Fréttablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 38
22 15. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is > ENN MEÐ GÆJANUM Misvísandi fregnir berast nú af því hvort leikkonan Megan Fox sé á lausu eður ei. Unnusti hennar, Brian Austin Green, segir þau vera saman en slúðurblöð halda hinu gagnstæða fram. Á sunnudag sást aftur á móti til Megan yfirgefa heimili hans svo það virðist of snemmt að afskrifa sam- bandið alveg. Söngkonan Amy Winehouse þeytti skífum eina kvöldstund á skemmtistað í Camden í London. Söngkonan stóð sig víst vel sem plötusnúður og spilaði hvern smellinn á fætur öðrum. Amy hélt þó uppteknum hætti og drakk stíft á meðan hún þeytti skífum og í lok kvöldsins þurfti lífvörður hennar að styðja hana út af skemmtistaðnum á meðan söngkonan reyndi án árangurs að fela sig fyrir ljósmyndurum á bak við tóman bjórkassa. Amy virðist þó eiga eitthvað erfitt með skapið í sér þessa dagana því nýlega greindi tímaritið The Sun frá því að hún hefði ráðist á ljósmyndara fyrir utan heimili sitt og stuttu seinna réðst hún á lífvörð sinn og sló hann í höfuðið. Það er kannski kominn tími til að Amy íhugi meðferð. Þeytir skíf- um á bar Á barnum Q-bar á Ingólfsstræti eru haldin vikulega svokölluð Open mike- kvöld þar sem fólk getur mætt og látið ljós sitt skína á sviðinu. Kvöldin hafa hingað til verið haldin á tveggja vikna fresti en vegna vinsælda verða þau haldin vikulega nú í sumar. „Mér fannst of lítið um að vera á virkum dögum og fannst tími til kom- inn að breyta því og fékk þá hugmynd- ina að Open mike-kvöldunum,“ segir Brad Houldcrost, skipuleggjandi kvöldanna. Brad segir alls konar fólk sækja þessi kvöld og að allt sé leyfi- legt. „Hingað kemur til dæmis fólk og les ljóð eða syngur lög eftir sjálft sig, rapparar eru einnig duglegir að mæta. Í síðustu viku kom meira að segja gospelkór og söng,“ segir Brad. Til þess að vera með segir Brad fólk einungis þurfa að mæta á staðinn og skrá nafn sitt á lista og svo sé það kall- að upp á svið þegar tími þess í sviðs- ljósinu er kominn. „Við vildum hafa þetta einfalt og afslappað og fólk á að hafa gaman af þessu.“ Open mike- kvöldin eru haldin á þriðjudögum og hefjast klukkan 22.00. - sm Ljóðskáld, kórar og rapparar ALLIR GETA LÁTIÐ LJÓS SITT SKÍNA Brad segir alls konar fólk mæta á Open mike-kvöldin á Q-bar. Hljóð- neminn er laus í kvöld. Pálmi Gestsson er ósáttur við nýjan snjóflóðavarnargarð í Bolungarvík. Honum sárnar að svæði þar sem hann lék sér sem barn sé eyðilagt. „Manni blæðir í froðu við að sjá þetta,“ segir Pálmi Gestsson, leikari og hafnarvörð- ur í Bolungarvík. Nýlega hófst vinna við gerð snjóflóðavarnargarðs í Bolungarvík og segir Pálmi hann vera skelfileg náttúru- spjöll. Nokkur hús í Bolungarvík voru jöfnuð við jörðu til að hægt væri að setja upp garðinn. „Ég skil ekki þessa pólitík. Að eyða fúlgum fjár í að breyta fjalli í staðinn fyrir að byggja annars staðar,“ segir Pálmi, sem hefði frekar viljað að fleiri hús á hættusvæði hefðu verið rýmd í staðinn fyrir að byggja garðinn. Enda eigi Bolungarvík töluvert af öruggu byggingarlandi. „Undarlegt að menn vilji frekar halda í mannanna verk en náttúr- unnar,“ segir hann. Pálmi er undrandi á náttúruverndarsinn- um. „Hvar eru þeir sem láta hlekkja sig við ýturnar núna? Það er eins og þeir hafi sofnað á verðinum.“ Pálma er umhverfið á þessum slóðum afar kært enda lék hann sér þarna sem barn. „Ég hélt til þarna í svokölluðum bólum í fjallinu. Við fórum í kúrekaleiki, byggðum hús og hlóðum þarna virki. Mér finnst að þarna sé verið að ráðast á sköpunar- verkið að þarflausu. Auðvitað á að vernda mannslíf en það hefði verið hægt með öðrum hætti,“ segir hann. Elías Jónatansson er bæjarstjóri í Bolungarvík. Hann segir allt benda til þess að snjóflóða- varnargarðurinn sé ódýrari en uppkaup á húsum. Áætlað er að garðurinn kosti um 560 milljónir en Elías segir að uppkaupin á þessum fimm til sex húsum sem þurfti að kaupa upp hafi verið kringum 150 milljónir. „Meginregla stjórnvalda er líka að verja frekar byggð en að færa hana,“ segir hann. „En þetta er auðvitað alltaf málamiðlun.“ Hann segir að þegar garðurinn verði tilbúinn eigi hann að falla sem best inn í umhverfið. soli@frettabladid.is Pálmi ósáttur við snjóflóðavarnargarð BOLUNGARVÍK Á myndinni sést hvar byrjað er að vinna að varnargarðinum. MYND/PÁLMI GESTSSON PÁLMI GESTSSON Harmar náttúruspjöll í heima- byggðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.