Fréttablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 24
● fréttablaðið ● börn 15. JÚLÍ 2008 ÞRIÐJUDAGUR4 Að mati Hildar Kristjánsdóttur, grunnskólakennara í Austurbæjar- skóla, er mikilvægt að halda lestri barna við yfir sumartímann. „Mín reynsla sem kennari og móðir er sú að lestrarfærni barna detti svo- lítið niður þegar þau koma aftur í skól- ann eftir sumarið ef lestrinum hefur ekkert verið haldið við yfir sumar- tímann.“ Hún bendir þó á að nauðsynlegt sé að gefa börnunum eitthvað frí. „Lestur á ekki að vera kvöð og mikilvægt er að gera hann spennandi. Þegar börn eru komin á vissan hraða í lestrinum þá er það æfingin sem skiptir öllu máli.“ Að sögn Hildar er mikilvægt að hætta ekki að lesa fyrir börnin þó þau geti farið að lesa sjálf. „Það er auð- vitað nauðsynleg þjálfun fyrir börnin að æfa sig að lesa sjálf, en það er líka mikilvægt að lesið sé fyrir þau aðeins þyngri texti og hann útskýrður, því það eykur orðaforða og skilning.“ Hildur segir sniðugt að skipta niður köflum í bókum til að fá börnin til að lesa meira sjálf. „Barnið les einn kafla, svo foreldrið einn og með tím- anum eykur maður hlut þeirra í lestr- inum,“ útskýrir Hildur. - kka Æfingin skapar meistarann Hildur Kristjánsdóttir telur það mikilvægt að börn æfi sig í lestri yfir sumarið. FRETTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Stuttar og einfaldar bækur henta þeim yngstu sem nýlega eru orðin læs. Teiknimyndasögur eru vin- sælar hjá krökkunum, en að sögn Hildar er ekki gott að lesa þær eingöngu. Fantasíubækur eru vinsælar meðal krakka og draugasögur mikið leigðar á bókasöfnum borgarinnar. Unglingar leigja einnig bækur sem snúast um félagsleg málefni. „Nýútgefnar bækur eru alltaf vin- sælastar,“ segir Þorbjörg Karls- dóttir bókasafnsfræðingur í Borgar bókasafninu í Tryggvagötu, þegar hún er spurð um hvers konar bækur séu eftirsóttastar meðal yngstu safngestanna. Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, bókavörður í úti- búinu í Gerðubergi tekur undir það en bætir því við að misjafnt sé eftir aldurshópum hvers konar bækur verða fyrir valinu. „Eldri krakk- arnir spyrja helst um einhverja ákveðna bók. Hjá yngri krökkun- um fer valið meira eftir foreldrun- um, hvað þeir höfðu sjálfir gaman að í æsku,“ segir Ingibjörg. Varla kemur á óvart að margir leigi sér nýjustu Harry Potter-bók- ina um dauðadjásnið en Þorbjörg segir yngri krakkanna byrjaða á fyrstu bókunum. „Svo eru drauga- sögurnar alltaf vinsælar. Til dæmis norræna smásögubókin Draugur- inn sem hló,“ segir hún og bætir því við krakkarnir elski spennu- sögur. Fantasíubækur eru afskap- lega mikið teknar núna, jafnvel enn meira en áður og telur Ingi- björg kvikmyndir hafa þar nokkuð að segja. „Krakkar eru til dæmis mikið að lesa Narníu-bækurnar svo sem Ljónið, nornin og skápurinn, aftur enda hafa samnefndar mynd- ir verið sýndar í kvikmyndahúsum síðustu ár.“ Athygli vekur að tvær nýjar bækur sem báðar fjalla um ungl- inga og samkynhneigð njóta mik- illa vinsælda. Önnur þeirra nefnist Strákarnir með strípurnar og hin heitir Kossar og ólífur. „Krökkum finnst voða gaman að lesa bækur um lífið eins og það er. Einnig er verðlaunabókin Loforðið eftir Hrund Þórsdóttur mikið lesin en hún fjallar einmitt um ákveðna lífsreynslu,“ segir Þorbjörg. - mþþ Fantasíur og draugasögur Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir er bóka- vörður í Gerðubergssafni. „Stelpurnar eru mikið fyrir alls konar prinsessubækur,“ segir Ingibjörg. Þorbjörg Karlsdóttir er bókasafnsfræð- ingur í aðalsafni Borgarbókasafnsins. Loforðið eftir Hrund Þórs- dóttur var kosin vinsælasta bók síðasta árs af börnum. Þessi vinsæla bók fjallar um unglinga og samkynhneigð. Ungu krakkarnir eru nú að byrja á Harry Potter-bókunum. Sænska fyrirtækið Elodie Details hannar töff fylgihluti fyrir börn. Gengið er út frá þeirri hugmyndafræði að þó menn og konur verði að foreldrum minnki ekki áhuginn á flottri hönnun sé hann yfir höfuð fyrir hendi. Mikið hefur hingað til verið lagt upp úr barnafatahönnun, barnavagnahönnun, hönnun burðarpoka og barnarúma en Elodie Details leggur áherslu á fylgihluti. Þau þrjú ár sem fyrirtækið hefur starfað hefur það reynt að glæða þá hluti sem yfirleitt fylgja litlum krílum skemmtilegu lífi. Þetta eru til dæmis snuð, snudduhaldarar, pelar, stútkönnur, smekkir, teppi og svefnpokar. Sumir hlutirnir láta barninu í té ákveðna afstöðu og geta þau til dæmis boðað frið með friðardúfusnuði. Aðrir hlutir skarta myndum af fjögurralaufa smárum eða eru gull- og silfurslegnir. Hauskúpur þekja suma hlutina og henta sérstaklega hörðum nöglum ásamt hinum ýmsu hlutum í felulitum. Hlutina má nálgast í gegnum vefverslun á slóðinni www.elodie- details.com en þeir fást einnig í Hnokkum og hnátum á Skólavörðu- stíg og Baby Sam svo dæmi séu tekin. - ve Fyrir litla töffara Felulita- pelar. Baby Love heitir þessi dudda. Happa- smekkur. Hægt er að fá snudduhaldara í stíl við snuðin. Snuð í felulitunum er óneitanlega töff. Fyrir stelpur sem eru harðar af sér. Ekkert minna en gull dugar fyrir þessa dömu. Útsala Allt a 60% af barna - og ullarfatnai! Þumalína ehf, Skólavörðustígur 41, 101 Reykjavík, 551 2136 http://www.thumalina.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.