Fréttablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 19
[ ] Tónlistarhópurinn Slyngur var stofnaður síðastliðið vor og starfar á vegum Kópavogs- bæjar í Skapandi sumarstarfi. Þau verða með opnunaratriði tónleikaraðarinnar Sumar í Hömrum á Ísafirði. Í júlí og ágúst stendur Tónlistar- félag Ísafjarðar fyrir tónleika- röðinni Sumar í Hömrum en tón- leikaröðin hlaut styrk frá Menningarráði Vestfjarða í vor. „Tónleikaröðin hefst fimmtudag- inn 17. júlí klukkan 20 með okkar tónleikum en á efnisskránni verða verk eftir Mozart, Beethoven og Tsjaíkovskí og er þetta fjölbreytt og skemmtileg efnisskrá,“ út skýrir Arnþrúður Gísladóttir, flautuleikari og Ísfirðingur. „Tónlistarhópurinn Slyngur hóf göngu sína í vor þegar við sóttum um styrk til að starfa á vegum Kópavogsbæjar í Skapandi sumar- starfi. Við höfum öll verið nem- endur í Listaháskólanum og reyndar útskrifuðust tvö okkar í vor. Við erum á aldrinum nítján til tuttugu og eins árs. Ég spila á flautu og svo er strengjakvartett; tvær fiðlur, víóla og selló,“ segir Arnþrúður en auk hennar eru í hópnum Bjarni Frímann Bjarnason, víóla, J. Páll Palomares, fiðla, Viktor Orri Árnason, fiðla, og Þorgerður Edda Hall, selló. „Tónleikarnir verða í Hömrum, sem er salur Tónlistarskólans á Ísafirði, og er ókeypis inn. Þetta er í fyrsta sinn sem við spilum sem hópur á Ísafirði en við vorum reyndar öll á tónlistarhátíðinni Við Djúpið þar sem við vorum á masterclass-námskeiði. Þar spil- uðum við sem kammerhópur,“ segir Arnþrúður áhugasöm. „Mjög mikið af ungu listafólki kemur fram á sumartónleikunum en þar verða einnig aðrir þekkt- ari og reyndari. Tónlistarfélagið er mjög öflugt í því að styðja ungt fólk sem fær þarna tækifæri til að láta ljós sitt skína,“ segir Arn- þrúður þakklát og bætir við: „Á Ísafirði hefur alltaf verið mjög öflugt tónlistarlíf og þar var fyrsti tónlistarskóli landsins stofnaður. Það eru hátt á fjórða hundrað nemendur í tónlistarskólanum og hann rekur útibú í nágranna- sveitarfélögum. Það er eiginlega varla til sú fjölskylda á Ísafirði þar sem ekki er einhver í tónlistar- skólanum,“ segir Arnþrúður kímin en hún stundaði nám við skólann í áratug áður en hún hóf nám í Listaháskólanum. „Ég var mjög ánægð þar. Mikið er lagt upp úr því að nemendur komi fram og tónlistarskólinn er mjög virkur í bæjarlífinu þannig að nemendur fá oft tækifæri til að koma fram víðs vegar um bæinn.“ Á vefsíðu Tónlistarskóla Ísa- fjarðar, www.tonis.is, má finna nánari upplýsingar um tónleika- röðina Sumar í Hömrum en þar kennir ýmissa grasa í júlí og ágúst. hrefna@frettabladid.is Sumarstarf í borg og bæ Meðlimir tónlistarhópsins Slyngs eru fimm talsins, á aldrinum 19-21 árs. Þau hafa öll verið nemendur í Listaháskóla Íslands og útskrifuðust tvö þeirra í vor. MYND/SÓLBORG VALDIMARSDÓTTIR Garðhúsgögn nota margir á sumrin. Á fallegum sumarkvöldum er fátt betra en að sitja úti með gott snarl og góðu fólki og njóta lífsins. Á sumrin reynir fólk að nýta góða veðrið sem best og vera sem mest úti. Ef gott veður er um helgar er til- valið að skella sér á fjórhjól og sjá þá fallegu náttúru sem er hér á landi. Hjá Fjórhjólaleigunni er hægt að leigja fjórhjól og fara í fjöl- breyttar ferðir, meðal annars tveggja tíma ferð um Hengils- svæðið þar sem sjá má borholur, hraun og margt fleira sem íslensk náttúra hefur upp á að bjóða, í fylgd leiðsögumanns. Einnig er boðið upp á steggja- og gæsaferðir sem eru alltaf vin- sælar ásamt sérstökum vinnuferð- um, sem eru vinsælar þegar starfsmannafélög ætla að gera sér glaðan dag. Á svæðinu er líka góður skáli sem hægt er að grilla við. Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðunni www.fjorhjolaleigan.is. - stp Fjör úti í náttúrunni Fjórhjólaferðir eru skemmtilegar á sumrin. MYND/NJÁLL GUNNLAUGSSON Taktu hjólið með - settu það á toppinn. www.stilling.is // stilling@stilling.is Skeifan 11, 108 Reykjavik | Bíldshöfði 12, 110 Reykjavík | Smiðjuvegur 68, 200 Kópavogur Dalshraun 13, 220 Hafnarfjörður | Draupnisgata 1, 600 Akureyri Eyrarvegur 29, 800 Selfoss. | Sími: 520-8000 Allar upplýsingar um er að finna á vef Stillingar www.stilling.is THULE ProRide 591 Einfaldar og stílhreinar hjólafestingar. Auðveldar í notkun. THULE OutRide 561 Fyrir þá sem eru vanir. Hjólið fest í framgaflinum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.