Fréttablaðið - 13.07.2008, Side 12

Fréttablaðið - 13.07.2008, Side 12
12 13. júlí 2008 SUNNUDAGUR PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON, HÖFUNDUR LEIÐSÖGUBÓKARINNAR 101 ÍSLAND Söfnin sem eru í uppáhaldi Á Húsavík er hægt að skoða typpi í formalíni, Siglfirðingar halda öllu sem tengist síldarævintýrinu til haga og á Árbæjarsafni má svolgra í sig besta kakóið í bænum. Íslenski safnadagurinn er haldinn hátíðlegur í dag. Í tilefni af því ræddi Þórgunnur Oddsdótt- ir við nokkra fróðleiksfúsa Íslendinga sem gjarnan láta sjá sig á söfnum og fékk að vita hver eru þeirra uppáhaldssöfn. HLYNUR HALLSSON MYNDLISTARMAÐUR „Það er úr vöndu að ráða enda mörg söfn sem mér detta í hug. Til dæmis hið íslenska reðasafn og Hvalasafnið á Húsa- vík. En uppáhaldssafnið mitt, alla vega það sem mér finnst frábærast akkúrat núna er Safnasafnið á Svalbarðseyri við Eyjafjörð. Safnstjórarnir Níels og Magnhildur eru yndisleg og það er frá- bært að sjá hvernig þeim hefur tekist að blanda saman samtímamyndlist og alþýðumenningu. Safnið er líka ótrúlega vel heppnað. Þar er vel tekið á móti manni, stemningin er heimilisleg og umhverfið dásamlegt.“ „Helst af öllu myndi ég vilja segja að hið stórglæsilega Náttúru- sögusafn Íslands væri mitt uppáhaldssafn, en þar sem það er bara örlítið flóttasafn þá get ég það ekki. Ég verð að nefna Þjóðminjasafnið sem ég beið svo lengi eftir að opnaði á ný. Þar voru merkisgripir eins og höggstokkur Agnesar, ofnar körfur Fjalla- Eyvindar og Nóbelskjóll Auðar Laxness. En svo eru það öll dýrmætu bókasöfnin og sumarið er líka tíminn fyrir þau. Já og Landnámssetrið í Borgarnesi – lifandi safn sem kastar þúsund ára gömlum sögum af alefli inn í framtíðina. Og svo mitt eigið steina- safn sem veitir mér ómælda ánægju alla daga.“ KRISTÍN HELGA GUNNARSDÓTTIR RITHÖFUNDUR 2 „Mér finnst svo mikilvægt að söfn og sýningar séu lifandi, eitt besta dæmið um það er Draugasetrið á Stokkseyri. Það er í uppáhaldi hjá mér enda alltaf jafn gaman að koma þangað. Þar ræður ímyndunaraflið ferðinni og það er stílað inn á skemmtilegheitin un leið og sýningin er fræðandi. Ég hef til dæmis komið þarna með unglinga sem hafa nú ekki alltaf gaman af söfnum en þeim fannst þetta frábært. Þarna eru notuð hljóð og leikræn tilþrif svo sýningin er mjög lifandi, þarna má líka nálgast mikinn fróðleik um drauga og þjóðtrú á Íslandi.“ KRISTÍN EINARSDÓTTIR ÞJÓÐFRÆÐINGUR 3 „Ég get ekki gert upp á milli Árbæjarsafns og Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Ég fer á listasafnið til að drekka í mig nýjustu stefnur og strauma og á Árbæjarsafn til að furða mig á tím- ans þunga nið og drekka besta kakóið í bænum. Listasafnið er í mikilli sókn og þar er gríðarlegur kraftur, síðan hefur mér alltaf fundist Árbæjarsafn- ið vera perla sem allt of fáir nýta sér. Það er til dæmis frábært að fara þangað með börn. Þetta er þátttökusafn þar sem má snerta og upplifa og svæðið er lokað svo ungviðið getur hlaupið frjálst um eins og kálfar að vori.“ ODDNÝ STURLUDÓTTIR BORGARFULLTRÚI „Skemmtilegasta safn sem ég hef skoðað er Melódíur minninganna á Bíldudal, dægurlagatengt safn Jóns Kr. Ólafssonar. Það sem er svo skemmtilegt við safnið er að safnið er Jón. Það er markað af hans viðhorfum, hans þátttöku í tónlistinni og hans heimssýn. Þannig verður safnið eins og framlenging af honum sjálfur og fyrir vikið mannlegt í stað þess að verða allt of fræðilegt. Bæði skemmtilegt og skrítið eins og Jón er sjálfur.“ 1 2 3 4 5 5 „Mitt eftirlætis- safn á Íslandi er Síldarminjasafn- ið á Siglufirði, það sameinar svo marga kosti í sýningargerð og býður upp á svo fjölbreytta skynj- un. Spilar á tilfinningar, kitlar ólíkar taugar og veitir gestum margs konar ánægju og fróðleik. Þarna er hefðbundin fræðslusýning með heilmiklum fróðleik um síldarárin, svo gengur maður á annarri hæð- inni inn í vistarverur síldarstúlkn- anna og það er eins og þær séu nýfarnar út á plan. Nýja bátahúsið er líka einkar vel heppnað og það er eins og að ganga um höfnina að skoða bátana og skipin þar.“ „Eftirlætissafnið mitt er Tækni- minjasafn Austurlands á Seyðisfirði. Á Seyðisfirði má finna ótrúlega mikið af minjum sem tengjast tæknivæðingu Íslands í upphafi tuttugustu aldar. Helsta skraut- fjöðrin er gamla vélsmiðjan sem er einstakur gullmoli. Og svo er Pétur forstöðumaður bara svo skemmti- legur náungi.“ „Þórbergssetur á Hala í Suðursveit er ekki aðeins um Þórberg Þórðarson heldur upplifunarheimur verka hans. Og í samspili við þennan heim Þórbergs er heimur Suðursveitarinnar sem teygir sig yfir allar aldir Íslandssögunnar og út úr henni reyndar líka til móts við munkana írsku sem eiga að hafa numið land ein- mitt hér. Og síðast en ekki síst státar safnið af kaffihúsi og veitingastað þar sem ferðalangur sem hefur ekki áhuga á neinu af þessu finnur örugglega sitthvað við sitt hæfi. Býður nokkur betur?“ „Galdra- sýningin á Hólmavík á Ströndum er í miklu uppáhaldi hjá mér. Það er ekki síst vegna þess að á þeirri sýningu er haldið til haga hluta af sögu þjóðarinnar sem er myrkur og okkur ekki til sóma en samt sem áður þáttur af sögunni sem við verðum að horfast í augu við. Það er alltaf gaman að koma á sýninguna og gaman að sjá hversu vel hefur tekist að vinna skemmti- lega sýningu úr litlum efnivið því fáir munir hafa varðveist.“ STEFÁN PÁLSSON SAGNFRÆÐINGUREGGERT ÞÓR BERNHARÐSSON SAGNFRÆÐINGUR ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR ÞJÓÐFRÆÐINGUR PÉTUR GUNNARSSON RITHÖFUNDUR 1 4 6 7 98 6 7 8 9

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.