Fréttablaðið - 14.07.2008, Page 19

Fréttablaðið - 14.07.2008, Page 19
MÁNUDAGUR 14. júlí 2008 3 Páll Einarsson, vöruhönnuður og þúsundþjalasmiður, er handlag- inn á heimilinu. „Ég er alltaf eitthvað að dúlla mér,“ segir Páll þegar hann er inntur eftir því hvað hann hafi verið að fást við heimavið undanfarið. Hann segir þó að verðið á byggingarefni í dag setji mark sitt á framkvæmda- semina svo leita verði á önnur mið. Hann gæddi því gamlan heimil- isvin nýju lífi og endurnýtti myndbandstækið sitt. „Það liggur við að það sé dýrara að mála vegg en að rífa hann hrein- lega niður og smíða nýjann,“ segir Páll, „en myndbandstækið á heim- ilinu var orðið afar slappt, átti það til að skemma spólur og svo var það líka mjög sjaldan notað. Ég ákvað að því að það fengi nýtt hlutverk og nú er það til skrauts! Ég bjó til litla kalla og pöddur úr tækinu sem eru hérna uppi á hillu.“ Myndbandstækið hafði verið hluti af heimilinu í tólf ár svo Páli þótti vænt um það enda var tækið dýrt á sínum tíma. „Ég er reyndar ekki alveg búinn að finna þessum litlu fígúrum hlut- verk,“ segir hann hlæjandi en bætir við að þetta hafi verið betra en að henda tækinu. „Það hefði verið synd. Tækið er flók- ið og með fallegan mekanisma. DVD-spilarinn sem leysir það af er ekkert merkilegur.“ - rat Kallar og pöddur Páll Einarsson gæddi gamlan heimilisvin nýju lífi og bjó til litla kalla og pöddur úr myndbandstækinu sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Litlir kallar og dýr prýða nú heimilið. Hagkvæmt skraut BROSANDI SKÁL. Þessi brosandi skál frá Eva Solo lífgar upp á umhverfið og er einnig sniðug þegar borið er fram nasl af ýmsum toga. Hún hentar þó sér- staklega vel fyrir hnetur með skurn þar sem hægt er að setja skurnina ofan í lautina eftir að góðgætið hefur verið fangað úr henni. Einnig er sniðugt að setja nammibréf í lautina ef skálin er fyllt af sæl- gætismolum í bréfi. Skálin er í senn falleg og hagnýt og er hún úr munnblásnu gleri og mörgum lögum af gleri. Liturinn er fallega límónugrænn og er hún 21 cm í þvermál. Hönnuðir skálarinnar eru Henrik Holbaek og Claus Jensen hjá Tools Design en framleiðandi er Eva Solo. Hægt er að panta skálina á vef Finnish Design Shop, http://www.finnishdesignshop. com. - hs A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.