Fréttablaðið - 14.07.2008, Page 43
MÁNUDAGUR 14. júlí 2008 19
Sýningin Táknmyndir úr til-
verunni stendur nú yfir í
Aðalsafni Borgarbókasafns
Reykjavíkur, Tryggvagötu
15. Á sýningunni má sjá verk
eftir myndlistarmanninn
Stefán-Þór, en í verkunum
tekst hann á við táknmyndir
hinna ýmsu trúarbragða
heimsins. Bjarki Bjarnason
ritar texta í sýningarskrá
sýningarinnar, en í honum
segir meðal annars: „Lífs-
ganga okkar er vörðuð tákn-
um því vart er hægt að kom-
ast í gegnum hið daglega líf
án þess að skilja tákn, túlka þau og nota. Umferðarljós eru tákn og
tölur og bókstafir hafa táknrænt gildi, svo dæmi séu tekin. En utan
hins hversdagslega hrings eru táknmyndir sem eru hlaðnar dýpri
merkingu og hafa trúarlega og heimspekilega skírskotun. Og þegar
grannt er skoðað eru slík tákn ekki síður mikilvæg á vegferð lífsins
en götuvitar og verðmiðar því þau hafa leynt og ljóst áhrif á hugsun
okkar og lífsstefnu.“
Stefán-Þór sýnir á bókasafninu hvorki meira né minna en 65 verk
sem öll tengjast trúarbrögðum og lífsspeki á einhvern hátt. Sýningin
stendur fram til 20. júlí. - vþ
menning@frettabladid.is
Kl. 13
Vasaleikhúsið fer í loftið á Rás 1 kl.
13 í dag. Endurflutt verða, á hverjum
virkum degi næstu þrjár vikurnar,
átján örleikrit eftir Þorvald Þor-
steinsson, rithöfund, myndlistar-
mann og leikskáld, og að auki verður
spjallað við Þorvald um tilurð
Vasaleikhússins og kafað í ýmislegt
það sem gerðist á bak við tjöldin í
þessu frumlega útvarpsefni.
Ítalski píanóleikarinn Sebastiano Brusco er
virtur og margverðlaunaður á sínu sviði. Hann
er nú á tónleikaferð um Evrópu og Ameríku
og leikur á þrennum tónleikum á Íslandi á
næstunni. Fyrstu tónleikarnir og þeir einu í
Reykjavík verða í Listasafni Sigurjóns annað
kvöld kl. 20.30.
Sebastiano Brusco kemur reglulega fram
á tónleikum víða um heim og hefur leikið
einleik með hljómsveitum á borð við sinfóníu-
hljómsveitir Mílanó og Transylvaníu og I Solisti
Veneti. Tvívegis áður hefur hann leikið hér
á landi, og í þetta sinn hefur hann í fartesk-
inu spennandi efnisskrá sem hann nefnir
Chopin og Shubert: Samanburður á tveimur
rómantíkerum.
Brusco er listrænn stjórnandi tónleikaraðar-
innar Musica a Piazza Navona í Róm og hefur
boðið fjölmörgum íslenskum tónlistarmönnum
að leika á hátíðinni undanfarin ár. Hann vinnur
einnig náið með rússneska fiðluleikaranum
Vadim Brodsky. Brusco hefur sérhæft sig
nokkuð í að leika tónlist tuttugustu aldarinnar
og hefur frumflutt verk eftir tónskáldin Tosatti,
M. Gould, Milhaud og fleiri. Ljóst er að hér er
á ferð píanóleikari í fremstu röð sem tónlistar-
áhugafólk ætti ekki að láta fram hjá sér fara.
Í ár eru liðin 20 ár frá því að Listasafn Sigurjóns
Ólafssonar opnaði fyrir almenning og í haust
verða 100 ár liðin frá fæðingu listamannsins
sjálfs. Vikulegir sumartónleikar hafa verið hluti
af starfi safnsins frá upphafi og fara tónleik-
arnir fram í aðalsal safnsins, sem er fyrrverandi
vinnustofa myndhöggvarans. Tónleikarnir hafa
frá upphafi notið mikilla vinsælda, enda ljúf
upplifun að njóta fallegrar tónlistar í skemmti-
legu umhverfi safnsins. Eftir tónleika geta
gestir notið veitinga í kaffistofu safnsins fyrir
opnu hafinu og síðbúnu sólarlagi. Miðasala á
tónleikana fer fram við innganginn, einnig er
hægt að panta miða í safninu í síma 553 2906.
Aðgangseyrir kr. 1.500. - vþ
Brusco flytur Chopin og Shubert
Skömmu fyrir helgi var opnuð sumar-
sýning Listasafns Íslands. Að þessu sinni
býður safnið gestum sínum upp á sýningu
á verkum í eigu safnsins, en sýningar-
gripirnir eiga það allir sameiginlegt
að snerta á einhvern hátt á klassískum
fagurfræðilegum gildum.
Halldór Björn Runólfsson er safnstjóri Listasafns
Íslands og jafnframt sýningarstjóri sýningarinnar.
Hann segir sýninguna að mestu byggða upp í
kringum verk eftir listamanninn Pablo Picasso;
brjóstmynd af konu listamannsins.
„Ég var búinn að ákveða að mig langaði til þess að
sýna þessa brjóstmynd sem Picasso gerði af
eiginkonu sinni, Jacqueline Roque Picasso. Jacquel-
ine sjálf gaf Íslendingum þessa brjóstmynd þegar
hún heimsótti landið á níunda áratugnum, en eftir
því sem ég best veit hefur verkið ekki verið sýnt
síðan,“ útskýrir Halldór.
Brjóstmyndin af Jacqueline ber sterk höfundar-
einkenni Picassos en vísar einnig í klassísk gildi
þeirrar listsköpunar sem fór fram í fornöld fyrir
botni Miðjarðarhafs. „Verkið kallast sterklega á við
forn-krítverska list. Picasso var sannkallaður
Miðjarðarhafsmaður og var í öllu starfi sínu
ákaflega innblásinn af fornmenningu svæðisins.
Hann fór þó að sjálfsögðu sínar eigin leiðir í
listsköpun sinni og tókst þannig að koma klassíkinni
fyrir í nútímanum.“
Á sýningunni má enn fremur sjá fjöldann allan af
verkum eftir íslenska listamenn sem á einhvern hátt
búa yfir, eða kallast á við, klassísk gildi í myndlist.
En hver eru þessi gildi? „Ég leitaði að verkum í
safneigninni sem búa yfir fallegri myndbyggingu og
leggja áherslu á litafleti. Að sama skapi reyni ég að
forðast verk þar sem expressíonísk gildi eru við
lýði; það er að segja verk þar sem pensillinn hefur
fengið að leika lausum hala um strigann,“ segir Hall-
dór.
Á sýningunni eru verk eftir marga af fremstu
myndlistarmönnum þjóðarinnar, þeirra á meðal
Jóhannes Kjarval, Gunnlaug Scheving, Júlíönu
Sveinsdóttur og Snorra Arinbjarnarson. Halldór
segir mörg verkanna á sýningunni þó fremur
sjaldséð. „Þessi sýning er einmitt skemmtileg fyrir
þær sakir að hún sýnir skýrt hve mikilli breidd þess-
ir listamenn bjuggu og búa yfir. Það er viss tilhneig-
ing til þess að sýna aftur og aftur þekktustu verk
þekktra listamanna, en ég tel víst að verkin á
þessari sýningu muni koma mörgum listunnendum á
óvart.“
Þessi áhugaverða sumarsýning Listasafns Íslands
stendur fram til loka september. vigdis@frettabladid.is
Fornöldin inn í nútímann
JACQUELINE MEÐ GULAN BORÐA EFTIR PICASSO Þetta verk er
nú til sýnis í Listasafni Íslands.
SEBASTIANO BRUSCO Kemur fram á
tónleikum í Listasafni Sigurjóns annað
kvöld.
Alþjóðlegt þing rithöfunda
og þýðenda – Waltic – The
value of words var haldið
í Stokkhólmi 29. júní til 2.
júlí síðastliðinn. Á þinginu
var samþykkt eftirfarandi
ályktun, sem þátttakendur á
þinginu, alls um 600 manns,
rituðu nafn sitt undir.
Þeirra á meðal voru 9 ís-
lenskir fulltrúar frá Rithöf-
undasambandi Íslands og
Hagþenki, félagi höfunda
fræðirita og kennslugagna.
WALTIC samþykktin
Bókmenntir eru uppspretta þekk-
ingar og búa yfir krafti sem eflt
getur heilu þjóðirnar. WALTIC
leggur áherslu á gildi orðanna með
því að staðhæfa að mannréttindi
séu í miklum mæli tengd viðgangi
læsis sem og sköpun og útbreiðslu
bókmennta af margbreytilegasta
toga.
Læsi, tjáningarfrelsi og réttindi
rithöfunda eru lykillinn að sann-
leiksleit sem aldrei lýkur og stuðla
að þróun samfélaga sem byggð eru
á gildum lýðræðis og mannréttinda
sem og möguleikum einstaklinga til
að tjá þekkingu sína og reynslu.
Mannréttindayfirlýsingin sem
samþykkt var af Sameinuðu þjóð-
unum 10. desember 1948, staðhæfir
að:
19.grein: Hver maður skal frjáls
skoðana sinna og að því að láta þær
í ljós. Felur slíkt frjálsræði í sér
réttindi til þess að leita, taka við og
dreifa vitneskju og hugmyndum
með hverjum hætti sem vera skal
og án tillits til landamæra.
26. grein (1): Hver maður á rétt
til menntunar. Skal hún veitt
ókeypis, að minnsta kosti barna-
fræðsla og undirstöðumenntun.
Börn skulu vera skólaskyld.
27. grein (2): Hver maður skal
njóta lögverndar þeirra hagsmuna,
í andlegum og efnalegum skilningi,
er leiðir af vísindaverki, ritverki
eða listaverki, sem hann er höfund-
ur að, hverju nafni sem nefnist.
Nauðsynlegt er að efla læsi ef
bæta á velferð og lýðræði og standa
vörð um mannréttindi. Rétturinn
til menntunar og aðgangur að fjöl-
breytilegum bókmenntum fyrir
börn eru mikilvæg verkfæri í bar-
áttu gegn ólæsi. WALTIC hvetur öll
lönd heims til að beita sér fyrir og
styðja þjóðlegt og alþjóðlegt átak
til að efla læsi.
Með því að standa vörð um tján-
ingarfrelsi er almenningur jafnt og
ráðamenn betur í stakk búnir til að
skilja þá veröld sem þeir eru stadd-
ir í og taka upplýstar ákvarðanir.
WALTIC krefst þess að rithöfundar
og þýðendur séu í störfum sínum
tryggilega varðir af landslögum og
alþjóðarétti.
Að efla höfundarrétt í stafræn-
um heimi er ný ögrun. Stafræn
tækni gerir höfundum og þýðend-
um kleift að vinna bug á ritskoðun
og finna nýjar leiðir til að koma
verkum sínum á framfæri. Í því
skyni að gera frjálsum og sjálf-
stæðum höfundum fært að ráða
yfir verkum sínum, fer WALTIC
þess á leit að höfundarréttur sé
virtur og efldur jafnt heimafyrir
sem á alþjóðavettvangi.
Við gerum þá kröfu til okkar
sjálfra sem og annarra, þar með
talið félaga, stofnana, fyrirtækja,
yfirvalda og ríkisstjórna, að styðja
í verki:
Eflingu læsis/ Varðstöðu um tján-
ingarfrelsi/ Styrkingu höfundar-
réttar.
Gerum sagnalist heimsins öllum
tiltæka.
Samþykkt rithöf-
unda heimsins
Táknmyndir í bókasafni
VIÐ HÖFNINA Grófarhúsið á Tryggvagötu
hýsir aðalsafn Borgarbókasafnsins og sýningu
Stefáns-Þórs.
Hin mikilsvirtu Booker-bók-
menntaverðlaun, sem veitt eru
árlega fyrir skáldverk á ensku,
eiga fjörutíu ára afmæli í ár. Sem
nokkur hefð er fyrir á slíkum tíma-
mótum hafa aðstandendur verð-
launanna notað tækifærið og litið
um öxl og gert upp ágæti vinnings-
hafanna hingað til.
Skemmst er frá því að segja að
skáldsagan Midnight‘s Children,
eða Miðnæturbörn eins og hún
nefnist í íslenskri þýðingu, eftir
rithöfundinn umdeilda Salman
Rushdie hlaut þann heiður að vera
útnefnd best allra Booker-verð-
launaðra skáldverka. Sérleg dóm-
nefnd valdi sex verðlaunuð skáld-
verk til þess að keppa um
heiðurinn, en almenningur sá svo
um að velja úr þeim hóp og kjósa
sína eftirlætisskáldsögu á heima-
síðu verðlaunanna. Nokkra athygli
vekur að rúmlega helmingur
þeirra sem kusu voru undir 35 ára
aldri og voru því barnungir eða
jafnvel ófæddir þegar Rushdie
hlaut Booker-verðlaunin árið 1981.
Salman Rushdie var staddur í
Bandaríkjunum við kynningar-
störf á nýjustu skáldsögu sinni,
The Enchantress of Florence,
þegar honum bárust fréttirnar af
útnefningunni. Hann var að vonum
kátur.
„Ég er afskaplega ánægður með
heiðurinn og langar til að þakka
öllum þeim lesendum víðs vegar
um heiminn sem greiddu
Miðnætur börnum atkvæði sitt,“
sagði Rushdie þegar honum voru
færðar fréttirnar. „Það er sérstak-
lega gaman að sjá að fólkið sem
kaus bókina er upp til hópa ungt;
það sýnir að Miðnæturbörn á enn
erindi við heiminn.“
Miðnæturbörn segir frá ind-
verskri menningu um miðja síð-
ustu öld og fjallar sérstaklega um
sjálfstæði landsins frá Bretum.
Hún var einungis önnur skáldsaga
Rushdies, en kom honum á kortið
svo um munar. Rushdie er þó lík-
ast til best þekktur um heim allan
fyrir skáldsöguna Söngvar Satans
sem kom fyrst úr árið 1988. Bókin
varð þegar mjög umdeild á meðal
múslima sem margir hverjir töldu
hana guðlast. Rushdie þurfti í
kjölfarið að eyða stórum hluta
tíunda áratugarins í felum þar
sem að hann var réttdræpur í
augum margra öfgasinnaðra
múslima.
Miðnæturbörn hlaut talvert
fleiri atkvæði í keppninni um
bestu Booker-bók allra tíma en
hinar bækurnar fimm sem til-
nefndar voru og voru breskir veð-
bankar flestir á því að hún yrði
fyrir valinu. Því er ólíklegt að
veðglaðir bókmenntaunnendur
hafi grætt fúlgur fjár á sigri
sögunnar. - vþ
Salman Rushdie enn fremst-
ur meðal jafningja
SALMAN RUSHDIE Einn virtasti og vin-
sælasti rithöfundur samtímans.