Fréttablaðið - 13.07.2008, Síða 6

Fréttablaðið - 13.07.2008, Síða 6
6 13. júlí 2008 SUNNUDAGUR MÓTMÆLI Fjórðu mótmælabúðir Saving Iceland hafa verið settar upp hjá Hellisheiðarvirkjun. Um þessar mundir á stækkun Hellisheiðarvirkjunar sér stað til að afla orku fyrir stærra álver á Grundartanga og eru búðirnar settar upp í tilefni af því. Um miðjan gærdag voru í kringum 50 manns komnir og búist við fleirum að sögn Snorra Páls Jónssonar Úlfhildarsonar, talsmanns Saving Iceland. „Það er engin dagsetning komin á það hvenær við hættum, fer bara eftir því hversu mikla orku við höfum,“ segir Snorri. - mmf Mótmælabúðir á Hellisheiði: Saving Iceland á Hengilssvæði WASHINGTON, AP Tony Snow, fyrrum blaðafulltrúi George W. Bush Banda- ríkjaforseta, lést úr ristil- krabbameini í gær, 53 ára. Snow var fyrsti stjórn- andi fréttaþátt- arins Fox News Sunday en hóf blaðafulltrúa- störf hjá Hvíta húsinu árið 2006. Snow var aldrei feiminn við myndavélarnar og var líflegur á blaðamannafundum. Hann sagði af sér í september 2007. Haft var eftir Bush að allir í Hvíta húsinu myndu sakna Tonys, ásamt milljónum Bandaríkja- manna sem hann veitti innblástur í baráttu sinni við krabbamein. - mmf Fyrrum blaðafulltrúi Bush: Lést af völdum ristilkrabba TONY SNOW STJÓRNMÁL Atli Gíslason, þing- maður Vinstri grænna, hefur beðið í rúma þrjá mánuði eftir gögnum sem hann óskaði eftir sem nefndarmaður í sjávarút- vegs- og landbúnaðar- nefnd Alþingis. Hann hefur nú ítrekað kröfu sína við forseta og forsætis- nefnd Alþingis. Gögnin varða samningavið- ræður milli Íslands og ESB um afnám á undanþágu frá ákvæði EFTA-samningins. Með niðurfellingu undanþágunnar yrði innflutningur hrás kjöts heimilaður. Að sögn Arnbjargar Sveinsdótt- ur, formanns sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar, voru starfsmenn utanríkisráðuneytis- ins að taka saman gögnin fyrir Atla seinast þegar hún vissi. - sgj Atli Gíslason, þingmaður VG: Hefur enn ekki fengið gögnin ATLI GÍSLASON STJÓRNSÝSLA „Ég skil vel að utan- ríkisráðuneytið þurfi að standa í hagsmunabaráttu fyrir hönd lands og þjóðar. Starfsemi Þróunarsam- vinnustofnunar (ÞSSÍ) á hins vegar ekkert skylt við slíka hagsmuna- baráttu og ég er alfarið á móti því að stofnunin sé notuð í þeim til- gangi,“ segir Sigfús Ólafsson, full- trúi VG í stjórn Þróunarsamvinnu- stofnunar Íslands. Sigfús telur utanríkisráðuneytið hafa blandað ÞSSÍ inn í baráttuna fyrir sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna að óþörfu. Hann er ósáttur við vinnubrögð ráðuneytisins. Forsaga málsins er sú að í mars síðastliðnum stóð utanríkisráðu- neytið fyrir ráðstefnu á Barbados og óskað var eftir að fulltrúar ÞSSÍ yrðu með í för. Orðið var við þeirri beiðni. Yfirlýst markmið ráðstefn- unnar var að leggja grunn að frek- ari þróunarsamvinnu við þróunar- ríki á smáeyjum í Karíbahafi. Sigfús telur hins vegar höfuðtil- gang fararinnar hafa verið að afla atkvæða til kosningar í öryggis- ráðið. „Ég mótmælti kröftuglega þeirri ákvörðun að senda fulltrúa ÞSSÍ á ráðstefnuna. Ég tel að áherslan eigi að vera á núverandi samstarfslönd og er ekki talsmaður þess að við bætum við samstarfslöndum að svo stöddu. Ég tel sjálfsagt að Íslendingar efli samskipti við þess- ar eyþjóðir, til dæmis í viðskipta-, mennta- og jafnréttismálum, en Þróunarsamvinnustofnun á ekkert erindi þarna,“ segir Sigfús. Hann telur veru ÞSSÍ á fundin- um hafa leitt til þess misskilnings að nú sé almennt talið að stofnunin muni koma af krafti að aðstoð á svæðinu. Ekkert hafi þó verið afráðið í þeim efnum, hvorki hjá ÞSSÍ né ráðuneytinu. Jón Skaptason, fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í stjórn ÞSSÍ, tekur undir að ráðstefnan hafi alið af sér miklar væntingar til Íslendinga um þróunaraðstoð. Engin loforð hafi þó verið gefin í því efni. Hann vill ekkert fullyrða um tilgang ferðarinnar en segir hana velta upp ýmsum spurningum. „Maður spyr sig hvers vegna þetta svæði var valið á þessum tímapunkti. Ljóst mátti vera fyrirfram að ÞSSÍ myndi ekki koma að þróunarstarfi á þessu svæði,“ segir Jón. Haukur Már Haraldsson, fulltrúi Samfylkingar í stjórninni, segist ekki vilja taka þátt í neinum vanga- veltum um hvað í störfum ráðu- neytisins flokkist undir áróður fyrir sæti í Öryggisráðinu og hvað ekki. „Flokkspólitík hefur aldrei verið uppi á borðinu í stjórn Þróunar samvinnustofnunar,“ segir Haukur. Katrín Ásgrímsdóttir, fulltrúi Framsóknar í stjórninni, segist ekki vera í stöðu til að segja nákvæmlega til um tilgang ferðar- innar. „Ef það hafði eitthvað með hagsmunabaráttu vegna öryggis- ráðsins að gera tel ég menn vera á mjög rangri braut,“ segir Katrín. kjartan@frettabladid.is Segir ráðuneytið nota ÞSSÍ til atkvæðaveiða Fulltrúi VG í stjórn Þróunarsamvinnustofnunar Íslands segir utanríkisráðu- neytið nota stofnunina sem tæki í hagsmunabaráttu fyrir sæti í öryggisráði SÞ. Hann segir þessi vinnubrögð ráðuneytisins grafa undan starfi stofnunarinnar. ÞRÓUNARSAMVINNA Fulltrúi VG í stjórn ÞSSÍ er ekki talsmaður þess að stofnunin bæti við samstarfslöndum að svo stöddu. Hann telur áhersluna eiga að vera á núver- andi samstarfslönd eins og Malaví, þar sem þessi mynd er tekin. ÚTVIST Metþátttaka var í Lauga- vegshlaupinu sem hlaupið var í tólfta sinn í gær. Alls tóku 236 keppendur þátt í hlaupinu en margir voru á biðlista. Hlaupið er frá Landmannalaugum í Þórs- mörk, 55 kílómetra vegalengd. Tuttugu hlauparar stóðust ekki tímatakmarkanir í Emstrum þar sem fjórði hluti hlaupsins hefst. Fyrstur í karlaflokki varð Daníel Smári Guðmundsson og í kvennaflokki varð Eva Margrét Einarsdóttir fyrst. Að sögn Friðriks Þórs Óskars- sonar hefur Laugavegshlaupið verið valið eitt af þremur skemmtilegustu fjallahlaupunum á franskri vefsíðu. - mmf Eitt skemmtilegasta hlaupið: Alls hlupu 236 Laugaveginn HLAUPARAR Ríflega tvö hundruð lögðu af stað frá Landmannalaugum í gær. Finnst þér rétt að láta flugfélög borga fyrir losun gróðurhúsa- lofttegunda? Já 48,8% Nei 51,2% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ber ríkislögreglustjóra að svara fyrir um hvort leysa skuli 10-11 lögregluþjón frá störfum? Segðu skoðun þína á visir.is. SAMGÖNGUR Ferðalag 65 krakka í Leikni fór úr skorðum þegar mikil seinkun varð á flugi Iceland Express til Danmerkur í gær- morgun. Þar hugðist hópurinn gera stuttan stans á leið sinni á fótboltamót í Gautaborg í Svíþjóð. Frá þessu er greint á Vísi.is. Vélin mun hafa lagt af stað um kvöld- matarleytið í gær. Þórður Einarsson, þjálfari í hópnum, var að vonum svekktur og sagði biðina algjöra martröð. Lára Ómarsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Iceland Express, sagði að ekki hefði verið vitað um seiknunina fyrr en snemma í gærmorgun og að reynt hefði verið að finna aðra vél fyrir hópinn. - mmf Bilun í vél Iceland Express: Fótboltakrakkar biðu í tíu tíma FLUGVÉL ICELAND EXPRESS Seinkun varð á flugi félagsins til Danmerkur. LÖGREGLUFRÉTTIR Þrír ölvaðir undir stýri Þrír voru teknir fyrir ölvunarakstur í lögregluumdæmi lögreglunnar á Selfossi í gærkvöldi. Einn keyrði út af veginum og lenti út í móa. Fimm voru teknir fyrir of hraðan akstur og hraðast mældist mótorhjól á 161 kílómetra hraða. EFNAHAGSMÁL „Okkur finnst þessi ærandi þögn stjórnvalda varðandi stöðu krónunnar orðin allt of löng,“ segir Skúli J. Björnsson, formaður Félags íslenskra stórkaupmanna (FÍS). Félagið birti í gær heilsíðu- auglýsingu í Morgunblaðinu þar sem krafist er aðgerða í efnahags- málum. Auglýsingin er í formi opins bréfs sem skrifað er Geir Haarde forsætisráðherra og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráð- herra. Í bréfinu segir að stjórn FÍS hafi verulegar áhyggjur af „því alvarlega ástandi sem skapast hefur í íslensku efnahagslífi“. Íslenska krónan fái ekki staðist til lengdar og breyta þurfi peninga- stefnu þjóðarinnar, að mati félags- manna. Skoðanakönnun meðal félags- manna sýndi meirihlutastuðning við viðræður um inngöngu í Evr- ópusambandið og upptöku evru. „Við svona kyrrstöðu er ekki hægt að búa lengur,“ segir Skúli. „Auðvitað eru skiptar skoðanir meðal félagsmanna um hvort ganga eigi í Evrópusambandið eða ekki. En það þarf að kanna hvort hægt sé að ná ásættanlegum samningi.“ - sgj FÍS segir nauðsynlegt að koma á stöðugleika í gengismálum þjóðarinnar: Kaupmenn vilja ESB viðræður OPIÐ BRÉF Í bréfinu er krafist lægri vaxta, erlendrar lántöku og aukins aðgengis að lánsfé. BANDARÍKIN John McCain forseta- frambjóðanda lá svo á að ganga að eiga Cindy Hensley að hann kvæntist henni á meðan hann var kvæntur Carol McCain. McCain giftist Cindy 6. mars árið 1980 en lögformlegur skilnað- ur við Carol gekk ekki í gegn fyrr en 2. apríl sama ár. Ástæða skilnaðarins við Carol á að hafa verið að hún þyngdist verulega og minnkaði um 13 sentímetra vegna alvarlegs bílslyss. Hann á að hafa sagt að þetta hafi ekki verið sú Carol sem hann kvæntist en á þeim tíma sem hún lenti í bílslysinu var hann í fangabúðum í Víetnam. - vsp McCain sakaður um tvíkvæni: Lá of mikið á að giftast Cindy ATVINNUMÁL Fangelsismálastofnun leitar leiða til að fjölga atvinnutækifærum fanga í afplánun í fangelsinu á Akureyri og Kvíabryggju. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir að sótt sé eftir því að finna föngum verkefni sem unnin eru inni í fangelsunum en jafnframt komi til greina að fangar vinni undir eftirliti fangavarða utan fangelsa. Páll segir stækkun og endurbætur á húsnæði fangelsanna hafa aukið atvinnutækifæri fanga. „Slíka möguleika er mikilvægt að nýta enda markviss vinna mikilvægur hluti betrunar og getur dregið úr líkum á að fólk leiðist aftur út í afbrot að lokinni afplánun,“ segir hann. Páll segir erindi vegna þessara hugmynda starfsmanna Fangelsismálastofnunar hafa verið send bæjarfulltrúum á Akureyri og Grundarfirði. Á Akureyri hefur verið vel tekið í hugmyndir um að möguleikar á samstarfi við fangelsið þar í bæ verði kannaðir. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, bæjarstjóri á Grundarfirði, segir erindið ekki hafa verið tekið efn- islega fyrir en farið verði yfir erindið á mánudag og kannað hvort möguleiki sé á því að fangar geti unnið verkefni á vegum sveitarfélagsins. - kdk Fangelsismálayfirvöld leita verkefna fyrir fanga á Akureyri og Grundarfirði: Vilja fjölga atvinnutækifærum fanga BÆTT AÐSTAÐA TIL ATVINNU Í fangelsunum á Akureyri og Kvía- bryggju hafa endurbætur skapað aukin tækifæri til atvinnu- þátttöku fanga en markviss vinna er mikilvæg fyrir betrun fanga. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.