Fréttablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 17
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN SUMAR FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Íslenska hásumarið dregur Áslaugu Dóru Eyjólfsdóttur, sérfræðing í menntamálaráðu- neytinu, og hennar fjölskyldu út á land þetta árið. Hún var einmitt að pakka niður þegar haft var samband. Förinni er heitið á norðanverða Vestfirði. „Við byrjum á að fara norður á Strandir og verðum þar eina nótt. Sofum í litlu sundlaugarhúsi í Kross- nesi í Árneshreppi og hlökkum mikið til að gista þar alveg við úthafið,“ segir Áslaug Dóra þegar forvitn- ast er um ferðaáætlunina. Spurð hvort hún þekki til í Árneshreppi kveðst hún hafa komið þar áður enda sé systir hennar skólastjóri í Finnbogastaðaskóla. En hversu lengi er ekið þangað? „Bara svona fimm til sex tíma. Við förum að morgni og erum komin norður um kaffileytið,“ segir Áslaug Dóra og hlakkar greini- lega til að komast í heimabakaða snúða í sveitinni. Reyndar fræðir hún blaðamann um að komið sé nýtt kaffihús í kaupfélaginu í Norðurfirði. Samt er það ekki síður umhverfið sem heillar. „Strandirnar eru sjarmerandi svæði, með mikla sögu og náttúru- fegurð,“ bendir hún á. „Mig langar til dæmis að skoða Gjögur og jafnvel skreppa til Kúvíkur sem er síldar- verksmiðja nálægt Djúpavík.“ Eiginmaður Áslaugar Dóru er Sigurður Nordal hagfræðingur og börnin þeirra eru þrjú. „Það verður fjör í bílnum,“ segir Áslaug Dóra hlæjandi og spáir í hverju hún eigi að pakka niður handa börnunum því eftir Strandirnar ætlar fjölskyldan til Ísafjarðar og dvelja þar í vikutíma. „Við fórum um sunnanverða Vestfirði í fyrra og vorum mjög hrifin svo nú erum við komin með Vestfjarðabakteríuna. Ætlum að skoða Vigur, Hesteyri og svo firðina í kringum Ísafjörð í þessari ferð. Svo höfum við aldrei stoppað neitt á Ísa- firði sjálfum en hlökkum til að kynnast bænum aðeins. Ætlum svo að koma við í Húnavatnssýslunni í bakaleiðinni,“ segir Áslaug Dóra og bætir við að lokum: „En við sleppum því að taka tjaldið með núna því við leigjum hús fyrir vestan.“ gun@frettabladid.is Með Vestfjarðabakteríu „Við fengum mjög gott veður á Vestfjörðunum í fyrra, glampandi sól allan tímann og spáin er alveg sæmileg núna, en við tökum samt að sjálfsögðu regngallana með,“ segir Áslaug Dóra, sem hér er ásamt tvíburunum Stefáni og Sólveigu Nordal. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR SUMAR Í HÖMRUM Tónlistarfélag Ísafjarðar stendur fyrir tónleikaröð- inni Sumar í Hömrum í júlí og ágúst og hefst hún á fimmtudaginn með tónleikum tónleika- hópsins Slyngs. SUMAR 3 OFNÆMI Í HÁMARKI Óvenjumikið hefur verið af frjókornum í loftinu í sumar og því hafa margir sem ekki hafa áður fundið fyrir frjókornaofnæmi verið greindir með slíkt ofnæmi núna. HEILSA 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.