Fréttablaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 27
][ Þótt Auður Kjartansdóttir væri komin fimm mánuði á leið ark- aði hún um illfærar skriður til heiðurs annarri konu sem fyrir 150 árum fór þar um að vetri til með barn í fanginu og annað undir belti. Síga þurfti á línu niður í fjöru í Héðinsfirði, klöngrast þar um flughálar klappir í sex tíma og fara forvaða í sjó upp að mitti áður en klifið var upp í Hvann- dali. Allt þetta lagði Auður Kjart- ansdóttir á sig ásamt 25 öðrum, meðal annars til að minnast afreks Guðrúnar Þórarinsdóttur, hús- freyju í Hvanndölum, árið 1859. Eldurinn hafði slokknað á bænum og bóndinn var á hákarlaveiðum. Guðrún gekk um Hvanndalaskrið- urnar að Vík í Héðinsfirði að sækja eld, bálólétt og bar yngsta barnið sitt en skildi tvö eftir heima. Hún komst á báti til baka. Auður segir þessa leið afar ógreiðfæra. „Þetta var töluvert ævintýri en þarna er stórfengleg náttúra og það var ólýsanlega fal- legt að vera innan um þarann í sólinni og vaða sjó við nyrstu odda Íslands,“ segir hún brosandi Hún er leiðsögumaður og ferðin í Hvanndali var liður í fjögurra daga göngu á vegum Ferðafélags Íslands. „Fyrsta daginn gengum við frá Siglufirði á Illviðrahnjúk í blíðskaparveðri og enduðum á Strákum,“ byrjar Auður ferðalýs- ingu í fáum dráttum. „Næsta dag var siglt á Siglunes og gengið þaðan í Héðinsfjörð, um Nesdal og Pútuskarð sem margir telja ófært. Síðan var Hvanndalur heimsóttur eins og áður er lýst. Þar má sjá rústir eins afskekkt- asta býlis á Íslandi er fór í eyði 1896 og austan þess er Hvann- dalabjarg, 780 m, hæsta stand- berg í heimi sem rís beint úr sjó. Síðasta dagleiðin var yfir í Foss- dal í Ólafsfirði.“ En var Auður ekkert komin að fótum fram? „Nei, alls ekki. Ég vissi að ég gæti hætt eftir fyrsta daginn og líka annan en mér leið svo vel að ég vildi halda áfram.“ gun@frettabladid.is Ólétt um illfærar skriður Klöngrast um flughálar klappir í Hvanndalaskriðum við austanverðan Héðinsfjörð. Auður er reyndur leiðsögumaður og mikil fjallageit. MYND/PÁLL GUÐMUNDSSON Gönguferðir eru oft vinsælar meðal hópa. Vesturferðir geta séð um skipu- lagningu gönguferðar gönguhóps þíns um Vesturland. www.vesturferdir.is í dag klukkan 13.00 á Kvartmílubrautinni Kapelluhrauni. www.kvartmila.is Eftir fl ug til Frankfurt hefst ferðin í stórborginni Frankfurt sem oft er kölluð “Mainhattan“ sökum hárra skýjakljúfa í miðborginni. Við gistum 3 nætur í Mörfelden sem er lítill bær rétt fyrir utan Frankfurt. Förum í skoðunarferðir m.a. í Hessenpark. Menningar og fræðslugarð sem sýnir mikið af gömlum þýskum bindihúsum. Síðan förum við í dagsferð til Rothenburg ob der Tauber, en þessi litla borg er með heillegasta borgarmúr Þýskalands frá miðöldum og er allur miðbærinn í gömlum stíl. Eftir skemmtilega daga er haldið áfram í Rínardalinn til Rüdesheim, þar sem farið er í siglingu eftir Rín til Koblenz og þaðan ekið til Zell, fallegur vínbær við ána Mósel. Farið verður í áhugaverðar skoðunarferðir til Bernkastel og Trier, sem er elsta borg Þýskalands. Svæðið við Mósel er einstaklega fallegt á þessum árstíma, upp- skerutíminn að ganga í garð og munum við bregða okkur í vínsmökkun. Upplýsingar í síma 898-2468 Allir velkomnir! Ferðaklúbburinn Flækjufótur í samvinnu við Bændaferðir Frankfurt – Rothenburg – Mosel 22. september – 29. September 2008 Fararstjóri: Steingrímur Gunnarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.