Fréttablaðið - 11.07.2008, Síða 21

Fréttablaðið - 11.07.2008, Síða 21
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA HELGIN ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Hildigunnur Magnúsdóttir er mikill meistari í eldhúsinu og reynir oft eitthvað nýtt við miklar vinsældir fólksins á heimilinu. Hildigunnur er í barneignarfríi og fer á haustmánuð- um í lyfjafræði við Háskóla Íslands. Hennar uppá- haldsréttur er mexíkósk quesadilla sem systir henn- ar kynnti fyrir henni og eftir þau kynni hefur rétturinn slegið í gegn þegar hún eldar hann. „Systir mín lærði að búa þetta til þegar hún var au pair í Bandaríkjunum og rétturinn hefur vakið mikla lukku í fjölskyldunni og borða allir yfir sig og liggja nánast afvelta eftir að hafa borðað hann,“ útskýrir Hildigunnur. Það sem þarf í réttinn eru fjórar kjúklingabringur, ein paprika, rauð eða græn, einn rauðlaukur og mikið af rifnum osti. Síðan þarf olíu til að steikja kjúkling- inn og sex fajitas-bökur og það stórar og loks bréf af kryddblöndu. Meðlætið með þessu er salsasósa og sýrður rjómi, salat, maísbaunir og nacho-flögur. „Aðferðin er fljótleg og einföld, byrjað er að skera niður grænmetið og það steikt á pönnu. Kjúklingur skorinn í bita og steiktur á pönnu með Fajita eða Taco-mixi. Því næst er fajita-baka sett á pönnu, osti stráð yfir, svo kjúklingi og þar á eftir grænmetið, aftur ostur og svo önnur baka ofan á. Bökunni er svo snúið við þegar osturinn er bráðnaður og rétturinn er tilbúinn þegar osturinn er bráðinn á báðum hliðum. Einnig er hægt að elda réttinn í ofni eða á mínútug- rilli. Bakan er svo skorin í sneiðar og er þá tilbúin til snæðings,“ útskýrir Hildigunnur. Rétturinn er bor- inn fram sem aðalréttur með hinu ýmsu meðlæti. mikael@frettabladid.is Allir borða yfir sig Hildigunnur hefur verið dugleg að búa til quesadilla eftir að systir hennar kenndi henni það. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Starfsdagur verður í gamla bænum Laufási við Eyjafjörð á íslenska safnadaginn á sunnu- dag frá klukkan 13.30 til 16.00. Hægt verður að fylgj- ast með fólki við ýmsa iðju sem tíðkaðist í gamla daga. Kynt verður undir hlóðum og steiktar gómsætar lummur sem gestum og gangandi verður boðið að smakka. Kjúklingur er ekki aðeins góður matur heldur einnig mjög hollur. Á sumrin þegar veðrið er gott er tilvalið að hafa eitthvað létt í matinn eins og kjúkling. Hægt er að gera ferskt og gott kjúkl- ingasalat sem fer vel í maga og er gott fyrir línurnar. Hnötturinn er fyrirbæri sem margir krakkar velta fyrir sér. Um þessar mundir stendur yfir á Kjarvalsstöðum sýning undir yfirskriftinni Hvar er ég? Þetta er sýning þar sem börn og fullorðnir geta meðal annars velt fyrir sér hnettinum, landinu og kennileitum í umhverfinu. Tilvalið fyrir fjölskylduna að fara á sýning- una saman um helgina. Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is H rin gb ro t 6.490 kr. 4ra rétta tilboð og nýr A la Carte · Léttreiktur lax með granateplum og wasabi sósu · · Kókos- og engifersúpa með grilluðum tígrisrækjum · · Lambahryggur með lambaskanka og rósmarínsósu · · Banana- og súkkulaðifrauð með vanillusósu · Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf! Hægt er að panta 4ra rétta seðilinn með sérvöldu víni með hverjum rétti: 9.990 kr. Côte Rôtie „La Mouline“ 2003 | Rhône, Frakkland Opus One 1995 | Napa Valley, Bandaríkin NÝTT!Glas af eðalvíni Nú hefur veitingahúsið Perlan bætt við möguleikanum að velja sér glas af 19 eðalvínum með mat. Verð frá 890-8.900 kr. Sjá nánar á perlan.is.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.