Fréttablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 40
24 15. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR Triangle Productions munstanda fyrir tónleikum á Organ í kvöld. Tónlistarmaðurinn Josh Martinez mun koma fram en hann er einn virtasti neðanjarðarrappari heimsins í dag og fékk plata hans Buck up Princess verðlaun fyrir bestu hiphop-plötu ársins í föður- landi hans Kanada árið 2004. Írski plötusnúðurinn DJ Flip mun einnig þeyta skífum fyrir tónleikagesti. DJ Flip er fyrrver- andi heimsmeistari í skífu- þeytingum og er hér á landi að spila í þriðja sinn. Íslensku tón- listarmennirnir Introbeats, Arkir og Mælginn koma einnig fram í kvöld ásamt Josh Martinez og DJ Flip. Triangle Productions er plötu- fyrirtæki í eigu listamannanna Rain og Beatmakin Troopa og hefur fyrirtækið staðið fyrir ýmsum tónleikum síðastliðið ár. Aðgangseyrir er 1.500 krónur og hefjast tónleikarnir klukkan 21.00. - sm Neðanjarðarrapp á Organ „Ég dvel á landinu í tvo mánuði og verð á ferðinni nánast allan tím- ann,“ segir söngkonan Hera Hjartar dóttir sem mun hefja tón- leikaferðalag sitt um landið í Oddakirkju í Þykkvabæ næstkom- andi fimmtudag. „Ég er líka í smá kynningarferð og ætla að vera dugleg að taka myndir og setja inn bloggfærslur um Ísland og allar þessa sjarmerandi litlu kirkjur og félagsheimili sem ég mun spila í og þykir vænt um,“ segir Hera sem lýkur ferðalagi sínu í Edin- borgarhúsinu á Ísafirði í lok ágúst, en alls mun hún mun halda þrettán tónleika víða um landið og kynna nýútkomna plötu sína Live at AL‘s. „Platan er tileinkuð móður- ömmu minni, Báru Björnsdóttur, sem lést fyrir tveimur árum og kenndi mér svo margt, en platan var einmitt tekin upp á afmælis- og útfarardegi hennar í maí,“ útskýrir Hera og segir plötuna vera væntanlega í dreifingu á næstu dögum. Hera er búsett á Nýja-Sjálandi og nú eru tvö ár liðin síðan hún kom síðast til landsins, en að henn- ar sögn hefur lítið breyst. „Það eru nokkrir hlutir sem eru mjög líkir með löndunum tveimur, til dæmis hreina vatnið, eldvirknin og góða lambakjötið, en svo eru líka algjörar andstæður. Gott dæmi er að allir svanirnir á Nýja- Sjálandi eru svartir. Svo er auðvit- að hávetur þar núna, sem ég slepp við á meðan ég dvel hérlendis,“ segir Hera að lokum. - ag Hera ferðast um landið í sumar FINNST GAMAN AÐ TAKA MYNDIR Hera ætlar að nota tónleikaferðalag sitt til að taka myndir og kynna land og þjóð á blogg- og heimasíðu sinni, en hún mun halda þrettán tónleika á Íslandi og kynna nýja plötu sína Live at AL‘s. SPILAR Á ORGAN Í KVÖLD Rapparinn Josh Martinez er einn fremsti neðan- jarðarrapparinn í dag. FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA. ÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK SELFOSS MAMMA MÍA kl. 8 - 10:20 L KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 8 L HANCOCK kl. 10:10 12 KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 6 - 8 L NARNIA 2 kl. 5:40 7 WANTED kl. 8 12 MAMMA MÍA kl. 3:40 - 5:40D - 8D - 10:20D L MAMMA MÍA kl. 5:40 - 8 - 10:20 VIP KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 3:40D- 6 L KUNG FU PANDA m/ensku tali kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 L HANDCOCK kl. 8 - 10:10 12 WANTED kl. 5:40 - 8 - 10:20 16 NARNIA 2 kl. 5 7 INDIANA JONES 4 kl. 8 12 THE BANK JOB kl. 10:20 16 MEET DAVE kl. 6 - 8 - 10 L WANTED kl. 8D - 10:20D 16 KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 6D L NARNIA 2 kl. 6 - 9 7 DIGITAL DIGITAL MAMMA MÍA kl. 8 - 10:20 L MEET DAVE kl. 8 7 HANCOCK kl. 10 12 Eddie Murphy er inn í Eddie Murphy í frábærri gamanmynd fyrir alla fjölskylduna! Þau komu langt utan úr geimnum í fullkomnu dulargervi! VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI! * * * * Ó.H.T, RÁS 2 * * * T.V, Kvikmyndir.is * * * L.I.B, Topp5.is/FBL Það er heill heimur inni í honum sem heldur honum gangandi! NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 7 12 12 MAMMA MIA kl. 6 - 8 - 10 HANCOCK kl. 8 - 10 BIG STAN kl. 6 12 12 MAMMA MIA kl. 5.30D - 8D - 10.30D MAMMA MIA LÚXUS kl. 5.30D - 8D - 10.30D MEET DAVE kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.10 HANCOCK D HJÓÐ & MYND kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.10 KUNG FU PANDA ÍSL. TAL kl. 3.45 - 5.50 THE INCREDIBLE HULK kl. 8 - 10.30 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ KAUPIR BÍÓMIÐANN Á 12 14 MAMMA MIA kl. 6 - 8.30 - 11 HANCOCK kl. 5.50 - 8 - 10.10 KUNG FU PANDA ENSKT TAL kl. 6 - 8 - 10 SEX AND THE CITY kl. 6 - 9 5% 5% SÍMI 551 9000 7 12 12 16 14 10 MEET DAVE kl. 6.10 - 8.30 - 10.40 BIG STAN kl. 5.40 - 8 - 10.20 THE INCREDIBLE HULK kl. 5.30 - 8 HAPPENING kl. 10.20 SEX AND THE CITY kl. 10.20 ZOHAN kl. 5.40 - 8 SÍMI 530 1919 FÍNASTA SUMARSKEMMTUN - V.J.V., TOPP5.IS/FBL Þau komu langt utan úr geimnum í fullkomnu dulargervi! - bara lúxus Sími: 553 2075 HELLBOY 2 - MASTERCARD FORSÝNING kl. 8 12 MAMMA MIA - DIGITAL kl. 4, 5.50, 8 og 10.10 L HANCOCK kl. 6:10, 8 og 10.10 12 KUNG FU PANDA - ÍSl.TAL kl. 4 L WANTED kl. 10 16 NARNIA: PRINCE CASPIAN kl. 5 7 M Y N D O G H L J Ó Ð ÞETTA ER KLASSÍK  - Ó.H.T, Rás 2 2 FYRIR 1 Jón Gunnar Þórðarson leik- stjóri stendur í fyrirtækja- rekstri í kringum hljóðbæk- urnar Íslenskar þjóðsögur, sem nýlega litu dagsins ljós. Fyrirtækið heitir Heyr heyr og sér um hljóðsetningar. „Okkur fannst þetta vanta. Það er félag sem einbeitir sér algjörlega að hljóðmynd. Það eru til hljóð- bækur sem eru í sjálfu sér góðar en þar er helst beinn upplestur. Svo eru til geisladiskar með tón- list. Við vildum láta þetta haldast í hendur og búa til bíómynd á geisla- diskaformi, nánast,“ segir Jón Gunnar Þórðarson um fyrirtækið Heyr heyr. Jón Gunnar hefur aldrei rekið fyrirtæki áður. „Það er nú með leikstjórn að það er hálfgert fyrir- tæki. Maður er kominn með reynslu af því að basla í leikhúsi þar sem maður þarf að búa til vinnuna sjálfur. Ég þurfti að gera það með Silfurtunglið og lærði af því. Annars er það nýtt fyrir mér að fara í allar þessar tölur og þess háttar en það er bara spennandi.“ Er Jón Gunnar hræddur við bókhaldið? „Nei. Þess vegna erum við með viðskiptafræðing í fyrir- tækinu. Núna eru fjórir starfs- menn. Ég er leikstjórinn, Sindri Þórarinsson er hljóðhönnuður og Egill Antonsson er tónlistarmaður. Svo er Andri Franklin Þórarinsson viðkiptafræðingur og bókhaldari. Þetta er allt í öruggum höndum.“ Diskarnir, sem eru tveir, eru byggðir á Þjóðsögum við þjóðveg- inn eftir Jón R. Hjálmarsson. Jón Gunnar segir verkefnið hafa orðið til í samræðum um hvað væri hægt að gera. „Það er alltaf gaman þegar maður finnur eitthvað og hugsar, er þetta ekki til? – og svo er það ekki til. Þjóðsögur eru eitt- hvað sem allir eiga að geta tengt við og hljóðsetningin er nýjung.“ Fjöldi leikara kemur að lestri, en aðalsögumaður er Sigursteinn Másson, sem fólk þekkir úr Sönn- um íslenskum sakamálum. Jón Gunnar segir fleiri verkefni í vinnslu hjá Heyr heyr, fyrir börn sem fullorðna. Þeirra að auki eru nokkur fram undan hjá Jóni sjálfum. Leikfélag hans, Silfur- tunglið, sýnir Fool for Love á Akureyri, þar sem hann leikstýrir einnig nýju leikriti eftir Bjarna Jónsson. „Svo eru einhver fleiri plön með Silfurtunglið en það er enn á skemmtilegu stigi. Það verða ein- hverjir af sömu leikurunum, bara eftir því hvaða verk verður valið. Svo er áframhaldandi samstarf við KK og eitthvað fleira í bígerð.“ kolbruns@frettabladid.is Hljóðbækur sem lifna við LEIKSTJÓRN HÁLFGERT FYRIRTÆKI Jón Gunnar Þórðarson ræðst í rekstur. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.