Fréttablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 10
10 15. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 www.heimsferdir.is STÉTTARFÉLÖG Sautján félög af tuttugu í Bandalagi háskólamanna, BHM, samþykktu kjarasamning sinn um helgina. Enn á eftir að kjósa í tveimur félögum, Félagi háskólakennara og Kennarafélagi KHÍ, sem klára atkvæðagreiðslur á fimmtudaginn. Félag lög- fræðinga hafnaði samningi sínum. „Okkur fannst þetta heldur rýr hlutur,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir, sem sat í kjarasamninganefnd- inni fyrir hönd lögfræðinga. „Með þessum samningi værum við að taka á okkur meiri skerðingu en aðrir í þjóðfélaginu miðað við þá verðbólgu sem er í gangi. Við fengjum einungis fimm prósenta hækkun.“ Lítil ánægja er almennt innan BHM með kjara- samningana að sögn Guðlaugar Kristjánsdóttur, for- manns BHM, en um er að ræða 20.300 króna hækk- un á allar stéttir. „Fólk er ekki að lýsa ánægju með samninginn heldur bara að sætta sig við hann,“ segir Guðlaug. Hún segir fólk gera ráð fyrir því að ríkisstjórnin standi við stóru orðin í stjórnarsáttmála sínum um að menntun sé „forsenda framþróunar í landinu“ þegar gengið verði að samningaborðinu næsta vor. „Laun háskólamanna verða að endurspegla þetta markmið ríkisstjórnarinnar,“ segir Guðlaug. - vsp Sautján félög samþykktu kjarasamning sinn við BHM um helgina: Lögfræðingar höfnuðu samningi Nafn félags Já Nei Stéttarfélag lögfræðinga 46,7% 50% Sálfræðingafélag Íslands 90% 10% Félagsráðgjafafélag Íslands 55,3% 39,5% Dýralæknafélag Íslands 60% 30% Alls greiddu 1.279 meðlimir BHM atkvæði af 3.444 meðlimum. Það eru 37,1%. HELSTU NIÐURSTÖÐUR ATKVÆÐAGREIÐSLU „Fólk er að leita sér að skjóli með því að einblína á Evrópusamband- ið og kennir gjaldmiðlinum um,“ segir Geir H. Haarde forsætisráð- herra um hugmyndir um upptöku evru í stað krónu á Íslandi. Hann segir skrif Björns Bjarna- sonar dómsmálaráðherra ekki ný af nálinni. Þau komu þó mörgum á óvart þegar Björn setti þau fram á heimasíðu sinni á laugardag. „Við höfum talið þetta vera fjarlægan möguleika en hins vegar eitt af því sem Evrópunefndin á að taka til skoðunar,“ segir Geir. „Mér líst ekki illa á neitt sem opnar umræðuna. Ég tel mjög ólíklegt að þetta sé raunhæft en mjög sjálfsagt að skoða þetta.“ Þá segist Geir halda að umræða um upptöku evrunnar minnki á ný þegar efnahagsþrengingum á Íslandi ljúki. „Það á ekki að líta á aðild að Evrópusambandinu sem lausn á skammtímavanda. Þeir sem vilja ganga í Evrópusam- bandið, og ég er ekki í þeim hópi, gera það vegna þess að þeir vilja taka þátt í því pólitíska samstarfi og samruna sem þar er að eiga sér stað.“ Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra fagnar umræð- unni. Honum finnst sjálfsagt að þeir sem koma að peninga- stefnunni skoði þennan kost eins og aðra. „Það höfum við ítrekað gert en fram til þessa höfum við fengið þau skilaboð frá Evrópu- sambandinu að slík aðild að mynt- bandalaginu sé ekki raunhæf,“ segir Björgvin. Hann segir mat manna hafa verið að aðild að myntbandalag- inu væri fyrst raunhæf í kjölfar umsóknar að bandalaginu. „Hins vegar finnst mér sjálfsagt mál að kanna þessa leið sem Björn nefnir með formlegum hætti og leiða það þá endanlega til lykta hvort hún er möguleg.“ „Mín skoðun hefur verið að kostirnir séu tveir, það er núver- andi fyrirkomulag eða aðild að sambandinu með aðild að mynt- bandalaginu í framhaldinu.“ Illugi Gunnarsson, annar for- manna Evrópunefndar ríkis- stjórnarinnar, segir hluta efna- hagsþrenginganna á Íslandi stafa af stjórnun peningamála. „Sú spurning sem við stöndum frammi fyrir er hvort við getum bætt samvinnu peningamálastjórnunar og fjármál hins opinbera þannig að við getum búið við okkar eigin mynt,“ segir Illugi. Annars þurfi að leita annarra leiða. „Þá er Björn Bjarnason að benda á að það er önnur leið til en að ganga í ESB. Ég tel þetta áhuga- verða hugmynd. Íslenskir fræði- menn hafa velt þessum möguleika upp og ég held að mat Björns, að þetta sé vel mögulegt, sé alveg rétt.“ „Aðalatriðið er að við tökumst á við þau efnahagslegu vandamál sem við erum að takast á við núna og reynum ekki að blekkja sjálf okkur með því að það séu einhverj- ar ódýrar og auðveldar lausnir á þeim vanda,“ segir Illugi. Fjarlægur möguleiki Forsætisráðherra segir ekki rétt að kenna krónunni um ástand efnahags- mála. Hann telur óraunhæft að semja við Evrópusambandið um upptöku evru í stað krónu en sjálfsagt að skoða það nánar. FRÁ STJÓRNARRÁÐINU Geir H. Haarde forsætisráðherra telur mjög óraunhæft að Íslendingar nái samningum við Evrópusambandið um upptöku evru án inngöngu í sambandið eins og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra nefndi sem möguleika á heimasíðu sinni um helgina. FRÉTTASKÝRING: Hugmyndir um upptöku evru í stað krónu FRÉTTASKÝRING OLAV VEIGAR DAVÍÐSSON olav@frettabladid.is „Ég held að það sé sjálf- sagt að láta á þetta reyna,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins (SA). Hann telur æskilegt að ná samkomulagi um aðild Íslands að seðlabankasam- starfi Evrópusambandsins. Það sé hins vegar pólitísk ákvörðun Evrópusam- bandsins að hleypa ríki utan sambandsins þar til áhrifa. Evrópski seðlabankinn sé þó mjög mikilvægur bakhjarl fyrir fjármálastofnanir. „Það er mín skoðun að staðan nú sé orðin stór- skaðleg fyrir okkur. Þess vegna þarf eitthvað rót- tækt að gerast.“ Vilhjálmur telur krónuna ekki passa þeim stóra fjármálageira sem þróast hefur á Íslandi undanfarin ár. „Annað hvort þurfum við að draga saman seglin eða komast inn í evruna.“ SAMSTARF SEÐLABANKANNA MIKILVÆGT VILHJÁLMUR EGILSSON „Við höfum verið mjög ósáttir við efnahagsstjórn- ina og viljum skoða alla möguleika,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssam- bands íslenskra útvegs- manna. Hann segir mjög vert að skoða upptöku evru án inngöngu í ESB. „Vegna þess að við teljum það ekki þjóna hagsmun- um Íslands að ganga í Evrópusambandið ef við þurfum að taka upp sameiginlega fiskveiði- stefnu. En þetta gæti verið leiðin.“ Friðrik segir þá hjá LÍÚ ætla að skoða nánar hvaða áhrif upptaka evru hefði á sjávarútveginn. „Við munum kanna þetta sérstaklega hvað varðar sjávarútveginn og sú vinna er að hefjast. Menn mega hins vegar ekki gleyma því að upptaka evru er engin allsherjar lausn en við eigum hiklaust að skoða þetta alvarlega.“ VERT AÐ SKOÐA UPPTÖKU EVRU FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON „Íslendingar hafa valið þann kost, að tengjast ESB eftir tveimur meginleiðum: með EES-samningn- um og Schengen-samkomulaginu. Hvernig væri að láta reyna á það á markvissan hátt, hvort unnt sé að setja þriðju stoðina undir þetta samstarf, það er um evruna? Engin lagarök eru gegn því, að það verði gert. Mun meiri pólitísk sátt yrði um þá leið en aðildarleiðina. Evruleiðin kann auk þess að hafa meiri hljóm- grunn í Brussel en aðildarleiðin.“ Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra á heimasíðu sinni, www. bjorn.is, laugardaginn 12. júlí 2008. ÞRIÐJA STOÐ EVRÓPUSAMSTARFSINS NEW YORK Stjórnvöld í Pakistan hafa farið þess á leit við Samein- uðu þjóðirnar að morðið á Benazir Bhutto verði rannsakað. Bhutto var myrt í lok síðasta árs og mun talið að talíbanar hafi staðið fyrir ódæðinu og leiðtogi þeirra, Baitullah Mehsud, hafi annast skipulagn- ingu. Mehsud er þekktur fyrir að skipuleggja sjálfsmorðsárásir og því hafa grunsemdir um aðild hans vaknað. - mmr Morðið á Benazir Bhutto: Óskað eftir rannsókn SÞ SAMGÖNGUR Hugmynd stjórnar Orkuveitu um að hita upp strætisvagnaskýli, er „enn í vinnslu“ segir varaformaður hennar, Ásta Þorleifsdóttir. „Ég vil til dæmis setja þannig skýli í Ártún. Það væri ákjósan- legt að byrja þar,“ segir hún. Kjartan Magnússon, formaður Orkuveitunnar, lýsti þessari hugmynd í Fréttablaðinu á sínum tíma og stóð þá til að einangra og hita upp vinsælustu skýlin, svo sem fyrir utan menntaskólana. Tillagan var samþykkt einróma á stjórnarfundi í upphafi mars. - kóþ Orkuveita Reykjavíkur: Ætlar enn að hita upp skýlin RÚSSLAND, AP Rússar rýma nú rannsóknarstöðina Norðurpóll-35 sem er á íshellu í Vestur-íshafinu. Íshellan hefur bráðnað fyrr en ætlað var, en áður var ætlað að stöðin yrði rýmd í lok ágúst. Rússar kenna loftslagsbreyting- um um. 21 vísindamaður hefur hafst við í stöðinni frá því í september. Íshellan sem hún hvíldi á var um átta ferkílómetrar þá en er nú tæplega 0,2 ferkílómetrar. Rússar hafa lengi verið virkir í rannsóknum á lífríki og veðurfari norðursins. - gh Rússnesk rannsóknastöð: Fer fyrr vegna bráðnandi íss RÚSSNESKI FÁNINN Á NORÐURPÓLNUM Rússar hafa undanfarið í auknum mæli notað rannsóknir á norðurslóðum í pólitískum tilgangi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Vilja vinnu fyrir fanga Fangelsismálastofnun hefur óskað eftir viðræðum við bæjaryfirvöld á Akureyri um verkefni á vegum sveit- arfélagsins sem fangar í fangelsinu á Akureyri geta unnið. Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna að málinu. AKUREYRI FLÓTTAMENN Heimasíða Frjáls- lynda flokksins birtir enn punkta Jóns Magnús- sonar þingmanns af fundi alls- herjarnefnd- ar Alþingis um Paul Ramses. Gögnin birt- ust þar fyrst 9. júlí og fyrir mistök, að sögn Jóns. Kvaðst þingmaðurinn vera „öskureiður“ en því miður hefði þetta gerst fyrir mistök starfsmanns. Punktarnir birtast undir fyrirsögninni „Segir Paul Ramses ekki eiga ættingja hér“ en ættingjar hans hafa síðan verið í viðtali í fréttum Stöðvar 2. - kóþ Heimasíða Frjálslyndra: Birtir enn gögn Jóns um Ramses JÓN MAGNÚSSON ELDING Miklar rigningar í Austur-Kína undanfarið hafa valdið flóðum og umtalsverðu tjóni. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.