Fréttablaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 18
 11. júlí 2008 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 187 4.251 -0,70% Velta: 1.045 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: ALFESCA 7,03 0,00% ... Atorka 6,20 -0,80% ... Bakkavör 24,80 -4,62% ... Eimskipafélagið 14,30 -0,69% ... Exista 6,87 -2,00% ... Glitnir 15,15 -0,98% ... Icelandair Group 16,65 0,00% ... Kaupþing 739,00 -0,40% ... Landsbankinn 23,10 -0,22% ... Marel 89,80 +0,22% ... SPRON 3,25 +1,56% ... Straumur-Burðarás 9,79 -0,91% ... Teymi 1,96 0,00 ... Össur 87,90 -1,01% MESTA HÆKKUN CENTURY ALU +5,86% SPRON +1,56% MAREL +0,22% MESTA LÆKKUN BAKKAVÖR -4,62% EXISTA -2,00% ÖSSUR -1,01% „Það er eitthvert sull á bak við tjöldin“ segir Júlíus Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og eigandi Tölvulistans. Hann seldi Ásgeiri Bjarnasyni Tölvu- listann fyrir rúmum fjórum árum og á að eigin sögn enn eftir að fá lokagreiðsluna. Nafni Tölvulistans var breytt í Músavík í síðasta mánuði rétt áður en fyrirtækið var lýst gjaldþrota 25. júní síðastliðinn. Stofnað var nýtt fyrirtæki sem ber nafn Tölvu- listans en starfsemi þess er engin. IOD heildsala rekur Tölvulistann í dag undir sinni kennitölu. Júlíus átti fyrsta veðrétt í hluta- bréfum Tölvulistans sem eru í dag einskis virði. Hann segist eiga kröfurétt á móðurfélag Tölvulist- ans BBEN upp á 63 milljónir. „Tölvulistinn var rekinn á sömu kennitölunni frá því að ég sel þangað til í síðasta mánuði. Þá er rekstur Tölvulistans seldur til IOD og nafninu á kennitölu Tölvulist- ans breytt og gert gjaldþrota. Ég mun vefengja þessa sölu og er kominn á fullt með innheimtu á þessum 63 milljónum“,“ segir Júlí- us. Ásgeir Bjarnason vildi ekkert segja um málið en í viðtali við Markaðinn síðastliðinn miðviku- dag sagði hann ástæðuna fyrir söl- unni ekki vera bága skuldastöðu fyrirtækisins. IOD sem nú rekur Tölvulistann er í eigu sömu aðila og reka m.a. Sjónvarpsmiðstöðina og Heimilis- tæki. Fyrirtækið var áður stærsti birgir Tölvulistans. Aðspurður um ástæðu yfirtök- unnar sagði Hlíðar Þór Hreinsson, einn eigenda IOD, hana liggja í augum uppi. -ghh Segir kennitölu- flakk í gangi Tölvulistinn lýstur gjaldþrota í lok síðasta mánaðar. Fyrri eigandi véfengir sölu á rekstri til nýs aðila. TÖLVULISTINN Rekur fjölda verslana, m.a. þessa við Nótatún í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Álrisinn Alcoa, sem meðal annars rekur álverið á Reyðarfirði, hagn- aðist um 546 milljónir Bandaríkja- dala, jafnvirði um 42 milljarða íslenskra króna, á öðrum fjórð- ungi ársins Þetta er 23 prósenta samdráttur frá sama tíma í fyrra. Tekjur álrisans á tímabilinu námu 7,6 milljörðum dala saman- borið við 8,07 dali í fyrra. Það er jafnframt meira en spáð hafði verið. Hár rekstrarkostnaður dró úr hagnaði félagsins en álverð, sem hækkaði um rúm sex prósent á milli ára, hífði afkomuna upp, að sögn fréttastofu Reuters. - jab Dregur úr hagnaði ÁLVERIÐ Á REYÐARFIRÐI Hagnaður Alcoa dróst saman um 23 prósent á milli ára á öðrum ársfjórðungi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fjárfestingarsjóður í eigu stjórn- valda í furstadæminu Abu Dabi hefur keypt 90 prósenta hlut í Chrysler-byggingunni, einu þekktasta kennileiti Manhattan- eyju í New York í Bandaríkjun- um. Seljendur eru fasteignasjóður tryggingafyrirtækisins Prudenti- al Financial, sem átti 75 prósenta hlut. Bandaríska fasteignafélagið Tishman Speyer Properties, sem átti fyrir fjórðungshlut í turnin- um, heldur eftir afganginum og hefur umsjón með honum í nafni beggja aðila. Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal bendir á að mjög hafi hægst um á bandarískum fasteignamarkaði og hafi verið leitað til þess að fá arabíska fjár- festingasjóði til að fjármagna fasteignakaup í stærri kantinum. Þannig hafi arabískir sjóðir fjár- magnað söluna á General Motors- byggingunni í síðasta mánuði auk þess að leggja þarlendum bönk- um til mikið hlutafé vegna afskrifta úr bókum þeirra. - jab Arabar kaupa Chrysler-húsið Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, ákvað í gær að hreyfa ekki við vaxtastig- inu sökum aðstæðna í efnahagslífinu. Stýrivextirnir þar í landi eru nú fimm prósent og hafa staðið óbreyttir frá í apríl. Bankinn hafði áður lækkað vextina um hálft prósentustig frá áramótum. Flestir höfðu reiknað með þessari niðurstöðu þrátt fyrir þrýsting frá forráðamönnum í fyrirtækjarekstri í Bretlandi um að bankinn komi til móts við þrengingar í efnahagslífinu og háar álögur á lántakendur og lækki vexti. Bankastjórnin segir að verðbólguþrýst- ingur hafi legið til grundvallar ákvörðun- inni. Varað er við að dregið geti úr hagvexti af þeim sökum. Verðbólga í Bretlandi mælist nú 3,3 prósent. Verðbólgumarkmið seðlabank- ans er hins vegar tvö prósent. Hefur Mervyn King seðlabankastjóri þegar ritað breska fjármálaráðuneytinu bréf, líkt og reglur bankans kveða á um, þar sem útlistaðar eru ástæður þess að verðbólga hafi farið svo langt umfram markmiðin, að sögn breska viðskipta- dagblaðsins Financial Times. - jab Óbreyttir vextir í Bretlandi Bandarísku húsnæðissjóðirnir Fannie Mae og Freddie Mac eru fjárhagslega sterkir. Þetta sagði Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, í gær. Þær raddir hafa orðið æ hávær- ari að fyrirtækin standi á brauðfót- um. Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal sagði vikunni stjórnvöld hafa fundað um aðgerð- ir þurrkist upp eigið fé sjóðanna með þeim afleiðingum að þeir þurfi að afla aukins hlutafjár til að forða sér frá gjaldþroti. Fannie og Freddie njóta stuðn- ings ríkisins þrátt fyrir að vera skráð á markað. Gengi bréfa í fyr- irtækjunum hefur hrunið í vikunni eftir að fréttist að tap þeirra yrði meira en vænst var. Paulson sagði hins vegar í gær, að sjóðirnir væru að sigla í gegn- um erfiða tíma. Þeir gegni hins vegar mikilvægu hlutverki á bandarískum fasteignalánamark- aði. Gengi bréfa í báðum sjóðum hefur fallið verulega í vikunni. Þar af hefur Freddie Mac hrunið um tæp 47 prósent frá á mánudag. - jab Sjóðirnir sterkir FJÁRMÁLARÁÐHERRANN Henry Paulson segir tvo fasteignasjóði sem njóta ríkis- styrkja standa traustum fótum þrátt fyrir gengishrun og útlánatap. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP ÁHYGGJUFULLUR BANKASTJÓRI Seðlabankastjóri Bretlands hefur skrifað stjórnvöldum bréf vegna hárrar verðbólgu. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Alla daga frá10 til 22 800 5555 Skoðaðu: www.max1.is G C I G R O U P G R E Y A LM A N N AT E N G S L Settugömlu dekkinuppíný Breyttu túttunum undirbílnumígæðadekk hjá Max1 Þú breytir gömlu túttunum undir bílnum í gæðadekk í dag. Þú færð 2.500 kall fyrir hverja túttu upp í hvert nýtt gæðadekk. Auktu umferðaröryggi þitt og sparneytni með Max1. Svona erum við – fyrir þig. Max1 fargar einnig túttunum á umhverfisvænan hátt. Sparaðu. Komdu við hjá Max1 í dag. Hér erum við fyrir þig: Max1 Reykjavík Bíldshöfða 5a (hjá Hlölla), beinn sími: 515-7095 eða 515-7096 Bíldshöfða 8, beinn sími: 515-7097 eða 515-7098 Jafnaseli 6 (við Sorpu), beinn sími: 587-4700 Max1 Akureyri Tryggvabraut 5, beinn sími 462-2700 Uppítökuverð 2.500 kr.pr. dekk Auktu umferðaröryggi þitt og sparneytni. Vertu á betri dekkjum frá Max1. Max1 fargar gömlu dekkjunum með umhverfisvænum aðferðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.