Fréttablaðið - 14.07.2008, Side 18

Fréttablaðið - 14.07.2008, Side 18
[ ]Barnahúsgögn eru skemmtileg til að gera barnaherbergið fallegra. Hægt er að kaupa á mörgum stöðum lítil húsgögn sem börnunum finnst gaman og þægilegt að nota. Hægt er að breyta stofunni hjá sér með lítilli fyrirhöfn en Sófalist er með mikið úrval af áklæðum á flestar tegundir sófa og stóla. Fyrirtækið Sófalist sérhæfir sig í áklæðum fyrir sófa og stóla sem auðvelt er að smella á, taka af og setja í þvott. „Við erum með mikið úrval af spænskum áklæðum í þremur gerðum. Við erum með teygjanleg og bundin áklæði og svo lausar ábreiður, það fer allt eftir því hvernig sófinn er, hvað hentar best,“ útskýrir Vigdís Har- aldsdóttir eigandi Sófalistar. Bundnu áklæðin eru bundin við arma og bak sófans og henta best sófum með föstum sessum. Teygj- anlegu áklæðin eru hönnuð fyrir sófa með lausum sessum, en á þeim áklæðum er stroff sem fer undir sessurnar og heldur áklæð- inu föstu. Lausu ábreiðurnar eru fyrir sófa með háum örmum eða þá sem eru óhefðbundnir í laginu. Áklæðin koma í þremur stærðum, fyrir þriggja sæta og tveggja sæta sófa og svo stóla. Sófalist er með marga liti í boði í áklæðum sínum, öll í þremur stærðum. Að sögn Vigdísar hafa vinsældir þessara áklæða mikið verið að aukast, en Sófalist hefur verið starfrækt síðan árið 2003. „Mikið er um að fólk fái sér svona til að lífga upp á gömul og þreytt sófa- sett, en svo er þetta líka tekið fyrir dýra og fína sófa til að verja þá fyrir hnjaski, til dæmis þegar barnabörnin koma í heimsókn,“ segir Vigdís. Nýjung hjá fyrirtækinu eru leiguáklæði fyrir veislustóla og skreytingar fyrir veislusali og hefur það verið afar vinsælt fyrir brúð- kaups- veislur. „Við erum líka með áklæði á sól- og eld- hússtóla en einnig erum við með rúm- teppi og gardínur í stíl,“ segir Vigdís. Þeim sem vilja kynna sér áklæð- in betur er bent á heimasíðu Sófalistar www.sofalist.is. klara@frettabladid.is Þrjár stærðir á alla Vigdís segir vinsældir þessara áklæða mikið vera að aukast. FRETTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Bundnu áklæðin henta best sófum þar sem sessurn- ar eru fastar. Teygjanlegu áklæðin henta best á sófa og stóla með laus- um sessum. ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir BYLGJAN BER AF Samkvæmt könnun Capacent í aldurshópnum 18-54 ára á tímabilinu 1. janúar til 29. júní 2008. Hlutdeild - hlustun í mínútum á dag.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.