Fréttablaðið - 14.07.2008, Qupperneq 10
10 14. júlí 2008 MÁNUDAGUR
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/O
R
K
4
23
61
0
5/
08
• Árið 2009 verða liðin hundrað ár frá stofnun Vatnsveitunnar. www.or.is
Sögur og
sagnir
í Elliðaárdal
Gengið neðan Árbæjarstíflu. Þriðjudags-
kvöldið 15. júlí verður farin göngu- og
fræðsluferð í Elliðaárdal undir leiðsögn
Stefáns Pálssonar
sagnfræðings. Dalurinn
á sér merka sögu allt
frá komu Ketilbjarnar
gamla, landnámsmanns, þangað. Gengið verður um og sagðar
sögur. Gangan hefst kl. 19.30 við Minjasafnið í Elliðaárdal.
Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.
RV
U
n
iq
u
e
0
60
80
1
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665
sala@rv.is • www.rv.is
Glerfínar gluggafilmur
- aukið öryggi á vinnustað
3M gluggafilmur fyrir skóla, sjúkrahús, skrifstofur,
verslanir og aðra vinnustaðiFagmenn frá RV sjá um uppsetningu
FLÓTTAMENN Enginn þeirra 55 þing-
manna sem Fréttablaðið spurði
hvort dómsmálaráðherra ætti að
„beita sér til að fá Paul Ramses
aftur frá Ítalíu, að því gefnu að saga
Pauls sé sönn“ svaraði því neitandi.
Hins vegar vildu flestir, 30, ekki
taka afstöðu og svara.
„Dómsmálaráðherra hefur iðu-
lega snúið við ákvörðunum Útlend-
ingastofnunar,“ segir Haukur Guð-
mundsson, starfandi forstjóri
Útlendingastofnunar. Slík ákvörðun
væri því ekki ýkja óvenjuleg.
25 þingmenn, bæði úr stjórn og
stjórnarandstöðu, svöruðu játandi,
en 8 náðist ekki í, þrátt fyrir fjölda
tilrauna, skilaboð og tölvupósta.
10 stjórnarþingmenn svöruðu ját-
andi, 8 úr Samfylkingu og 2 úr Sjálf-
stæðisflokki. Einn sjálfstæðismað-
ur til viðbótar sagði reyndar já, en
vildi ekki koma fram undir nafni.
Hann telst ekki vilja svara.
20 sjálfstæðismenn svöruðu ekki
og ekki náðist í 3 þeirra. Úr Sam-
fylkingu vildu 6 ekki svara og ekki
náðist í 4 þeirra.
Úr stjórnarandstöðu sögðu 15
já, en 4 svöruðu ekki. Úr 7 manna
þingflokki Framsóknar voru 5
sem sögðu já, en 2 vildu ekki
svara. Af 4 þingmönnum Frjáls-
lynda flokksins sögðu 2 já, en tveir
svöruðu ekki.
Af 9 þingmönnum Vinstri grænna
náðist í 8 og voru þeir allir á því að
dómsmálaráðherra skyldi beita sér.
klemens@frettabladid.is
Þingmenn um Paul
Enginn 55 þingmanna svaraði neitandi spurningu Fréttablaðsins um hvort
dómsmálaráðherra ætti að beita sér til að fá Paul Ramses aftur frá Ítalíu.
30 skoruðust undan svari, en 25 svöruðu játandi. Ekki náðist í 8 þingmenn.
ARNBJÖRG
SVEINSDÓTTIR, D
ÁRMANN KR.
ÓLAFSSON, D
ÁRNI PÁLL
ÁRNASON, S
ÁRNI JOHNSEN,
D
ÁRNI M.
MATHIESEN, D
ÁSTA MÖLLER, D BIRGIR
ÁRMANNSSON, D
BJÖRK GUÐJÓNS-
DÓTTIR, D
BJÖRN BJARNA-
SON, D
EINAR K. GUÐ-
FINSSON, D
GUÐFINNA S.
BJARNADÓTTIR, D
GUÐJÓN A.
KRISTJÁNSSON, F
GUÐLAUGUR ÞÓR
ÞÓRÐARSON, D
GUÐNI ÁGÚSTS-
SON, B
ILLUGI GUNN-
ARSSON, D
INGIBJÖRG SÓLRÚN
GÍSLADÓTTIR, S
JÓN GUNNARS-
SON, D
KARL V.
MATTHÍASSON, S
KJARTAN
ÓLAFSSON, D
KRISTINN H.
GUNNARSSON, F
Þessir vildu ekki taka afstöðu og svara spurningunni.
Útskýrðu þeir það með ýmsum hætti. Margir telja
ósanngjarnt að svara já eða nei spurningu og geta svo
ekki skýrt afstöðu sína betur. Einn reiddist og sagði ekki
hlutverk fjölmiðils að hlera skoðanir þingmanna með
þessum hætti. Annar sagði já en vildi ekki vera nafn-
greindur. Þriðji vildi að farið yrði eftir barnalögum, en vildi
ekki svara. Nokkrir lýstu yfir trausti sínu á Birni Bjarnasyni
dómsmálaráðherra. Hann fyndi eflaust farsæla lausn.
Björn sjálfur tekur fram að þingmenn setji fram-
kvæmdavaldinu ekki ramma með skoðanakönnun.
VILJA EKKI SVARA
„Ætti dómsmálaráðherra að
beita sér til að fá Paul Ramses
aftur frá Ítalíu, að því gefnu að
saga Pauls sé sönn?“ Eftirtaldir
sögðu já:
BJÖRN BEITI SÉR
STEINGRÍMUR J.
SIGFÚSSON, V
STEINUNN VALDÍS
ÓSKARSDÓTTIR, S
VALGERÐUR
SVERRISDÓTTIR, B
ÞURÍÐUR
BACKMAN, V
ÖGMUNDUR
JÓNASSON, V
ATLI GÍSLASON, V ÁGÚST ÓLAFUR
ÁGÚSTSSON, S
ÁLFHEIÐUR
INGADÓTTIR, V
ÁSTA R. JÓHANN-
ESDÓTTIR, S
BIRKIR J.
JÓNSSON, B
BJARNI
HARÐARSON, B
EINAR MÁR
SIGURÐARSON, S
ELLERT B.
SCHRAM, S
GRÉTAR MAR
JÓNSSON, F
GUÐBJARTUR
HANNESSON, S
GUNNAR
SVAVARSSON, S
HERDÍS ÞÓRÐAR-
DÓTTIR, D
HÖSKULDUR
ÞÓRHALLSSON, B
JÓN
BJARNASON, V
JÓN
MAGNÚSSON, F
KATRÍN JAKOBS-
DÓTTIR, V
KATRÍN
JÚLÍUSDÓTTIR, S
KOLBRÚN HALL-
DÓRSDÓTTIR, V
MAGNÚS
STEFÁNSSON, B
RAGNHEIÐUR RÍK-
HARÐSDÓTTIR, S
ELDING Í KÍNA Þessari miklu eldingu
laust niður í Ningbo Zheijang-héraði í
austanverðu Kína, þar sem vatnsflóð
og aurskriður hafa plagað íbúa í kjölfar
tveggja daga úrhellis. NORDICPHOTOS/AFP
BÓKMENNTIR Stjórn Rithöfunda-
sambands Íslands telur ekki leika
vafa á að stjórn Bókmenntasjóðs
hafi starfað innan ramma laga, við
úthlutun úr sjóðnum í maí.
Stjórnin vill því ekki verða við
beiðni 29 höfunda um að álykta
sérstaklega um störf hins unga
Bókmenntasjóðs.
Höfundarnir höfðu meðal ann-
ars farið fram á afstöðu stjórnar-
innar til þess að engin ný íslensk
skáldverk hefðu fengið styrki í
fyrstu úthlutun sjóðsins.
Telja þeir sjóðinn hafa „gengið í
berhögg við eigin úthlutunarlög“
með þessu.
Stjórn Rithöfundasambandsins
telur að óæskilegt sé að fella dóma
um einstakar úthlutanir eða
umsóknir. Að auki sé lítil reynsla
komin af sjóðnum.
„Látum að minnsta kosti þau
þrjú ár líða sem núverandi stjórn
situr áður en við kveðum upp dóma
um störf hennar,“ segir í svari
stjórnarinnar. Minnir stjórn sam-
bandsins á að í stjórn Bókmennta-
sjóðs sitji tveir fulltrúar þess.
„Stjórn RSÍ ber fullt og óskorað
traust til þessara fulltrúa sinna,“
segir stjórnin. - kóþ
Stjórn Rithöfundasambands hafnar beiðni um að álykta um Bókmenntasjóð:
Sjóðurinn hafinn yfir vafa
MATTHÍAS JOHANNESEN Fyrrum ritstjóri
Morgunblaðsins er meðal þeirra 29
sem skrifuðu undir bréfið til stjórnar
Rithöfundasambandsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
BANDARÍKIN, AP Íbúar í nágrenni
eldfjallsins í Anchorage í Alaska
þurftu að flýja ösku og steina sem
rigndi yfir allt svæðið þegar
eldgos hófst í nærliggjandi
eldfjalli.
Í sprengingunni flaug grjót í
mikla hæð og öskuskýið náði allt að
fimmtán þúsund metra hæð. Tíu
manns flúðu staðinn, þar á meðal
þrjú börn. Þau létu vita af sér með
gervihnattasíma eftir að steinum
og ösku rigndi yfir þau. Eldfjallið
gaus síðast árið 1997 og þá rann
mikið hraun frá eldfjallinu en það
hefur ekki gerst að þessu sinni.
Síðustu mánuði hefur eldfjallið
sýnt merki um virkni. - mmr
Eldgos í Alaska:
Íbúar flýja ösku
og steina