Fréttablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 16
16 15. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 UMRÆÐAN Sigurjón Þórðarson skrifar um Fréttablaðið Frjálslyndi flokkurinn hefur verið í fararbroddi þeirrar baráttu að koma á skynsamlegri og réttlátri stjórn fiskveiða. Málefnið á sér víðtækan hljómgrunn meðal þjóðarinnar þrátt fyrir að hagsmunasam- tök hafi nýtt afl sitt og ómælt fé til að fá þjóðina til að sætta sig við óréttlætið. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi sjávarútvegs- ráðherra og núverandi ritstjóri Fréttablaðsins, á mikla sök á vondu kvótakerfi í sjávarútvegi. Það hefur ekki farið á milli mála að Þorsteini er mjög í nöp við Frjálslynda flokkinn og hefur óskað þess í leiðurum að flokkurinn kafnaði. Væntanlega hefur það verið vegna afstöðu flokksins í kvóta- málum. Undir stjórn Þorsteins Pálssonar, ritstjóra Fréttablaðsins, hefur verið mikil tilhneiging til að draga úr gagnrýninni umfjöllun um vafasama stjórn fiskveiða, t.d. með vali á viðmælendum og drætti á birtingu aðsendra greina. Einnig hefur það verið stefna Fréttablaðsins að réttlæta áframhaldandi mannréttindabrot stjórnvalda gagnvart sjómönnum. Það er greinilegt að þeir sem beita sér fyrir breytingum á núverandi óstjórn fiskveiða og vilja að stjórnvöld hætti að brjóta mannréttindi á íslenskum þegnum eru ekki í liði Frétta- blaðsins og mega búast við því að hvað eftir annað sé snúið út úr málflutningi og þeim jafnvel gerðar upp skoðanir. Það á sérstaklega við um nauðsynlega en viðkvæma umræðu um málefni útlendinga þar sem hvað eftir annað er málflutningur tekinn úr samhengi og gerður tortryggi- legur. Dæmi um þetta er að ég skrifaði pistil á vefinn www.sigurjon.is um að mér þætti sæta tíðindum að Evrópusinnarnir í Samfylkingunni treystu alls ekki einu af algóðum stofnríkjum Evrópusambandsins fyrir máli flóttamanns sem var að mati Samfylkingar- innar borðliggjandi. Í framhaldi af þessum pistli spannst umræða þar sem ég nefndi að mér þætti mjög miður að barátta fyrir landvist flóttamanns- ins væri á stundum rekin með mjög rætnum hætti þar sem spjótum væri beint persónulega að starfsmönnum Útlendingastofnunar og dómsmála- ráðherra. Umrædd skrif mín urðu síðan til þess að ritstjórn blaðsins dró þá furðulegu ályktun að ég varaði við fréttaflutningi af máli pólitíska flótta- mannsins frá Kenía. Það er rétt að lesendur hafi framangreindar staðreyndir í huga við lestur á því sem stendur í Fréttablaðinu – og ekki síður því sem ekki er fjallað um í blaðinu. Höfundur er líffræðingur. Fréttablaðið í pólitík Fyrir rúmri viku var Keníu-maður að nafni Paul Ramses Odour rekinn frá Íslandi en hingað hafði hann leitað til að biðja um pólitískt hæli. Mál hans fékk aldrei efnislega meðferð heldur var hann fluttur til Ítalíu á grundvelli svonefnds Dyflinnarsamnings. Samkvæmt þessum samningi ber íslenskum stjórnvöldum ekki að fjalla um mál flóttamanna sem hafa haft viðkomu í öðru Evrópu- landi á leið sinni hingað. En Paul leitaði hingað vegna þess að hann þekkti Íslendinga og hefur áður unnið hér á landi. Tengsl hans við Ísland eru nú orðin enn meiri þar sem sonur hans fæddist hér á landi. En þetta skiptir auðvitað einungis máli ef mál hans hefði verið tekið til efnislegrar með- ferðar og það vilja íslensk stjórnvöld ekki gera. Íslendingar hafa aldrei lagt mikið af mörkum til að lina þrautir þess fólks sem flýr land vegna pólitískra ofsókna heima fyrir. Hlutskipti þess hefur blandast inn í baráttu stjórnvalda gegn óæski- legum útlendingum sem þau sjá í hverju horni. Á hverju ári berast fréttir af hetjuskap Útlendinga- stofnunar við varnir Íslands gagnvart útlendingum sem ekki mega koma hingað – hvort sem það eru vélhjólagengi, Romafólk eða liðsmenn Falun Gong. En Ísland er ekki einangraðasta land í heimi. Hér eru stjórnvöld að fylgja fyrirmyndum sem við þekkjum frá Evrópu. Má jafnvel halda því fram að brottrekstur útlendinga úr landi sé kjarni þess Evrópusamstarfs sem Íslendingar hafa tekið þátt í fram að þessu. Frelsin fjögur Hér á Íslandi er oft látið að því liggja að markmið Evrópusam- bandsins sé að auka ferðafrelsi fólks. Það er eitt af „frelsunum fjórum“ sem eru sögð vera hornsteinar í stefnu sambandsins. En þetta er ekki nema hálfsann- leikur. Frelsið nær ekki nema til landa innan bandalagsins, en hins vegar hafa Evrópuþjóðir reist varnarmúra gagnvart fólki sem kemur frá löndum utan þess. Hið margfræga Schengensamkomulag er dæmi um það hvernig aukið ferðafrelsi reynist kalla á aukið eftirlit og tálmanir í raun. Meðal þeirra sem virkisborgin Evrópa heldur utan við múranna eru svo kallaðir „ólöglegir innflytendur“ frá fátækum löndum sem sækjast eftir betri lífskjörum í hinum auðugu iðnríkjum sem eitt sinn áttu nánast allan heiminn. Þar tíðkast það að innflytjendur sem yfirvöld ná að góma eru beittir miklu harðræði þegar verið er að flytja þá úr landi með valdi. Yfirvöld dómsmála á Íslandi eru sannir Evrópusinnar í málefnum innflytjenda og hafa lært aðferðir sem stundaðar eru í ríkjum Evrópusambandsins á skömmum tíma. Enda var Schengensamkomu- lagið gert til þess að tryggja að Ísland væri innan múranna. Evrópsk innflytjendastefna Þetta er skuggahliðin á eftirsókn- inni eftir því að tilheyra Evrópu og því sem góð samskipti við Evrópu- þjóðir hafa í för með sér. Við erum ekki einungis að taka upp þarfa löggjöf eftir Evrópusambandinu heldur einnig stefnu þess í málefnum hinna, sem eru fyrir utan. Þeir sem eru fyrir utan koma nefnilega ekki Evrópu við, nema sem hugsanlegir óvinir í stríði eða keppinautar í heimsverslun. Í löndum sem telja sig frjálsustu samfélög heims þykir ekkert athugavert við það að handvelja einstaklinga inn og út úr landinu eftir geðþótta embættismanna og annarra handhafa ríkisvalds. Og það sem meira er – þetta er óaðskiljanlegur hluti hnattvæðing- arinnar eins og hún hefur virkað undanfarna áratugi. Fórnarlömb röskunarinnar sem verður þegar stórfyrirtækin flytja starfsemi sína fram og aftur í leit að hámarkshagnaði hafa ekki sama rétt og fyrirtækin. Það er útilokað fyrir fólk að elta fjármagnið á sama hraða og það streymir á milli landa, en þar að auki hafa verið settar miklar hömlur á fólksflutn- inga innan hins hnattvædda heimsþorps. Hömlur sem bera alþjóðleg nöfn eins og Dyflinnar- samningurinn. Yfirvöld virðast hafa ótakmarkaðan rétt til að flytja það fram og aftur án þess að nokkur saki þau um „forræðis- hyggju“ eða aðra nútímalega glæpi. Mál Paul Ramses hefur hreyft við mörgum Íslendingum sem ofbýður mannúðarleysið sem fylgir útlendingastefnu og Evrópustefnu þjóðarinnar. En nokkuð vantar upp á að tekist sé á við sjálfar grundvallarforsendur stefnunnar. Langar okkur til að búa í hinni vernduðu virkisborg sem búið er að reisa í kringum okkur eða viljum við annars konar heim? Flóttamenn á Íslandi Dyflinnarsamningurinn SVERRIR JAKOBSSON Í DAG | Í síðustu viku birti greiningardeild Kaupþings það álit sitt að gengi krónunnar hefði styrkst á undangengnum tveimur vikum fyrir þá sök að vaxtamunarviðskipti hefðu orðið mögu- leg á ný. Sú sæla varð þó heldur skammvinn. Almennt er það góðs viti þegar gjaldmiðill styrkist. En eigi styrkingin ekki rætur í verðmætasköpun getur hún verið dæmi um sjúkdómseinkenni. Það voru slík viðskipti sem færðu íslensku krónuna í hæstu hæðir. Með því að nauðsynlegur hagvöxtur stóð ekki að baki var fallið síðan óumflýjanlegt. Eina leið Seðlabankans til þess að slá á verðbólgu er að koma áhættuviðskiptum af þessu tagi af stað á ný. Takist það veikist útflutningsstarfsemin, sem hefur styrkst að undanförnu. Síðan springur blaðran og gengið fellur aftur. Þetta er sá vítahringur sem óhjákvæmilega blasir við að óbreyttri peningastefnu á opnum alþjóðamarkaði með fjármagn. Þennan vítahring þarf að rjúfa. Það verður ekki gert nema með grundvallar kerfisbreytingu. Flestir eru á einu máli um að evran sé eini raunhæfi kosturinn í þeim efnum. Aðild að sameiginlegri mynt með mörgum þjóðum fylgja vitaskuld bæði kostir og gallar. En sá kaldi veruleiki blasir við að ósamkeppnishæf mynt dæmir okkur til að dragast aftur úr öðrum þjóðum. Forsætisráðherra hélt því fram fyrir nokkrum mánuðum með skynsamlegum rökum að valið í þessu efni stæði á milli krónunnar annars vegar og fullrar aðildar að Evrópusambandinu og þar með Evrópska myntbandalaginu hins vegar. Þó að þessu mati hafi ekki verið hnekkt þarf það ekki að útiloka að aðrir kostir séu skoðaðir. Á iðnþingi í vor sem leið ræddi Illugi Gunnarsson, annar af tveimur formönnum í Evrópunefnd ríkisstjórnarinnar, þann mögu- leika að EES-löndin gætu á grundvelli þeirrar aðildar leitað eftir formlegri aðild að Evrópska myntbandalaginu sem óneitanlega er annar hluti af sameiginlega markaðnum. Áður hafði núverandi varaformaður Framsóknarflokksins opnað álíka umræðu. Þórlindur Kjartansson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, ítrekaði svipaðar hugmyndir í Evrópugreina- flokki Fréttablaðsins um helgina, en þær höfðu áður komið fram innan þeirra raða. Dómsmálaráðherra reifaði svo einnig á sama tímapunkti slíka kosti. Orð ráðherrans hafa eðlilega vakið mesta athygli þó að þau séu ekki ný af nálinni. Fyrir rúmu ári skilaði Evrópunefnd þáverandi ríkisstjórnar undir forystu dómsmálaráðherra áliti um stöðu Íslands í Evrópu. Helstu pólitísku tíðindin við útkomu þeirrar skýrslu fólust í form- legu bandalagi Sjálfstæðisflokksins og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs með undirritun sameiginlegrar bókunar um afstöðu flokkanna til þessa stærsta álitaefnis í utanríkispólitík samtímans. Yfirlýsing dómsmálaráðherra nú hefur að sama skapi verulegt pólitísk gildi. Hún verður ekki skilin á annan veg en að bandalagið við VG sé úr sögunni. Það opnar fyrir frekari þróun þessarar umræðu. Jónas Haralz og Einar Benediktsson hafa nýverið fært fram sterk rök fyrir því að það verði gert í víðtækara samhengi en lýtur að efnahags- og peningaumræðunni. Hvað sem öðru líður er mikilvægt að allar ákvarðanir í þessum efnum séu vel undirbúnar með skýrum tímasettum markmiðum. Brýnast er að eyða óvissu um þá möguleika sem eru í stöðunni. Þjóðarbúskapurinn þolir hana ekki til lengdar. Eyða þarf óvissu um ólíka evrukosti. Mikilvæg opnun ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR SIGURJÓN ÞÓRÐARSON Breyttar forsendur Í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem saminn var fyrir rúmu ári segir að „kraftmikið efnahagslíf [sé] forsenda þess að hægt sé að halda áfram uppbyggingu í menntamálum, samgöngumálum og í heilbrigðis- og félagsmálum“. Mikið hefur gengið á síðan og fáir myndu lýsa íslensku efnahagslífi sem kraftmiklu, eins og málum er háttað. Það er því engum blöðum um það að fletta að forsendurnar sem lágu að baki stefnuyfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar eru brostnar, sem og markmið hennar um stöðugleika, lága verðbólgu og lágt vaxtastig. Þarf ekki ríkisstjórnin – í ljósi breyttra aðstæðna – að taka stjórnarsáttmálann til rækilegrar endur- skoðunar? Geir og gúrkan Geir H. Haarde boðaði til blaðamanna- fundar í gær í tilefni af hug myndum Björns Bjarnasonar um upptöku evru á grundvelli EES-samningsins. Geir var efins um að það væri hægt og sagði gúrkutíð í fréttum einu ástæðuna fyrir að málið væri í fréttum. Er það til siðs í forsætisráðuneytinu að efna til blaða- mannafunda vegna gúrkufrétta? Dregið í land Vefþjóðviljinn birti nýlega grein um ógagn íslensku krónunnar; sagði hana meðal annars ógjaldgenga í alþjóðlegum viðskipt- um og fullyrti að það ógnaði ekki sjálfstæði Íslendinga þótt þeir hættu að gefa út eigin mynt. Sætti þessi grein tíðindum þar sem Vefþjóðviljnn mun vera vettvangur þeirra sjálfstæðis- manna sem þykja einna lengst til hægri innan flokksins. Í gær var hins vegar komið annað hljóð í strokkinn; Vefþjóðviljinn slær á puttana á þeim sem gera „áköfustu Evrópusinnum Sjálfstæðisflokksins“ hátt undir höfði og áréttar að Geir H. Haarde sé „eindreginn og skýr“ í afstöðu sinni við inngöngu í ESB sem og við upptöku evru á Íslandi. Af hverju dregur Vefþjóðviljinn aftur í land núna? bergsteinn@frettabladid.is „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.