Fréttablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 2
2 15. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR flugfelag.is Aðeins eitt símtal í 570 3400 og málið er afgreitt. Sækjum og sendum – hratt og örugglega á hagstæðu verði. REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR FÆREYJARVESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR GRÆNLAND VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY NARSARSSUAQ KULUSUK CONSTABLE POINT NUUK Til/frá Reykjavík Akureyri 8-12 ferðir á dag Egilsstaðir 5-7 ferðir á dag Ísafjörður 2-3 ferðir á dag Vestmannaeyjar 2-3 ferðir á dag UMHVERFISMÁL Varaformaður Orkuveitu Reykjavíkur, Ásta Þorleifsdóttir, segist dást að hugsjón Saving Iceland-samtak- anna, sem nú halda úti mótmæla- búðum á Hellisheiði. Hún hafi spurt félaga í samtök- unum hvort þeim hafi ekki komið til hugar að sækja um styrk hjá Orkuveitunni, en fyrirtækið hefur oft stutt umhverfisverndarsam- tök, til að mynda Landvernd. „Það er afar gagnlegt að fá sjónarhorn svona samtaka fram,“ segir Ásta. Gagnrýni sé Orkuveitunni holl. Svar Saving Iceland var skorinort; það kæmi ekki til mála að þiggja fé frá fyrirtækinu. - kóþ Varaformaður Orkuveitunnar: Saving Iceland hafnaði styrk FRAKKLAND, AP Fjölmargir þjóðarleiðtogar tóku þátt í hátíðarhöldum á þjóðhátíðardegi Frakka í París í gær. Auk Nicolasar Sarkozy Frakklandsforseta voru þar bæði Bashar Assad Sýrlandsforseti og Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sem ekki hafa viljað hafa mikið saman að sælda til þessa, ásamt Mahmoud Abbas, forseta Palestínustjórnar, og Michel Sleiman, forseta Líbanons. Fjölmargir aðrir leiðtogar Evrópusambands- ríkja, Mið-Austurlandaríkja og Afríkuríkja tóku einnig þátt í hátíðarhöldum á Bastilludeginum, þar sem franski herinn efndi að venju til veglegrar sýningar á liðstyrk sínum á breiðstrætinu Champs- Elyseés. Leiðtogarnir komu til Parísar á sunnudag til að stofna bandalag Miðjarðarhafsríkja, sem stefnir að efnahagssamvinnu og ætlar að gera landsvæði ríkjanna gereyðingarvopnalaust. Umdeildastur gestanna er Assad Sýrlandsfor- seti, en Sarkozy vísaði á bug gagnrýni mannrétt- indasamtaka og fjölmargra annarra fyrir að leyfa honum að vera við hátíðarhöldin í gær. Sarkozy notaði einnig daginn til þess að heiðra Ingrid Betancourt, sem fyrr í þessum mánuði losnaði úr gíslingu hjá FARC-skæruliðasamtökun- um í Kólumbíu. - gb FYLGST MEÐ FRÖNSKUM HERÞOTUM Nicolas Sarkozy Frakk- landsforseti, Hosni Mubarak Egyptalandsforseti, Tarja Halonen Finnlandsforseti og Bashar Assad Sýrlandsforseti á hátíðar- höldum í París. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Sarkozy Frakklandsforseti í umdeildum félagsskap á þjóðhátíð Frakka: Tugir þjóðarleiðtoga fögnuðu SAMGÖNGUR Yfir tuttugu umferðar- óhöpp hafa orðið á vegunum að Dettifossi undanfarin fimm ár. Oft- ast var um bílveltur að ræða sam- kvæmt upplýsingum frá Lögregl- unni á Húsavík. „Erlendir ferðamenn lenda oft- ast í óhöppum þarna,“ segir Bjarni Höskuldsson lögregluþjónn. „Oft og tíðum er ekki ofsaakstri um að kenna heldur vanþekkingu á íslenskum malarvegum.“ Bjarni segir bifreiðum oft velt á ótrúlega lítilli ferð við fossinn. „Miðað við fjölda óhappa er ótrú- lega lítið um slys á fólki en margir bílar hafa farið mjög illa.“ „Flest tjón verða þegar malbik- aður vegur breytist í malarveg,“ segir Margrét Líndal, markaðs- og gæðastjóri hjá bílaleigunni Hertz. Margrét segir tjónum þó hafa fækkað milli ára og þakkar mikilli áherslu sem lögð sé á öryggismál. „Hver einasti ferðamaður fær nú möppu með margs konar upplýs- ingum um aksturinn hér á landi. Einnig höfum við gert vel heppnað- ar breytingar á bílaflota okkar.“ Nýr vegur að Dettifossi vestan megin er í undirbúningi en fram- kvæmdir gætu tafist þar sem samn- ingar hafa enn ekki náðst við land- eigendur á svæðinu. „Margt bendir til þess að gera þurfi eignarnám en það skýrist betur á næstu vikum,“ segir Stefán Erlendsson, lögfræðingur hjá Vega- gerðinni. Enn er óljóst hvenær framkvæmdir við nýja veginn geta hafist. - ht Erlendir ferðamenn lenda oftast í umferðaróhöppum við aksturinn að Dettifossi: Yfir tuttugu óhöpp síðustu ár BÍLVELTA VIÐ DETTIFOSS Nýr vegur að Dettifossi vestan megin er í undirbún- ingi en framkvæmdir gætu tafist þar sem samningar við landeigendur hafa ekki náðst. INNFLYTJENDUR „Ég hef oft sótt um vinnu hjá hinu opinbera og fæ allt- af nei. Ég sendi umsókn til Umhverfisstofnunar og þeir sögðu mér að laganemi hefði verið ráð- inn, en auglýst var eftir lögfræð- ingi,“ segir Xavier Rodríguez lög- fræðingur. Xavier er með embættispróf í lögfræði frá háskóla í Barcelona og meistaragráðu í alþjóða- og umhverfisrétti frá Háskóla Íslands. Hann hefur sótt um störf hjá Háskóla Íslands, umhverfis- ráðuneytinu og Umhverfisstofnun en aldrei verið boðaður í viðtal. Þrjú ár eru síðan hann flutti til landsins og hann talar mjög góða íslensku. Í ráðningarferli Umhverfisstofnunar var hann ekki boðaður í viðtal. „Ég var með meiri menntun en hinir umsækjendurnir. Þetta lykt- ar af fordómum. Umhverfisstofn- un sagði í bréfi sem þeir sendu mér að fimm hefðu sótt um og tveir verið boðaðir í viðtal. Fyrir mig er þetta móðgun,“ segir Xavi- er. Xavier starfar nú í Alþjóðahús- inu og kennir fjölmiðlatækni við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. „Ég vil koma fram með þetta svo aðrir útlendingar fái ekki sömu meðferð og ég,“ segir Xavier og segist fullviss um að þetta sé vegna þess að hann er ekki íslensk- ur. „Vinkona mín sem er líka erlend lenti í þessu sama. Hún fékk alltaf nei þrátt fyrir að vera búin að búa á Íslandi í átta ár. Síðan kláraði hún doktorsnám í lögfræði og fékk loksins vinnu,“ segir Xavier. Sigrún Valgarðsdóttir, starfs- mannastjóri Umhverfisstofnun- ar, segir að yfirleitt séu ekki allir umsækjendur boðaðir í viðtöl. Xavier hafi beðið um rökstuðn- ing fyrir ráðningunni og í rök- stuðningnum er að sögn Sigrúnar ítarlega rökstutt af hverju laga- neminn hafi verið ráðinn. „Laganeminn er að klára og verður ráðinn í september þegar hann gerir það. Í bréfinu rök- styðjum við ítarlega að hann hafi verið hæfastur,“ segir Sigrún. Hún segir ráðningarferlið hjá Umhverfisstofnun vera mjög faglegt þegar fólk er ráðið og allt sé skoðað vel og vandlega. „Það er alveg bókað að sjónar- mið um uppruna hans hefur engu ráðið varðandi ráðningarferlið,“ segir Sigrún. vidirp@frettabladid.is Lögfræðingur frá Spáni fær alltaf nei Spænskur lögfræðingur sem talar góða íslensku hefur sótt um störf hjá hinu opinbera en alltaf verið hafnað. Umhverfisstofnun tók laganema fram yfir hann. Starfsmannastjóri stofnunarinnar segir uppruna hans engu hafa skipt. XAVIER RODRÍGUEZ Hann segir vinnubrögð Umhverfisstofnunar lykta af fordómum því hann hafi verið með meiri menntun en allir aðrir umsækjendur. KÁRAHNJÚKAR Starfsemi Umhverfis- stofnunar er mjög viðamikil og fer eftir tugum lagabálka og reglugerða. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ég var með meiri mennt- un en hinir umsækjend- urnir. Þetta lyktar af fordómum. XAVIER RODRÍGUEZ LÖGFRÆÐINGUR Börkur, gefur ríkið bara skít í ferðamál? „Já, svo virðist sem ferðamenn séu nýttir til uppgræðslu á náttúruperl- um landsins.“ Börkur Hrólfsson leiðsögumaður segir salernisaðstöðu fyrir ferðamenn ófull- nægjandi. Þeir þurfi jafnvel að ganga örna sinna úti í náttúrunni. TYRKLAND, AP Á níunda tug Tyrkja var í gær ákærður fyrir hryðju- verkastarfsemi. Þeir eru sakaðir um að hafa ætlað að steypa stjórn landsins. Í hópnum eru nokkrir fyrrver- andi yfirmenn í hernum og einn stjórnmálamaður úr stjórnarand- stöðunni. Allir aðhyllast þeir hina veraldlegu stjórnskipan landsins, sem gerir ráð fyrir skýrum aðskilnaði trúar og stjórnmála. Þeir hafa gagnrýnt núverandi stjórnvöld fyrir að vilja blanda þessu tvennu saman. Stjórnarandstaðan segir ákærurnar lið í tilraun stjórn- valda til að þagga niður í gagn- rýnisröddum. - gb Deilur um trú í Tyrklandi: Tugir manna ákærðir í gær Pakistan styðji hryðjuverk Afgönsk yfirvöld sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þau saka pakistönsku leyniþjónustuna um aðild að árásum talíbana í Afganistan. Pakistanar neita ásökununum. AFGANISTAN SKIPULAGSMÁL Nágrannar Þorsteins Jónssonar, forstjóra Vífilfells, á Laufásvegi óttast skemmdir á eignum sínum af sprengingum vegna stækkunar húss hans. Þetta kemur fram í athugasemdum sem eigendur tveggja húsa sendu skipulagsyfir- völdum í Reykjavík þar sem umsókn Þorsteins um stækkunina er til afgreiðslu. Að þessu sinni barst ekki athuga- semd frá forsetaembættinu, sem áður hafði vitnað til þess mats rík- islögreglustjóra að öryggi í gesta- húsi forsetans handan götunnar væri teflt í hættu með fram- kvæmdunum. Stækkunarumsókn- inni var á sínum tíma hafnað á þessari forsendu en sú synjun var felld úr gildi og Þorsteinn reynir nú aftur að fá byggingarleyfi. - gar Stækkun húss á Laufásvegi: Íbúar óttast sprengingar LAUFÁSVEGUR Gera á mikið jarðhýsi á Laufásvegi 73. Íbúar snúa heim Íbúar í Kaliforníu eru farnir að snúa aftur til síns heima eftir að rýma þurfti stór svæði vegna skógarelda. Hagstæð veður skilyrði hafa gert slökkviliðsmönnum kleift að ná tökum á eldunum, sem kviknuðu í þrumuverðri. BANDARÍKIN Í lagi með hjarta Cheneys Hinn 67 ára gamli varaforseti Banda- ríkjanna, Dick Cheney, fór í árlega hjartaskoðun síðastliðinn sunnudag. Að sögn fjölmiðlafulltrúa Cheneys er allt í lagi með hjarta hans, en hann á langa hjartveikisögu að baki. REYKJAVÍK Lítið hefur verið af mávum í Reykjavík í sumar miðað við undanfarin ár. Engar kvartanir hafa borist Meindýravörnum Reykjavíkurborgar vegna máva við Tjörnina. Í fyrra voru hins vegar skotnir milli þrjú og fjögur hundruð mávar í borginni. Guðmundur Björnsson, rekstrarstjóri Meindýravarna, segir helst bera á kvörtunum vegna máva við veiðiár. „Líklegast er nóg æti í sjónum þannig að mávurinn þarf ekki að sækja fæðið annað. Þetta er allt annað en þegar við vorum að skjóta tíu þúsund fugla fyrir nokkrum árum.“ - kóp Lítið skotið af mávum: Fáir mávar í Reykjavík núna SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.