoðaðar í hvert sinn. EKKI HVERT SEM ER Mörður Árnason, Samfylkingu, innti dómsmálaráðherra eftir framkvæmd Dyflinnar-samningsins á Alþingi í vor. Spurði Mörður meðal annars um hvort ráðherra teldi réttlætanlegt að senda hælisleitanda til ríkis sem setti flóttamann- inn hugsanlega í varðhald. Í svari Björns kom fram að ekki hafi verið litið svo á að hugsanlegt varðhald kæmi í veg fyrir endursendingu. Ráðherra var einnig spurður hvort réttlætanlegt væri að endursenda hælisleitanda til ríkis þegar líkur væru á að í móttökulandinu yrði ekki fjallað um umsókn hans efnislega. Svaraði Björn Bjarnason því neitandi: „Það er stefna ráðuneytisins, eins og annarra norrænna yfirvalda í þessum málaflokki, að senda ekki hælisleitendur til ríkja þar sem ekki er tryggt að fjallað verði efnislega um hælis- umsókn þeirra.“ MÖRÐUR ÁRNASON RAMSES HEIM Í gær var undirskriftalisti afhentur dómsmála- ráðuneytinu. Sagt var að tæplega 3.300 manns hefðu skrifað undir hann. Þar var skorað á Björn Bjarnason og Útlendinga- stofnun að „snúa Paul Ramses heim til Íslands nú þegar“. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON RAGNHEIÐUR BÖÐVARSDÓTTIR Grill-leikur me› s‡r›um rjóma! Taktu þátt í grillleik MS og þú gætir unnið glæsilegt Weber-grill eða vandað grillsett. Kauptu dós af sýrðum rjóma frá MS, farðu á www.ms.is, sláðu inn lukkunúmerið sem er í lokinu og þú færð strax að vita hvort þú hefur unnið. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 0 8 -1 0 2 0 VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg Helsinki Eindhoven Amsterdam London Berlín Frankfurt Friedrichshafen París Basel Barcelona Alicante Algarve Tenerife HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 12 11 11 13 13 11 16 11 14 12 10 4 4 5 3 4 5 3 13 12 15 16 12 13 13 15 15 12 20° 19° 19° 20° 21° 20° 20° 20° 20° 24° 21° 27° 21° 28° 27° 32° 33° 25° Á MORGUN Sunnan 3-10 m/s, stíf- astur vestan til 4 SUNNUDAGUR Hægar suðlægar áttir. 2 6 2 HELGIN Nokkur umskipti verða í veðrinu um helgina þegar lægð nálgast. Má búast við að seinni partinn á morgun fari að rigna sunn- anlands og vestan og að úrkomsvæðið gangi yfi r landið aðfararnótt sunnu- dagsins. Eftir hádegi á sunnudag verður yfi rleitt úrkomlítið norðan og austan til annars skúrir. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur LÖGREGLUMÁL Áhöfn skemmti - ferðaskipsins Auroru, sem lagðist að höfn í Reykjavík í gær, kallaði eftir aðstoð íslenskrar lögreglu síðdegis í gær vegna farþega sem fannst látinn um borð í skipinu. Fyrstu fregnir hermdu að maðurinn hefði verið myrtur, en svo reyndist ekki vera. Upplýsingafulltrúi skipsins staðfesti í gær að enginn grunur væri um morð um borð í skipinu. Aldraður hjartasjúk- lingur hefði látist af eðlilegum orsökum. Við slíkar aðstæður mun vera eðlilegt að kalla til lögreglu til að rannsaka andlátið. - sh Skemmtiferðaskipverji lést: Orsakir andláts sagðar eðlilegar AURORA Í fyrstu var talið að maðurinn hefði verið myrtur. Svo reyndist ekki vera. FRÉTTABLAÐIÐ / AUÐUNN DÓMSMÁL Tæplega þrítugur maður hefur í Héraðsdómi Norður lands eystra verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir fíkni- efna brot. Maðurinn var handtek- inn á Akureyrarflugvelli við komuna frá Reykjavík með tæp 20 grömm af kókaíni innvortis. Maðurinn á mikinn sakaferil að baki. Hann hefur meðal annars sætt óskilorðs bundnu fangelsi samtals í 41 mánuð með ellefu dómum á árunum 1996 til 2004. Þar af var hann árið 2006 dæmdur í samtals sextán mánaða fangelsi fyrir ótal brot. Hann rauf reynslulausn í fyrra og er óafplánuð refsing gerð upp nú. - sh Síbrotamaður í fangelsi: Dæmdur fyrir kókaín innvortis LÖGREGLUFRÉTTIR Á ofsahraða við Smáralind Ökumaður á ofsahraða var stöðvaður á Reykjanesbraut við Dalveg til móts við Smáralind í fyrrinótt. Reyndist maðurinn hafa ekið á 125 kílómetra hraða en leyfilegur hámarkshraði er sjötíu kílómetrar. Eldur í bifreið á Holtavegi Eldur kom upp í gamalli bifreið á bílastæði við Holtaveg í Reykjavík um þrjúleytið í fyrrinótt. Bifreiðin var kyrrstæð þegar eldurinn kom upp og ekkert fólk nærstatt samkvæmt upp- lýsingum frá Slökkviliði höfuðborgar- svæðisins. Eldsupptök eru ókunn. DÓMSMÁL Kærum íbúa í Kópavogi vegna tveggja deiliskipulagsreita í Lindahverfi er vísað frá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála. Íbúinn kærði deiliskipulag fyrir 27 þúsund fermetra verslunar- og þjónustuhúsnæði í Lindum IV og skipulag fyrir tíu hæða háhýsi í Bæjarlind 8-10. Sjálfur býr kærandinn í Krossa- lind sem er 500 metra frá Lindum IV og 800 metra frá Bæjarlind. Úrskurðarnefndin segir lítil sjónræn áhrif af framkvæmdun- um tveimur fyrir kærandann og hann geti ekki átt aðild að stjórnsýslukæru því hann eigi hvorki einstakra né verulegra hagsmuna að gæta. - gar Kópavogsbúi kærði skipulag: Kæru vísað frá úrskurðarnefnd BANDARÍKIN, AP Bandarísku læknasamtökin sendu í gær frá sér formlega afsökunarbeiðni fyrir kynþáttastefnu sem samtökin fylgdu áður og gerði svörtum læknum erfitt fyrir. Fram á sjöunda áratug síðustu aldar voru við lýði kynþátta- skilyrði til aðildar og allt fram á níunda áratuginn voru í gildi reglur sem mismunuðu svörtum. Afsökunarbeiðnin er liður í viðleitni samtakanna til að rétta hlut blökkumanna í læknastétt- inni. Þótt þrettán prósent Bandaríkjamanna séu blökku- menn eru aðeins þrjú prósent lækna vestra svartir. - gh Bandarísku læknasamtökin: Biðjast afsökun- ar á rasisma GENGIÐ 10.07.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 151,9111 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 75,34 75,7 148,8 149,52 118,33 118,99 15,86 15,952 14,669 14,755 12,534 12,608 0,7022 0,7064 122,45 123,17 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.