Fréttablaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 2
2 9. ágúst 2008 LAUGARDAGUR GEORGÍA, AP Georgíuher réðst inn í Suður-Ossetíu í gær í þeim tilgangi að endurheimta yfirráð sín í hérað- inu. Rússnesk stjórnvöld brugðust ókvæða við, sendu skriðdreka yfir landamærin og gerðu loftárásir. Hundruð óbreyttra borgara eru sögð hafa fallið í átökunum í gær. Bæði Evrópusambandið og NATO hvetja Georgíumenn og Rússa til að hætta öllum átökum og leysa heldur deilumál sín með því að ræða saman. Sérfræðingar óttast að alls- herjarstríð milli Georgíu og Rúss- lands geti brotist út. Smáskærur hafa verið síðustu daga í landinu og í fyrrinótt gerði Georgíuher harðar loftárásir á hér- aðið. Mikhaíl Saakashvili, forseti Georgíu, segir þær árásir aðeins hafa verið svar við árásum heima- manna á georgíska hermenn. Í gær hóf Georgíuher síðan stór- sókn inn í héraðið og sagðist síðdeg- is hafa náð á sitt vald Tskhinvali, höfuðborg héraðsins. Vitni segja borgina nú rústir einar. „Ég sá lík eins og hráviði á götun- um, umhverfis eyðilagðar bygging- ar og í bifreiðum,“ sagði Ljúdmíla Ostajeva, fimmtug kona sem flúði með fjölskyldu sinni til Dsjava, þorps við rússnesku landamærin. „Það er engin leið að telja þau leng- ur. Það er varla nein bygging eftir óskemmd.“ Mikhaíl Saakashvili, forseti Georgíu, hefur sagst staðráðinn í að endurheimta yfirráð yfir Suður- Ossetíu og Abkasíu, en bæði þessi héruð hafa verið sjálfstæð síðan skömmu eftir hrun Sovétríkjanna. Íbúar í Suður-Ossetíu eru um 70 þúsund. Meðal þeirra eru um 14 þúsund Georgíumenn, sem búa í nokkrum þorpum héraðsins, en að öðru leyti eru íbúarnir nánast allir Ossetíumenn, sem hafa lengi haft náin tengsl við Rússland. Meðan Georgía tilheyrði Sovét- ríkjunum naut Suður-Ossetía mik- illa sjálfstjórnarréttinda. Héraðið lýsti fyrst yfir sjálfstæði árið 1989, en til harðra stríðsátaka kom milli Georgíu og Suður-Ossetíu árin 1991-92 þegar Sovétríkin voru liðin undir lok. Síðan hefur Suður-Oss- etía í reynd verið sjálfstætt ríki, rétt eins og Abkasía. Rússneskir friðargæsluliðar hafa verið í Suður-Ossetíu, en Saakashvili Georgíuforseti hefur sakað þá um að kynda undir sjálf- stæðisvilja héraðsbúa. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra lýsti í gær þungum áhyggjum vegna átak- anna. Öryggi óbreyttra borgara sé stefnt í voða, og finna verði frið- samlega lausn á deilunni sem allra fyrst. gudsteinn@frettabladid.is brjann@frettabladid.is Hundruð sögð látin í átökum í Ossetíu Rússar svara árásum Georgíu á Suður-Ossetíu, hérað sem lengi tilheyrði Georg- íu en hefur í reynd verið sjálfstætt síðan 1992. Höfuðborgin lögð í rúst og íbúar hraktir á brott. Sérfræðingar óttast allsherjarstríð milli Georgíu og Rússlands. GEORGÍSKIR HERMENN Innrásin í Suður-Ossetíu hefur kallað á hörð viðbrögð Rússa. FRÉTTABLAÐIÐ/AP REYKJAVÍK Lækjargata er lokuð frá Skólabrú að Geirsötu fram eftir degi í tilefni Hinsegin daga í Reykjavík. Viðskiptavinir verslana og þjónustufyrirtækja ættu að geta komist leiðar sinnar fyrir hádegi og að lokinni gleðigöngunni. Gangan hefst klukkan 14.00 við Hlemm og fer niður Laugaveg og Bankastræti að Arnarhóli um Lækjargötu. Lögreglan beinir þeim tilmæl- um til fólks að það noti bílastæði í nágrenni miðborgarinnar. Sömuleiðis er bent á bílastæðahús og strætisvagna. Þeir sem leggja nálægt gönguleiðinni mega búast við töfum því gert er ráð fyrir talsverðum fjölda gesta. - hþj Hinsegin dagar í Reykjavík: Lækjargata er lokuð daglangt HINSEGIN DAGAR HALDNIR HÁTÍÐLEGIR Lögregla mælist til að fólk leggi ekki bílum sínum í hringiðu hátíðarhaldanna. VINNUMARKAÐUR Starfsmenn sem hafa vottorð læknis sem staðfestir að þeir séu óvinnufærir eftir vinnuslys hafa ítrekað verið kall- aðir aftur til vinnu hjá Norðuráli. Formaður Verkalýðsfélags Akra- ness segir hugsanlega skýringu þá að fyrirtækið vilji að sem fæst alvarleg vinnuslys séu skráð. Á vef verkalýðsfélagsins er sagt frá konu sem lenti í vinnuslysi en var kölluð til vinnu þrátt fyrir að vera óvinnufær. Hún segist hafa verið beðin að vinna létt störf dag- inn eftir að hún varð fyrir lyftara. „Þetta er síður en svo í fyrsta skipti sem þetta kemur upp,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Slys sé talið alvarlegra verði það til þess að starfsmaður geti ekki snúið aftur til vinnu strax eftir slysið. Vilhjálmur segir ekkert að því að starfsmaður taki að sér létt störf, treysti hann sér til þess, en fyrirtækið eigi ekki að beita starfsmanninn þrýstingi. Hann hvetur til þess að verklagsreglur verði settar hjá Norðuráli. Kolbeinn Gunnarsson, formað- ur Verkalýðsfélagsins Hlífar, segir sambærileg mál hafa komið upp hjá álveri Rio Tinto Alcan fyrir nokkrum árum, en leyst hafi verið úr því með því að setja skýr- ar verklagsreglur. Ekki náðist í forsvarsmenn Norðuráls við vinnslu fréttarinnar í gær. - bj Stjórnendur Norðuráls sakaðir um að dylja fjölda alvarlegra vinnuslysa: Óvinnufærir kallaðir til vinnu ÁLVER Kona sem varð fyrir lyftara var kölluð aftur til vinnu hjá Norðuráli nýverið þrátt fyrir að læknir hafi úrskurð- að hana óvinnufæra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FERÐIR „Ég vissi að ég gæti hætt eftir fyrsta daginn og líka annan en mér leið svo vel að ég vildi halda áfram,“ segir Auður Kjartansdóttir sem nýlega gekk í fjóra daga um illfærar skriður í Héðinsfirði þótt hún væri komin fimm mánuði á leið. Gangan var til heiðurs Guðrúnu Þórarinsdótt- ur, húsfreyju í Hvanndölum, sem fyrir 150 árum fór leiðina að vetri til með barn í fanginu og annað undir belti til að sækja eld. „Þetta var töluvert ævintýri og þarna er stórfengleg náttúra,“ segir Auður ánægð en hún leiddi 25 manna hóp á vegum Ferðafé- lags Íslands. - eö/sjá allt Ófrísk um ógreiðfæra leið: Gekk í 150 ára gömul fótspor UMHVERFISMÁL Ekki er rétt að borun vegna gufuöflunar fyrir svonefnda Kröflustöð 2 fari fram við Leirhnjúk, segir í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa Lands- virkjunar, Þorsteini Hilmarssyni. Ómar Ragnarsson, sem nýverið fékk Seacology-verðlaun, sagði í útvarpinu í gær að Gjástykki og Leirhnjúkur væru samliggjandi svæði, verðmæt fyrir heiminn allan. Nú ógni þeim borunarfram- kvæmdir vegna álvers á Bakka. Landsvirkjun segir hins vegar að borað verði í vesturhlíðum Kröflu annars vegar og á svæði norður af Víti hins vegar. Þetta sé skilgreint sem iðnaðarsvæði. - kóþ Landsvirkjun svarar Ómari: Borunin ekki við Leirhnjúk FLUG Sænskar Saab-herþotur flugu sjónflug yfir Heiðmörkinni um klukkan ellefu í gærdag. Talsverður hávaði var af þotunum og þær voru komnar til ára sinna, að sögn starfsmanna í Keflavík. Herþotur heimsækja Ísland nær daglega á leið sinni yfir hafið og fá hér eldsneyti. Þeim má fljúga lægst í 330 metra hæð yfir byggð og í 165 metra hæð yfir óbyggðu landi. Kona, sem hafði samband við Fréttablaðið, sagði sænsku þoturnar hafa verið andstyggileg- ar. Þær hefðu flogið lágflug og farið hraðar en hljóðið. - kóþ Svíar á gömlum Saab: Herþotur yfir Heiðmörkinni DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um aðild að líkamsárás þar sem maður var stunginn með hnífi í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt 1. ágúst síðastliðins. Þriðji maðurinn, sem grunaður er um verknaðinn, hefur viður- kennt að hafa stungið manninn. Mennirnir tveir sem grunaðir eru um aðild að málinu verða í varðhaldi til 11. ágúst vegna rannsóknarhagsmuna. Sá sem fyrir árásinni varð hlaut meðal annars stungusár milli rifbeina, sár á brjóstkassa og á vinstri handlegg. - bj Tveir í haldi vegna árásar: Grunaðir um aðild að árás MÓTMÆLI Hugarafl, samtök fólks í bata sem átt hefur við geðræna erfiðleika að stríða, efndi í gær til þögullar mótmælastöðu við kín- verska sendiráðið á Víðimel 29. Mótmælt var afstöðu kínverskra yfirvalda til geðfatlaðra í tengsl- um við Ólympíuleikana í Peking. Fyrir skömmu gáfu stjórnvöld í Peking út tilmæli í 57 liðum til gesta á leikunum þar sem nefndir eru þeir hópar sem eru óvelkomn- ir til Kína. Voru geðfatlaðir greind- ir sem hluti af þeim sem ekki eru æskilegir gestir. Þórhildur Sveinsdóttir, starfs- maður hjá Hugarafli, segir að félagsmönnum samtakanna hafi ofboðið afstaða Kínverja til fólks með geðraskanir. „Við vorum líka hissa á því að engin umfjöllun hefði verið um þetta. Það er eins og geðfatlaðir eigi bara að taka þessu þegjandi og hljóðalaust.“ Hugarafl boðaði skyld samtök til mótmælastöðunn- ar og mættu fulltrúar frá Geð- hjálp, Geysi og fleirum. Mótmæl- endur báru grímur sem tákn um einhæf viðhorf til geðraskana og að ætlast sé til að geðfatlaðir taki fordómum þegjandi. „Reynt var að afhenda mót- mælaskjal en hurðinni var skellt framan í okkur,“ segir Þórhildur. „Við settum skjalið bara inn um bréfalúguna í staðinn.“ - hþj Geðfötluðum meinaður aðgangur á Ólympíuleikana: Hurðinni skellt á mótmælendur HUGARAFL MÓTMÆLIR VIÐ KÍNVERSKA SENDIRÁÐIÐ Grímurnar eru táknmynd ein- hæfra viðhorfa til geðraskana. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Heimir, gætirðu drukkið Gullfoss? Já, ég er með einn ískaldan hérna fyrir framan mig. Heimir Hermannsson er framkvæmda- stjóri Ölgerðar Reykjavíkur sem setti í gær á markað bjór sem ber nafnið Gullfoss. LÖGREGLUMÁL Talið er að rúmlega tvítugur Lithái sem stöðvaður var við komuna til landsins í fyrradag hafi verið með um 40 pakkningar af amfetamíni innvortis. Lögregla bíður þess enn að allar lyfjapakkningarnar skili sér niður, en um helmingur er talinn hafa skilað sér hingað til. Ekki er ljóst hversu mikið magn er um að ræða. Né hefur verið endanlega staðfest að efnið sé amfetamín. Maðurinn er undir stöðugu eftirliti lækna, og lögreglumenn sitja yfir honum dag og nótt. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. ágúst. - bj Smyglari í gæsluvarðhaldi: Efnið talið vera amfetamín Eldur í steypuskála álvers Eldur varð laus í steypuskála álvers Alcoa á Reyðarfirði í gærkvöldi. Talið er að kviknað hafi í olíu sem lak á heitan málm. Að sögn slökkviliðs gekk vel að slökkva eldinn. LÖGREGLUFRÉTTIR HÁTÍÐARHÖLD „Við reiknum með þrjátíu þúsund gestum í heild,“ segir Júlíus Júlíusson, fram- kvæmdastjóri Fiskidagsins mikla, sem haldinn er á Dalvík í dag. Í gær voru tíu þúsund manns þegar komnir á svæðið en þá var fiskisúpukvöld haldið. „Það felst í því að heimamenn opna heimili sín og bjóða gestum og gangandi upp á fiskisúpu,“ segir Júlíus. „Þar á undan var vináttukeðjan svokall- aða þar sem fimm þúsund manns knúsuðust.“ Í dag troða 160 skemmtikraftar upp, frí sigling verður um fjörðinn og boðið verður upp á stærstu fiskisýningu Evrópu samkvæmt Júlíusi. „Svo verður fimmtán rétta matseðill í boði, sem er hægt að snæða allan daginn.“ - ges Fiskidagurinn mikli á Dalvík: Fimmtán rétta matseðill í boði Harður árekstur Fjórar konur voru fluttar á sjúkrahús Akureyrar seinni partinn í gær eftir harðan árekstur utan við bæinn. Enginn slasaðist alvarlega. SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.