Fréttablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 8
8 15. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR 1. Hversu miklar voru tekjur ríkissjóðs fyrstu fimm mánuði ársins? 2. Hvaða bandalag var stofnað í París um helgina? 3. Hvar fæddust tvíburar Angelinu Jolie og Brads Pitt á laugardag? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 SKIPULAGSMÁL Húseigendur í Staðar hvammi hafa kært Hafnar- fjarðarbæ til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála vegna tveggja færanlegra kennslustofa sem komið var fyrir við leikskólann Hvamm. „Það var alger samstaða um þetta, enda er búið að reyna allt til að vinna málið í sátt, án nokkurs árangurs,“ segir Halldór Hall- dórsson, íbúi í Staðarhvammi. Í Fréttablaðinu í síðustu viku kom fram að bæjaryfirvöld í Hafnarfirði reyna nú að tryggja að öll börn í bænum sem orðin eru átján mánaða eigi kost á leikskóla- plássi í haust. Sem hluti af lausn þess verkefnis voru færanlegu kennslustofurnar tvær fluttar að Hvammi eftir að bæjaryfirvöld höfðu samþykkt eins árs stöðu- leyfi fyrir þau. Íbúarnir telja hins vegar að fyrir stofurnar þurfi byggingarleyfi með tilheyrandi grenndarkynningu. „Samkvæmt mínum upplýsing- um eru aldrei settar upp færan- legar kennslustofur á lóð skóla, til dæmis í Reykjavík, án grenndar- kynningar. Málið er í hnút vegna þess að æðstu ráðamenn ætla að keyra það í gegn. Þetta er mjög vandræðalegt því skólastofurnar eru í ofanálag settar utan lóðar leikskólans á og við svæði sem hefur svipað tilfinningalegt gildi fyrir marga og Hamarinn í Hafnar- firði,“ segir Halldór. - gar Íbúar í Staðarhvammi segja fullreynt að ræða við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði: Heimta leikskólastofur burt KÆRA BÆJARYFIRVÖLD Húseigendur í Staðarhvammi spá auknum umferðar- þunga vegna stækkunar leikskólans Hvamms. SAMGÖNGUR Félag flugmála- starfsmanna ríkisins gekk frá kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins og Flugstoðir ohf. í hádeginu í gær. Laun hækka um 21.000 krónur en í kjara- samningi BSRB við ríkið var kveðið á um 20.300 króna hækkun. Flugmálastarfsmenn eru flestir sem koma að flugmálum nema flugmenn og flug umferðar- stjórar. Inn í hugtakið falla þeir sem vinna á flugstöðvum sem og tæknimenn, starfsmenn á skrifstofu Flugstoða ohf. og fleiri. Samningurinn gildir frá 1. júní 2008 til 30. október 2009. Atkvæðagreiðsla um samninginn verður rafræn og hefst fimmtu- daginn 17. júlí og lýkur viku síðar. - vsp Flugmálastarfsmenn sömdu: Launin hækka um 21 þúsund ÍS L E N S K A S IA .I S T O Y 4 30 39 0 7. 20 08 www.toyota.is BETRI NOTAÐIR BÍLAR ÚRVALSBÍLL GÆÐABÍLL Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570-5070 BNB-sölugreining Bílarnir ganga í gegnum strangt gæðamat sem tekur mið af aldri, akstri og viðhaldssögu bílsins. Þeir sem standast kröfurnar lenda annað hvort í flokknum Úrvalsbílar eða Gæðabílar. Ef bíllinn stenst ekki kröfur okkar bjóðum við þér hann ekki. Núna bjóðum við 6 betri notaða bíla með 12 mánaða viðbótarábyrgð. Toyota Corolla S/D Sol 1600 Bensín sjálfsk. Á götuna: 07.06 Ekinn: 42.000 km Verð: 2.050.000 kr. Skr.nr. DL-278 Toyota Corolla W/G 1600 Bensín sjálfsk. Á götuna: 10.03 Ekinn: 79.000 km Verð: 1.450.000 kr. Skr.nr. RU-587 Toyota Aygo Álfelgur, filmur, spoiler, snúningsmælir 1000 Bensín 5 gíra Á götuna: 07.06 Ekinn: 22.000 km Verð: 1.540.000 kr. Skr.nr. VN-202 Toyota Yaris 1000 Bensín 5 gíra Á götuna: 05.05 Ekinn: 53.000 km Verð: 1.130.000 kr. Skr.nr. NB-864 SUMIR NOTAÐIR BÍLAR ERU EINFALDLEGA BETRI EN AÐRIR Toyota Yaris Sol Álfelgur, spoiler, filmur, þokuljós, Xenon, krómstútur á pústi 1300 Bensín 5 gíra Á götuna: 07.07 Ekinn: 36.000 km Verð: 1.990.000 kr. Skr.nr. JKY-36 Toyota Aygo 1000 Bensín 5 gíra Á götuna: 05.06 Ekinn: 30.000 km Verð: 1.340.000 kr. Skr.nr. TA-374 ORKA Laun stjórnarmanna í REI duga fyrir kostnaði, en duga skammt fyrir vinnunni sem starfið krefst, að sögn varaformannsins, Ástu Þorleifsdóttur. Sjálf þiggur hún 125.000 krónur á mánuði og segir fundi að meðaltali vera þrjá á viku. En Ásta fær ekki greiddan útlagðan kostnað, svo sem vegna síma og aksturs. „Ég fæ útborgað um 80.000 krónur og ég hugsa að kostnaðurinn sé allt að 40.000,“ segir hún. Þar af leiðandi sé ekki mikið eftir af laununum, þegar allt komi til alls. Þegar Ásta er stödd erlendis og hringt er frá Íslandi í farsíma hennar vegna starfsins segist hún þurfa að hugsa sig tvisvar um áður en hún svarar, því hún greiði kostnað- inn af utanlandssamtalinu. „Ég er reyndar í töluvert annarri stöðu en aðrir stjórnarmenn,“ segir Ásta. „Þeir eru borgarfulltrúar og hafa því tölvur, síma og akstursaura inni í launum sínum sem slíkir.“ Hún hafi farið í eina ferð utan á vegum REI og skoðaði þá jarðhitasvæði í Jemen og Eþíópíu. „Ég tel það hafa verið afar gagnlegt. Ég nýtti mér það að vera bæði jarðfræðingur og sérhæfð í vatni og borunum sem jarðverk- fræðingur. Ég hitti líka ráðamenn og fékk staðfestingu á því að þessi verkefni væru fýsileg að teknu tilliti til umhverfissjónar- miða og samfélagslegrar ábyrgðar, auk þess að vera verulega arðbær,“ segir hún. Aðrir stjórnarmenn í REI eru Kjartan Magnússon formaður og Sigrún Elsa Smáradóttir. Þeim var send sama fyrirspurn og Ásta svarar hér fyrir sig. - kóþ Ásta Þorleifsdóttir, varaformaður stjórnar REI, hugsar sig tvisvar um þegar hún er erlendis og fær símtal: Borgar símakostnað og akstur fyrir REI ÁSTA ÞORLEIFSDÓTTIR Varaformaðurinn segir starfið í aðra röndina hugsjónastarf, en hún er áhugasöm um umhverfismál og orkunýtingu. Hún greiði ýmsan kostnað við starfið úr eigin vasa. RÍKISSJÓÐUR Útgjöld ríkissjóðs til umhverfisverndar, fyrstu fimm mánuði ársins, drógust saman um 5,9 prósent. Á sama tíma í fyrra jókst útgjaldaliður ríkissjóðs til umhverfisverndar um 27,9 prósent. Umhverfisráðuneytið segir lækkunina á fyrstu fimm mánuð- um ársins líklega skýrast af því að útgjaldafrek verkefni falli á síðari helming ársins. Jafnframt er sagt að útgjöld til umhverfismála muni aukast um átta prósent á þessu ári. Útgjöld til umhverfisverndar eru eini málaflokkurinn sem lækkar frá árinu 2007 til 2008 samkvæmt nýjustu skýrslu fjármálaráðuneytisins. - vsp Umhverfisverndin rýrnar: Eini liðurinn sem lækkar VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.