Fréttablaðið - 01.08.2008, Side 50

Fréttablaðið - 01.08.2008, Side 50
26 1. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is Kl. 20 Blandaður kór frá bænum Pori í Finnlandi kemur fram á tónleikum í Norræna húsinu í kvöld kl. 20. Á efnisskrá kórsins eru finnsk þjóðlög, valsar, finnskir tangóar og söngvar frá Svíþjóð og Finnlandi. Stjórnandi kórsins er Leelo Lipping fiðluleikari. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum opinn og er því hér á ferð til- valin skemmtun fyrir alla söngunn- endur. Landsbanki Íslands og Menningarnótt í Reykjavík styrktu bönd sín á miðviku- dag en þá var tilkynnt um sérstaka dagskrárliði sem bankinn kostar en Lands- bankinn hefur verið aðal- styrktaraðili hátíðahald- anna í Reykjavík þriðja laugardag í ágúst sem nú verða haldin í þrettánda sinn. Sjö verkefni hlutu á fimmtudag styrk úr nýstofnuðum menning- arnæturpotti Landsbankans. Þau þóttu öll taka á skemmtilegan hátt mið af þema menningarnæt- ur 2008 – Torg í borg. Menning- arnæturpottur Landsbankans er ný leið til að veita frumlegum og sérstökum hugmyndum brautar- gengi á menningarnótt. Mark- miðið er að styrkja lítil og meðal- stór verkefni einstaklinga, hópa eða félagasamtaka sem verða síðan hluti af dagskrá menningar- nætur. Þessi nýjung er liður í nýundirrituðum þriggja ára sam- starfssamningi Höfuðborgar- stofu við Landsbankann sem áfram verður máttarstólpi menn- ingarnætur – eins og verið hefur frá því að menningarnótt var fyrst haldin fyrir þrettán árum. „Hugmyndin með menningar- næturpottinum er að gefa fleira fólki kost á að sýna hvað í þeim býr – og styrkja einstaklinga og hópa til að láta hugmynd sína verða að veruleika,“ segir Björg- ólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, en fram til þessa hefur marga skort fjármagn til að koma upp atrið- um þennan dag þegar þúsundir Reykvíkinga og nærsveitar- manna sækja miðborgina heim. „Við í bankanum lögðum mikla áherslu á að hluti af framlagi bankans til menningarnætur yrði nýttur á þennan hátt, svo að fleiri hugmyndir fengju notið sín. Von- andi verður þetta meðal annars til þess að einhverjir nýliðar fái tækifæri til að koma fram á menningarnótt í ár.“ Hrólfur Jónsson, formaður stjórnar Menningarnætur, sagði við styrkveitinguna: „Menningar- næturpotturinn er mikilvægur þáttur í vaxandi samstarfi Menn- ingarnætur og Landsbankans. Landsbankinn hefur frá upphafi verið óhræddur við að leggja nýjum og óvenjulegum hugmynd- um lið og við fögnum frumkvæði bankans við að koma þessum potti á laggirnar í samvinnu við okkur.“ Á hverju ári streyma hugmynd- ir inn frá skapandi og skemmti- legum Reykvíkingum sem vilja setja svip sinn á menningarnótt þegar lýst er eftir tillögum um atburði á þessum degi, sem í ár verður haldinn laugardaginn 23. ágúst. Reykjavíkurborg reynir að greiða götur sem flestra og styrkir fjölda viðburða bæði með fjárframlögum sem og annarri aðstoð svo að hugmyndir þeirra líti dagsins ljós á hátíðinni en það dugar oft ekki til. Verkefnin sem valin voru úr innsendum tillögum reyndust sjö og eru marbreytileg: Hilmir Jensson og Ingibjörg Huld Har- aldsdóttir búa til litla eyju í mannþrönginni og sýna frum- samda leiksýningu sem hverfist um sögur og sagnalist. Eyjan verður á staðsett á mörkum Laugavegs og Bankastrætis. Íbúasamtök Grjótaþorps ætla að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá í þorpinu sem kennt er við Grjóta, en þar leynast nokkur torg. Á Edinborgartorgi, í Álfasteins- garði og í Vinaminnisgarðinum verður kátt á hjalla. Sagnafólk, ratleikur, stéttamálun, grímur og fornir leikir, ljósmyndasýning, tónlist og þöglar kvikmyndir. Hópur meistaranema í lýð- heilsufræði býður upp á ýmsa leiki fyrir alla fjölskylduna. Heil- brigði, fjölskylda og kátína eru lykilorðin. Nuddhringur, gull- kornakista, risasápukúlur, sippó og risateygjó, fjöllistaverk með þátttöku aðvífandi krakka, hlaup- ið í skarðið og fleiri góðir leikir sem nú eru margir horfnir úr leikbanka barna verða þar rifjað- ir upp. Óskar Ericsson sjónlistamaður gerir vatnslistaverk á Skóla- vörðuholti sem er búið til úr þvottavélum og leikhópurinn Stígis mun setja ljóðið í nýtt form, nánar tiltekið mennskt og fimm metra langt. Ljóðið mun lifna við sem risavaxin mennsk fígúra sett saman af þremur pappírsklæddum verum í dular- fullri athöfn. Gjörningurinn mun eiga sér stað í portinu við hlið Hverfisgötu 32 og mun taka nokkrar klukkustundir. Leikmyndahönnuðurinn Gustavo Blanco og myndlistar- maðurinn Davíð Örn Halldórsson umbreyta verslunarrými á Laugavegi 66 í torg og í Sirku- sportinu niður við Klapparstíg setur Lost Horse Gallery upp vídeó-innsetningu sem er unnin í samstarfi við fjölda listamanna svo sem Eyeloveiceland, Kippa Kaninus, Kiru Kiru, Biogen og Subaqua og sýnir þverskurð íslenskrar vídeólistar. Forráðamenn Landsbankans og forkólfar Menningarnætur voru bjartir yfirlitum þegar þessi nýnæmi voru kynnt. Úti skein sólin á stræti miðborgarinnar. pbb@frettabladid.is Menningarpottur á torgin MENNINGARNÆTURPOTTUR Hrólfur Jónsson, Sif Gunnarsdóttir og Björgólfur Guðmundsson. Hinn virti orgelleikari og -kennari Jon Laukvik er gestur Alþjóðlegs orgel- sumars í Hallgrímskirkju um verslunar- manna helgina. Það vakti athygli í orgelheiminum þegar hann, einungis 28 ára gamall, var ráðinn prófessor í orgelleik við Listaháskólann í Stuttgart. Þar hefur hann kennt síðan og frá árinu 2001 hefur hann einnig verið prófessor við tónlistarháskólann í Ósló. Þetta er í þriðja sinn sem Laukvik kemur fram á tónleikum í Hallgríms- kirkju en tónleikarnir verða á morgun kl. 12 og á sunnudagskvöld kl. 20. Á efnisskrá Laukviks á hádegistónleikunum á laugardag eru fyrst fjórir þættir úr Les Indes galantes sem er óperuballet eftir franska barokktónskáldið Jean-Philippe Rameau en Rameau umritaði sjálfur þessa þætti fyrir sembal. Þá leikur Laukvik allegro maestoso-kaflann úr Konsert eftir þýska 19. aldar tónskáldið Christian Heinrich Rinck og tónleikunum lýkur með 4. og 5. kafla úr 3. orgel- sinfóníu Louis Vierne. Tónleikar sunnudagskvöldsins hefjast einnig á verki eftir Jean-Philippe Rameau en á eftir því leikur Jon Laukvik Floeten-Concert í F-dúr eftir Christian Heinrich Rinck. Það mætti halda að þetta væri umritun á konsert fyrir flautu og hljómsveit en svo er ekki. Rinck skrif- aði aðallega fyrir orgelið og með þessu verki vildi hann sýna hvað það gæti sem konserthljóðfæri. Jon Laukvik hefur einnig samið tölu- vert fyrir orgel og á þessum tónleikum flytur hann verk sitt Triptychon sem hann skrifaði á árunum 1974-8 og er verkið undir áhrifum nýrra strauma í franskri orgelhefð og spuna. Eftir Robert Schumann leikur hann Fjórar skissur frá 1845 og tónleikunum lýkur síðan á 4. og 5. kafla úr 3. orgels- infóníu eftir hinn blinda organista Frúarkirkju í París, Louis Vierne. - vþ Laukvik með tvenna tónleika Með stein í skónum er nýtt smásagna- safn eftir Ara Kr. Sæmundsen. Í safninu eru þrettán smá- sögur sem segja meðal annars frá misheppn- uðu bankaráni, hremmingum við girðinga- vinnu og dreng sem þráir bjúgu í jólamatinn af því honum þykja rjúpur vondar. Salka gefur út. Villibörn, ný skáldsaga eftir Björn Þorláksson er komin út á forlagi Tinda. Þar er tekist á við eina stærstu spurningu sam- tíma okkar, segir í fréttatilkynn- ingu útgáfunn- ar: fólk í sveit sem stendur frammi fyrir nýjum tækifærum. Björn hefur áður gefið út þrjár bækur. Út er komin þýðing Orra Harðarsonar á sjálfævisögu Erics Clapton sem kom út í fyrra og vakti þá mikla athygli fyrir opinskáa lýsingu á einkahögum gítarsnillingsins sem hingað kemur síðar í mánuðinum og leikur hér. Fjölvi gefur út. Clapton rekur feril sinn frá bernsku, og segir meðal ann- ars frá hinum óvenjulegu aðstæðum þeirra mæðgina. Ævisagan spannar allan feril hans til okkar daga og er um leið krufning á lifnaðarháttum helstu poppara okkar tíma. Bókin Ferð um himingeim- inn er komin út. Í henni er að finna stórar og glæsi- legar myndir sem sýna sjónarspil alheimsins í allri sinni dýrð. Myndunum fylgja síðan stuttir en innihaldsríkir skýringar textar. Höfund- ur bókarinnar er danski stjörnufræð- ingurinn Jan Teuber. Þýðingu annað- ist Vilhelm S. Sigmundsson. Myndirnar sem birtast í Ferð um himingeimin er safn af nýjustu ljósmyndum úr himingeimnum sem teknar hafa verið með bestu tækni sem völ er á. Jan Teuber er einn þekktasti stjarn- eðlis fræðingur Danmerkur og hefur sérhæft í kosmólógíu. Hann hefur skrifað fjölda bóka og vísindagreina um stjörnufræði og tengd efni. Opna gefur út. Bókin er í stóru broti og 193 blaðsíður að stærð. NÝJAR BÆKUR Alla daga frá10 til 22 800 5555

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.