Fréttablaðið - 14.07.2008, Side 30

Fréttablaðið - 14.07.2008, Side 30
 14. JÚLÍ 2008 MÁNUDAGUR10 ● fréttablaðið ● híbýli - svefnherbergi ● SÉRFRÆÐINGAR Í MYNSTRUM Auðvelt er að breyta svip svefnherbergisins eða stofunnar með því að skipta um púða. Marimekko hefur getið sér gott orð fyrir grafíska hönnun og má þar finna margvísleg mynstur á efnisströngum, púðum, fatn- aði og fleiru. Púðarnir frá Marimekko eru margir hverjir skemmtilegir og er þetta púðaver með mynd af panda- birni með hatt mjög skemmti- legt. Púðinn hentar hvort sem er í barnaherbergi eða hjóna- herbergi og getur allt eins prýtt stofusófann. Fer það bara eftir smekk hvers og eins. Á púðanum er falinn rennilás og er hann 50x50 sentimetr- ar. Púðann má þvo í þvotta- vél og getur það komið sér vel. Hönnuður púðans heitir Jenni Tuominen. Púðinn fæst í ýmsum vefverslunum en ann- ars er líka hægt að líta við í Marimekko-búðinni á Lauga- veginum. Sjónvarpstæki eru oft ástæða harðvítugra deilna í hjóna- herberginu. Á meðan einum þykir ekkert skemmtilegra og sjálfsagðara, jafnvel fegurra, en að hafa eitthvert fer- líki á besta stað í svefnherberginu, getur öðrum þótt það hreinasti óþarfi. Hins vegar gæti ákveðin málamiðl- un fólgist í því að stinga sjónvarpstækinu hreinlega inn í skáp, hafa hurðina opna á meðan það er í notkun en loka svo þegar enginn horfir á. Hægt er að afgreiða DVD-spil- ara og myndbandstæki með sama hætti, en stinga mynd- diskum og -böndum pent ofan í skúffu, ásamt fjarstýring- um, eða í skókassa og setja neðst í skápinn. Hamingja í hjónaherberginu Hægt er að setja sjónvarpið inn í skáp, hafa kveikt á því þar og loka svo skápnum á meðan tækið er ekki í notkun. ● BLÓMSTRANDI LOFTLJÓS Norm 06 ljósið er hannað af Simon Karkov og er það ósamsett. Það er því ágætis þraut fyrir eigandann að setja saman ljósið eins og eigendur IQ ljósa þekkja. Auð- velt er að setja ljósið saman og ekki er þörf á neinum verkfær- um eða lími. Ljósið er líkt og skúlptúr þar sem form þess er myndrænt og fallegt. Karkov segir að hönnunin tengist náttúrunni en við hana hafði hann í huga liljur og vatna- liljur. Ljósið er í samræmi við hefðbundna danska ljósa- hönnun þar sem peran er falin og lýsingin mjúk. Framleiðandi ljóssins er Normann Copen- hagen og má finna það víða í netverslunum með því að slá inn heiti framleiðanda eða ljóss á leitarsíðum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.