Fréttablaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 2
2 11. júlí 2008 FÖSTUDAGUR AUSTURRÍKI, AP Nóg verður til af olíu í heiminum næstu áratugina, þrátt fyrir að orkuþörf muni aukast um 50 prósent til ársins 2030. Þetta er fullyrt í nýrri skýrslu frá OPEC, samtökum olíufram- leiðsluríkja, sem kynnt var í Austurríki í gær. Í skýrslunni segir að nýjar aðferðir við að ná upp olíu úr jörðu, tryggi að ekki verði skortur. Engu að síður viðurkennir Abdalla Salem El-Badri, fram- kvæmdastjóri OPEC, að hætta sé á að framboð verði ekki jafnt og stöðugt, til dæmis ef Bandaríkin eða Ísrael ráðast á Íran. „Það er ómögulegt að eitthvað komi í staðinn fyrir framleiðsluna í Íran,“ sagði hann. - gb Samtök olíuríkja: Nóg til af olíu næstu áratugi SPURNING DAGSINS SKIPULAGSMÁL „Hafnarfjörður var vinalegur bær en nú eru hlutirnir ítrekað gerðir án tillits til vilja eða líðanar fólksins sem býr þar,“ segir Halldór Halldórsson, íbúi í Staðarhvammi. Eigendur allra húsa í Staðar- hvammi hafa skrifað undir mót- mæli vegna framkvæmda við leik- skólann Hvamm þar í götunni. Óskað hefur verið álits Skipulags- stofnunar á lögmæti framkvæmd- anna. Bæta á við tveimur færan- legum kennslustofum og hefur bærinn veitt stöðuleyfi til eins árs vegna þeirra. Nágrannarnir óttast að stofunum sé í raun ætlað að standa mun lengur, en að bæjaryf- irvöld fari þessa leið til að komast undan grenndarkynningu. Halldór bendir á að á árinu 2003 hafi Hvammur verið tvöfaldaður. Íbúar hafi talið að Staðarhvamm- ur myndi geta borið umferðina og ekki andmælt. Svo hafi ekki reynst vera og íbúarnir hafi einmitt ætlað að krefjast úrbóta þegar í ljós hafi komið í vor að bæjaryfirvöld hefðu samþykkt að fjölga stöðu- gildum við leikskólann vegna nýrrar stækkunar. Staðarhvammur er botnlangi og gatan hallar niður að leikskólan- um. Halldór segir erfitt að snúa þar við bílum vegna hönnunar göt- unnar. Þar séu 38 almenn stæði en ekkert þeirra tilheyri leikskólan- um sem þegar sé með ríflega 30 starfsmenn. Búast megi við um 170 bílum daglega eftir viðbótina. „Það átti ekki að kynna málið en vegna mótmæla okkar var haldinn stuttur kynningarfundur um miðj- an maí þar sem næstum allir íbú- arnir mótmæltu harðlega,“ segir Halldór, sem kveður íbúana síðan ekkert hafa heyrt eða séð frá bænum fyrr en á mánudaginn að maður birtist og sprautaði niður merkingar við leikskólann. „Ég skrifaði þá mótmælabréf og byrjaði að safna undirskriftum. Ég sendi ráðamönnum bæjarins strax afrit því mér þótti sjálfsögð kurteisi að láta þá vita svo þeir færu ekki að ana út í einhverja vitleysu í algjörri andstöðu við íbúana. En um hádegisbil næsta dag mættu gröfurnar,“ segir Hall- dór. Að sögn Halldórs er þegar kom- inn grunnur fyrir nýju húsin. „Þeir sem til þekkja segja grunninn alls ekki byggðan til eins árs. Þegar stöðuleyfi er fengið til eins árs er hægt að fá það framlengt í tíu ár án grenndarkynninga. Þetta vita þeir og nota sér smugur til að þess að koma í veg fyrir að íbúalýðræð- ið geti virkað,“ segir Halldór. Í gær átti Halldór fund með Ell- ýju Erlingsdóttur, forseta bæjar- stjórnar. Kom þar fram að bærinn freistar þess að fá afnot af bíla- stæðum kaþólsku kirkjunnar ofan við leikskólann. „Þau segjast reyna allt sem þau geta til að leysa málið en það er ekkert í hendi. Á meðan áskiljum við okkur rétt til að beita öllum eðlilegum leiðum til að stöðva framkvæmdirnar,“ segir Halldór. Ekki náðist í Ellýju Erlingsdótt- ur. gar@frettabladid.is Íbúarnir æfir vegna stækkunar leikskóla Veiting stöðuleyfis vegna tveggja kennslustofa fyrir leikskóla við Staðarhvamm í Hafnarfirði veldur gremju íbúa í botnlangagötunni. Ekki sé bætandi við um- ferðarþungann sem verið hafi frá því skólinn var stækkaður fyrir fimm árum. HALLDÓR HALLDÓRSSON „Áskiljum okkur rétt til að mótmæla á meðan umferðar- vandinn vegna stækkunar leiksskóla er óleystur,“ segir íbúi við Staðarhvamm. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN REYKJAVÍK Ógæfufólk verður áber- andi í miðbæ Reykjavíkur á sumr- in. Við Austurvöll og í Austur- stræti má oft sjá verulega drukkið fólk um hábjartan dag. Stella Víðisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborg- ar, segir að þrátt fyrir að ógæfu- fólk verði sýnilegara á sumrin sé það mat velferðarsviðs að þeim hafi ekki fjölgað og unnið sé að úrbótum. „Nú rekum við bæði gistiskýli og heimili og erum að bæta við rúmum til þess að geta hýst sem flesta.“ Hún segir að unnið sé að frekari úrræðum á velferðarsviði en að oft séu mál háð forgangsröðun. Stella segir að ef fólkinu fylgi læti þá sé það alfarið á ábyrgð lög- reglu að leysa málin. „Ég held að lögreglan mætti vera sýnilegri á daginn,“ bætir hún við. „Það er í hennar verkahring að bregðast við óspektum.“ Hörður Jóhannesson aðstoðar- lögreglustjóri segir lögregluna meðvitaða um vandamálið en það sé lítið hægt að gera. „Við eigum vitanlega að halda uppi lögum og reglu en þetta er félagslegt vanda- mál og oft er um að ræða fólk sem á sér engan samastað á daginn.“ Hann bætir því við að ekki sé hægt að handtaka fólk fyrir það eitt að vera drukkið. „Hér á landi er leyfilegt að vera ölvaður á almannafæri en þegar um óspektir er að ræða eða fólki er misboðið á það að hringja í okkur.“ - hþj Mannekla hindrar lögregluna í störfum sínum í miðborginni: Ógæfufólk á ábyrgð lögreglu ÓGÆFUFÓLK DETTUR UM MANN Á sumrin verður vandinn sýnilegri en ekki er nægur mannafli til að takast á við hann. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR STJÓRNMÁL Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylking- arinnar, vísar því á bug að aðeins minnihluti þingmanna flokksins styðji umhverfisstefnu hans, Fagra Ísland, af heilum hug. Í samtali við Fréttablaðið sagði hann frétt þess efnis í gær frá- leita. Þingflokkurinn ræddi umhverf- ismál á sérstökum fundi á þriðju- dag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins lýstu nokkrir þing- menn óánægju með efndir fyrir- heita úr kosningabaráttunni fyrir ári og grundvölluðu gagnrýni sína einkum á þeirri staðreynd að tvö ný álver eru í sjónmáli; í Helguvík á Suðurnesjum og á Bakka við Húsavík. Lúðvík segir Fagra Ísland ekki snúast um tvö álver, líkt og skilja megi af opinberri umræðu. Plagg- ið sé langtímaáætlun um að auka vægi náttúruverndar og að henni sé unnið á vettvangi ríkisstjórnar- innar. Álverin tvö séu arfur frá fyrri ríkisstjórn, núverandi ríkis- stjórn hafi ekkert ákveðið um ný álver. „Ef stöðva ætti byggingu þessara álvera þyrfti að gera það með sérstökum lögum frá Alþingi. Í engu er kveðið á um slíkt hvorki í Fagra Íslandi né stjórnarsáttmál- anum sem þingflokkur Samfylk- ingarinnar samþykkti og ríkis- stjórnin starfar eftir.“ - bþs Segir fráleitt að umhverfisstefna Samfylkingarinnar njóti ekki meirihlutastuðnings: Fagra Ísland snýst ekki um tvö álver LÚÐVÍK BERGVINSSON segir Fagra Ísland vera langtímaáætlun um að auka vægi náttúruverndar og að eftir því sé unnið. Jón Steinar, hyggstu svara svari Eiríks við svari þínu við gagnrýni hans? „Ég hef löngu lagt alla svardaga á hilluna.“ Jón Steinar Gunnlaugsson Hæstaréttar- dómari svaraði gagnrýni Eiríks Tómas- sonar prófessors á sératkvæði Jóns í dómsmáli. Eiríkur hyggst svara til baka. SAMGÖNGUR Boeing 757-þota með 181 farþega innanborðs nauðlenti á Keflavíkurflugvelli í gær eftir að annar hreyfill flugvélarinnar bilaði. Lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir á suðvestur- horninu voru kallaðar út. Orsök bilunarinnar liggur ekki fyrir. Farþegar urðu þess ekki varir þegar drepið var á hreyflin- um og héldust rólegir, samkvæmt Guðjóni Arngrímssyni, upplýs- ingafulltrúa Icelandair. Vélin var á leið frá Amsterdam, samkvæmt heimildum Vísis. - gh Hreyfill Boeing-þotu bilaði: Nauðlenti á ein- um hreyfli FLUGVÉLAR ICELANDAIR Lendingin tókst vel, en Boeing 757-þotur eru hannaðar til að geta lent þó annar hreyfillinn bili. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON MENNTUN Ingibjörg R. Magnús- dóttir færði Háskóla Íslands eina milljón og sjö hundruð og fimmtíu þúsund krónur að gjöf í tilefni af 85 ára afmæli sínu. Framlag Ingibjargar fer í sjóð í hennar nafni við Rannsóknar- stofnun í hjúkrunarfræði. Markmið sjóðsins er að efla rannsóknir í hjúkrunar- og ljósmóðurfræði. Ingibjörg er hjúkrunarfræðing- ur og hefur verið einn ötulasti talsmaður þróunar hjúkrunar- menntunar á Íslandi. - hþj Háskóli Íslands hlýtur styrk: Tæplega tvær milljónir gefnar SÚDAN, AP Sjö friðargæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóðanna og Afríkusambandsins voru drepnir í árás um tvö hundruð vígamanna í Darfúr-héraði í Súdan á þriðju- dag. Friðargæsluliðunum er ætlað að róa ástandið í Súdan, en borgarastyrjöld hefur geisað þar milli uppreisnarmanna og Súdansstjórnar frá árinu 2003. Bæði uppreisnarmenn og Súdansstjórn hafa fordæmt árásina og vísað frá sér ábyrgð. Búnaður vígamannanna bendir þó til þess að þeir tilheyri janja- weed-hersveitum, sem njóta stuðnings stjórnarinnar. - gh Borgarastyrjöldin í Súdan: Sjö friðargæslu- liðar felldir GRINDAVÍK Heildarkostnaður Grindavíkurbæjar vegna launa Ólafs Arnar Ólafssonar, fráfar- andi bæjarstjóra, hljóðar upp á rúmar fjörutíu og tvær milljónir króna. Hann mun fá greidd laun þar til kjörtímabilinu lýkur í maí 2010 auk fyrstu sex mánaðanna af næsta kjörtímabili. Þetta koma fram á vísi.is. Þegar Ólafur tók við bæjar- stjórastöðunni voru laun hans rúmar átta hundruð þúsund krónur en eru nú 1,2 milljónir. Til samanburðar eru laun forsætis- ráðherra tæplega 1,1 milljón. - ges Laun bæjarstjórans í Grindavík: Stjórnarslit upp á tugi milljóna Sina brann í Hafnarfirði Kalla þurfti út slökkvilið vegna sinu- bruna við Hellnahraun í Hafnarfirði um sexleytið í gærdag. Slökkvistarf gekk vel og hafði eldurinn verið slökktur skömmu eftir að slökkvi- lið kom á staðinn. Eldsupptök eru ókunn. LÖGREGLUFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.