Fréttablaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 36
útlit
smáatriðin skipta öllu máli
M
argir þekkja Brynjar
Ingólfsson og Steinunni
Garðarsdóttur úr sjón-
varpsþáttunum Hæð-
inni sem sýndir voru á Stöð 2
á vormánuðum. Þar sýndu þau
frumlega og skemmtilega takta í
hönnun og viðurkenna að þau séu
grútspæld yfir því að hafa ekki
unnið. „Við vorum ótrúlega sár að
vinna ekki,“ segja þau bæði í kór.
„Við gerðum okkur góðar vonir um
að vinna og við feng-
um að vita það eftir
á að dómnefndin
hefði valið okkur
ef þau hefðu
fengið að ráða,“
segir Brynj-
ar og bætir
því við að
þau hafi
tapað
í vin-
sælda-
kosningunni
en unnið hönn-
unarhlutann
og því séu þau
sátt. Þau sjá þó
alls ekki eftir
að hafa tekið
þátt því hug-
myndaflugið
hafi þroskast á
Hæðinni og þátt-
takan hafi opnað
fyrir þau margar
dyr.
Stuttu eftir að
þáttunum lauk fóru
þau til Indlands þar
sem Steinunn hefur
verið með annan fót-
inn síðastliðin ár. Hún er
lærður nuddari. Indland kall-
aði á hana og þar lagði hún stund
á jóga, lærði Bollywood-dansa og
fékk hugmynd að því að stofna fyr-
irtæki sem myndi selja fatnað og
fylgihluti. Í fyrra lét hún draum-
inn rætast ásamt systur sinni,
Unni Lindu, og stofnaði fyrirtækið
Kátínu. Fyrr á árinu kom Brynjar
inn í fyrirtækið með henni og fóru
þau saman til Indlands til að láta
framleiða fatnað og fylgihluti. Þau
segja ferðina hafa verið ævintýri
líkast en þau dvöldu á Indlandi í
mánuð og eru nýkomin heim.
Það vantar ekki framkvæmda-
gleðina því þau standa fyrir ind-
verskum dögum á Café Oliver sem
hófust í gærkvöldi. „Staðurinn er
allur skreyttur í indverskum stíl
og boðið er upp á indverskan mat-
seðil. Við verðum með tískusýn-
ingu ásamt Gyllta kettinum kl.
20 öll kvöldin og svo verður
boðið upp á alvöru Bolly-
wood-dansa,“ segir Stein-
unn sem ku vera ansi flink
í þeim. „Bollywood-dans-
ar snúast um að dansa
eins og hálviti,“
segir Brynjar og
hlær. „Ég hef farið
á dansnámskeið í
Bollywood-dönsum
á Indlandi og það
var alveg frábært.
Maður lá alveg í
hláturskrampa,
þetta er mjög
kjánalegt en svo
mikil stemning,“
segir Steinunn.
Á meðan þau
dvöldu á Ind-
landi var ind-
verska útgáf-
an af „So you
think you can
dance“ í fullum
gangi í sjón-
varpinu. „Það
kom mér
svo á
óvart að
allir þeir
sem mér fannst dansa verst fengu
bestu einkunnirnar hjá dómurun-
um. Það var til dæmis einn gaur
sem fór alltaf í hálft handahlaup
og var ótrúlega klunnalegur, hann
var vinsælastur hjá þeim,“ segir
Brynjar og bætir við að allir verði
að syngja með í Bollywood. „Svo
er aðaltrikkið að hreyfa hausinn
og láta eins og fífl,“ segir Steinunn
og hlær.
Þegar þau eru spurð út í ástina á
Indlandi segir Steinunn að það sem
hafi heillað hana við landið hafi
verið hvað allt er afslappað þar og
mikill kærleikur og gleði í loftinu.
„Það er ekki til neitt stress þarna
sem kom sér reyndar svolítið illa
þegar við þurftum að koma vörum
í gám á ákveðnum degi. Það var
svolítið erfitt. Að vera í viðskipt-
um á Indlandi er erfitt en að dóla
sér þar er yndislegt,“ segir Stein-
unn. Sendingin komst til landsins
og verður sýnd á tískusýningunni
á Café Oliver.
Einni af flíkunum á sýningunni
er hægt að breyta í hátt í 20 mis-
munandi flíkur. Flíkin er hugmynd
Steinunnar en hún fékk ísraelskan
fatahönnuð til að útfæra hana
fyrir sig. „Ég fékk hugmyndina
að þessu á Indlandi fyrir nokkr-
um árum út frá munkaklæðum,“
segir hún. „Kosturinn er að stelp-
ur geta klæðst þessu alla daga vik-
unnar án þess að það sjáist að við-
komandi sé í sömu flíkinni,“ segir
Brynjar. Auk kjólsins eru þau með
aladdínbuxur og ponjo og fullt af
skartgripum.
Hingað til hafa þau aðallega selt
fatnaðinn á netinu og í Gyllta kett-
inum og nú eru þau að leggja grunn
að nýrri og öflugri heimasíðu. Þau
segja að þátttakan í Hæðinni hafi
hjálpað þeim að hugsa út fyrir kass-
ann. „Í næstu viku höldum við í Evr-
óputúr en við eigum stefnumót við
heildsala sem hyggjast selja vör-
urnar okkar í nokkrum löndum,“
segir Brynjar og Steinunn segir að
svo verði bara að koma í ljós hvað
gerist. martamaria@365.is
Brynjar og Steinunn úr Hæðinni standa fyrir indverskum dögum á Café Oliver
Indland hitti þau í hjartastað
Steinunn á saumastofu í Indlandi.
Brynjar og Steinunn standa fyrir indverskum dögum á Café Óliver. Þar sýna þau
hátt í tuttugu útfærslur af kjólnum sem Steinunn klæðist. MYND /AUÐUNN
Sumarið er tíminn til að glossa var-
irnar á meðan sólarinnar er notið.
Það dásamlega við gloss er að það
er aldrei hægt að nota of mikið af
því. Gloss með glimmerögnum á
upp á pallborðið þetta sumarið.
Það er kannski smá þversögn í tísk-
unni því annaðhvort eiga varirnar að
vera háglansandi eða mattar.
Bleik-
glossaðar
varir
SANDRA BULLOCK ER HRIFIN AF PRADA
Það skiptir miklu máli að passa upp á dýra fylgihluti. Hér er leikkonan Sandra Bullock
með forláta Pradatösku. Þegar hún hrasaði gætti hún þess vel að taskan myndi ekki
laskast í fallinu. Þetta kallar maður að hafa forgangsröðina á hreinu!
12 • FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2008