Fréttablaðið - 01.08.2008, Side 33

Fréttablaðið - 01.08.2008, Side 33
hagkerfið eða sveiflur á fjármála- mörkuðum og það verður því lítið um gengisgröf í þáttunum,“ segir Silja kímin. Þættirnir eru frek- ar kómískar sögur um ungt fólk á öllum aldri í leit að ástinni eða ham- ingjunni. Íslenskt efni í sókn Ríkið og Ástríður eru bara tvö dæmi um þá uppsveiflu sem hefur átt sér stað í íslenskri dagskrár- gerð á síðustu árum og Silja kveðst afar ánægð með að fá að vera hluti af henni. „Ég held að þetta sé ótrú- leg lyftistöng fyrir íslenskan sjón- varps- og kvikmyndageira. Hún leyfir mörgu hæfileikafólki að þroska hæfileika sína á hátt sem það hefur kannski ekki fengið tæki- færi til áður,“ segir Silja. Hún segist þó vart geta bent á sérstakar ástæð- ur fyrir umræddri uppbyggingu. „Ég held að það séu margar og flóknar skýringar á henni. Oft er það þannig að eitt kallar á annað og hlutirnir hafa tilhneigingu til að safnast þar sem þeir eru fyrir. Auð- vitað hljóta sjónvarps stöðvarnar svo að vera ráðandi í því hvert pen- ingarnir fara. Viðbrögð almenn- ings eru líka númer eitt, tvö og þrjú. Fólk hefur tekið ótrúlega vel í þetta, eins og sjá má til dæmis á frábærum viðtökum við Nætur- vaktinni og fleiri nýlegum þáttum. Íslenskt leikið efni er bara orðið drullugott og batnar með hverri viku. Gæðin eru að aukast og fólk er ánægt með það,“ segir Silja. Formið skiptir minnstu máli Leikið efni er þó ekki það eina sem heillar, eins og ferilskrá Silju gefur til kynna. Auk heimildarmynd- arinnar um kvennakórinn fylgdi hún Sigur Rós eftir á ferðalagi um Svasíland á síðasta ári og hefur komið að handritagerð, bæði fyrir Stelpurnar og nú fyrir Ástríði. Hún er þar að auki með handrit að kvik- mynd í smíðum. Það hefur vinnu- heitið Skýjað með köflum og hefur fylgt Silju um skeið. „Ég þarf að eyða meiri tíma með því áður en framhaldið skýrist nokkuð og mér liggur ekkert á með það,“ segir Silja, sem segir handritagerðina ekki síður spennandi en leikstjórn- ina. „Mér finnst gaman að geta bæði leikstýrt og skrifað handrit, en ég verð að viðurkenna að mér finnst skemmtilegast að skrifa fyrir sjálfa mig. Þá veit ég án efa hvað ég var að meina þegar ég svo síðar leikstýri efninu, sem er óneitanlega einfald- ara,“ segir Silja brosandi. „Annars finnst mér erfitt að velja eitt form fram yfir annað. Það er eitthvað frábært og rosalega lærdómsríkt við hvert verkefni fyrir sig. Þegar maður er inni í því sér maður ekk- ert annað og finnst það vera það eina rétta í stöðunni. Maður fer í nokkurs konar ástand í kringum verkefni og verður bara heltekinn af því.” En finnst henni hún þá eiga eftir að spreyta sig á einhverju innan kvikmyndagerðarinnar? „Í raun- inni finnst mér formið ekki skipta öllu, á meðan sagan er góð og ég tengi við hana og finnst hún hafa eitthvað erindi. Þannig að ég segi nei, ekki formlega séð, en samt allt annað, alveg óháð forminu. Mér finnst ég eiga allt eftir.” Silja Hauksdóttir leikstýrir tveimur nýjum þáttaröð- um sem sýndar verða í haust og vetur. Hún segist enn eiga allt eftir. „ Það er eitthvað frábært og rosalega lærdómsríkt við hvert verkefni fyrir sig. Þegar maður er inni í því sér maður ekkert annað Lúxusnámskeið NordicaSpa er hannað til að koma þér af stað á mjög árangursríkan og einfaldan hátt. Tilgangur námskeiðisins er að koma þér á æðra stig hvað varðar líkamlega og andlega heilsu. Fimm tímar í viku – Brennsla og styrkur 3 öflugir brennslutímar 2 styrktartímar í sal undir handleiðslu þjálfara Vikulegar mælingar Ítarleg næringarráðgjöf Fyrirlestur – Borðaðu til að léttast og auka orkuna Slökun og herðanudd eftir hverja æfingu Hollustudrykkur eftir hverja æfingu Takmarkaður fjöldi Tímar eru: 6:30, 7:30, 10:00, 12:00, 16:30 og 18:30 fimm sinnum í viku Þjálfari er Gunnar Már Sigfússon 1. vika – Orkuhleðsla Í fyrstu vikunni byggir þú upp orku og kemur líkamanum í jafnvægi. 2. vika – Öflug melting – Aukin brennsla Í viku tvö er verið að efla og bæta meltinguna til að þú fáir sem mest út úr holla matnum sem þú ert að borða. 3. vika – Hormóna jafnvægi – Hreinsun Þriðja vikan mun koma jafnvægi á hormónaflæði líkamanns sem mun hafa áhrif á skap þitt, lífsorku og kraft. 4. vika – Ónæmiskerfi eflt – Jafnvægi Í viku fjögur byggjum við upp ónæmiskerfið og hjálpum því að verja líkamann á náttúrulegan hátt. Ný námskeið hefjast 11. ágúst Skráning er hafin í síma 444 5090 eða nordicaspa@nordicaspa.is www.nordicaspa.is Hilton Reykjavík Nordica Hotel Suðurlandsbraut 2 Sími 444 5090 nordicaspa@nordicaspa.is www.nordicaspa.is Styrmir Þór Bragason 37 ára forstjóri MP Fjárfestingarbanka Skemmtilegt og fjölbreytt námskeið og besta aðhald sem ég hef fengið og það er það sem skiptir öllu máli þegar maður er að koma sér í form með breyttu mataræði og meiri hreyfingu. Ég var farinn að hlakka til að komast á æfingar og ég fann að orkan jókst mikið á skömmum tíma sem skipir miklu máli í minni vinnu. Rannveig I. Marelsdóttir 48 ára bókari hjá Mannviti Markviss leiðsögn, frábær aðstaða og mesta aðhald sem hægt er að fá. Hér eru engar öfgar á ferð. Farið er vel ofan í mataræðið á skynsaman hátt og bætt við skemmtilegri hreyfingu – útkoman er aukinn orka, úthald og vellíðan í daglegu lífi. Getum mælt með þessu námskeiði við hvern sem er – 100% árangur. Björk Baldvinsdóttir 29 ára sérfræðingur hjá Kaupþingi Fjögurra vikna lúxusnámskeið fyrir konur og karla 1. ÁGÚST 2008 FÖSTUDAGUR • 9

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.