Fréttablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2008 7börn ● fréttablaðið ● Regluna um að borða fimm eða fleiri skammta af grænmæti og ávöxtum á dag er auðvelt að muna en oft erfiðaðara að fá smáfólkið til að fylgja henni eftir. Bandarísk rannsókn sýnir að matarvenjur og eftirlætismatur barna draga mjög dám af venj- um foreldra. Það er líka háð því hversu duglegir þeir eru að kynna hollan mat fyrir börnunum, jafn vel þótt þau hafni matnum í upp- hafi. Foreldrum er því ráðlagt að vera duglegir við að bjóða unga- börnum nýjar matartegundir. Halda svo áfram jafnvel þótt það þýði að þeim verði að bjóða skeið af grænum baunum fimmtán sinn- um áður en þau taka við þeim. Niðurstöður annarrar rann- sóknar sýna að börn taka nýjum mat frekar á aldrinum tveggja til fjögurra ára en á aldursbilinu fjög- urra til átta ára. Ekki þýðir það þó að orðið sé of seint að fá eldri börn til að borða öðruvísi mat. Klass- ískt ráð er að bæta ávöxtum og grænmeti út í mat sem börnunum þykir nú þegar góður. Til dæmis getur verið sniðugt að búa til ban- ana- eða kúrbíts muffins eða setja niðurskorna ávexti út í jógúrt. Nánar á www.keepkidshealthy. com. - mþþ Tveggja til fjögurra ára börn eru mót- tækilegri fyrir nýjum mat en á aldrinum fjögurra til átta ára, að því er kemur fram í nýlegri rannsókn. NORDICPHOTOS/GETTY Að mörgu þarf að huga þegar valin eru húsgögn inn í barnaherbergi. Í fyrsta lagi er gott að hafa hús- gögnin sterk svo þau þoli ágang og hnjask. Stærð herbergja skiptir síðan ekki alltaf höfuðmáli heldur hvernig húsgögnunum er raðað upp. Húsgögn á hjólum eru til að mynda tilvalin því þau er hægt að færa til að vild. Þá er hægt að hafa upphækk- að rúm í herberginu ef pláss er af skornum skammti. Við það verð- ur gólfplássið meira og hægt að vinna betur með rýmið. Kojur henta vel þar sem tvö börn eru saman í herbergi og jafn vel hægt að slá tveimur litlum herbergjum í eitt stærra ef börnin eru sátt við það fyrirkomulag. - stp Hver hlutur á sínum stað Kojur eru vinsælar hjá þeim sem hafa lítið pláss. NORDICPHOTOS/GETTY Hollusta í há- vegum höfð Fræðslunefnd Stangveiðifélags Reykjavíkur stendur fyrir veiðidögum fyrir börn og ungl- inga í Elliðaám fjórum sinnum í sumar. Sá fyrsti var haldinn sunnudaginn 6. júlí. Þann dag veidd- ust fimm laxar, fjórir á maðk og einn á flugu. „Þetta eru dagar sem eru hugsaðir fyrir börn og unglinga í Stangveiðifélagi Reykja- víkur,“ segir Haraldur Eiríksson, markaðsfull- trúi Stangveiðifélags Reykjavíkur. Að sögn Haraldar er barna- og unglingastarf í SVFR öflugt og meðlimir undir sextán ára aldri um fjögur hundruð talsins. „Við reynum að hafa barna- og unglingastarfið sem líflegast allt árið.“ Veiðidagarnir eru mjög vinsælir og uppbókað er alla dag- ana því bókað er með talsverðum fyrirvara. „Þessir dagar fyll- ast alveg um leið,“ upplýsir Haraldur. Hann segir að neðri aldurstakmörkin séu miðuð við það að barnið geti haldið á veiði- stöng og landað fiski. „Við förum ekki með allra yngstu börnin í þetta. Síðan er það upp að sextán ára aldri.“ - mmf Líflegt allt árið um kring Fræðslunefnd SVFR heldur fjóra barna- og unglingaveiðidaga í sumar. MYND/G. BENDER

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.