Fréttablaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 28
[ ] Gucci er næststærsta tískumerki heims og eru vörur þess seldar í um 425 verslunum. Tískuhúsið Gucci hefur verið starfrækt í sjötíu ár og var haldið upp á afmæli þess á dögunum. Það var Guccio Gucci sem stofnaði fyrirtækið á fyrri hluta tuttugustu aldar en hann hannaði sjálfur margar af þekktustu vörum fyrirtækisins. Árið 1947 kynnti Guccio til sögunnar bambushandfangið á Gucci-töskurnar sem enn í dag eru eitt af aðals- merkjum Gucci. Einnig kom hann með röndótta grófofna beltið og rúskinnsmokkasínurnar með stál- bitanum. Guccio lést árið 1953 en þá tók Aldo sonur hans við stjórnandahlutverki fyrirtækisins. Hann kom fyrir- tækinu á alþjóðlegan markað og opnaði búðir í Lond- on, París og New York. Í dag er Gucci söluhæsta tískufyrirtæki Ítalíu og næststærsta tísk- umerki heims. Vörur þess eru seldar í um 425 verslunum um heim allan. - mþþ Hinsegin dagar standa nú yfir í Reykjavík. Há- punktur hátíðarinnar er án efa gleðigangan sem verður nú í dag. Mikill spenningur er oft fyrir gleðigöngunni og þá aðallega þeim búningum sem þar ber fyrir augu. Leyndin er mikil og vilja fæstir þátttakendur gefa upp hvernig búningurinn verður. Eitt er víst að gangan mun gleðja augað og skemmta ungum sem öldnum.En gleðigangan er ekki einungis þekkt fyrir litríka og skemmtilega búninga heldur einnig fjölbreytta hópa sem þar koma fram. Meðal hópa sem koma fram eru ungliðar Samtak- anna 78. Þetta eru krakkar á aldrinum 14-20 ára sem hafa notið góðs af starfsemi Hinsegin daga og gleðigöngunnar. „Við verðum með bíl og öll saman á pallinum, um tuttugu manns. Þemað hjá okkur í ár er árið 1978, í tilefni af 30 ára afmæli samtakanna, og verðum við öll klædd eftir því,“ segir Guðmund- ur Smári Veigarsson, einn af umsjónarmönnum ungliðanna. Litadýrðin birtist ekki aðeins í mismunandi búningum heldur einnig í þjóðernum. Natthawat, eða Vat eins og hann er kallaður, mun verða með afar skemmtilegt atriði og búning. „Við verðum nítján saman á pallinum með atriði og í flottum búningum. Þeir eru mjög skrautlegir. Til að sjá atriðið verður fólk bara að koma,“ segir Vat hlæjandi. „Við erum að æfa atriðið á fullu núna svo allt verði tilbúið í göngunni. Undirbúningurinn er búinn að vera mikill og einstaklega skemmtilegur.“ Hópur hinsegin foreldra mun einnig koma fram í göngunni ásamt börnum sínum. „Við erum hátt í sextíu manns sem tökum þátt í þessu. Við verðum í göngunni syngjandi barnalög og munum hafa það gaman. Eldri börnin verða á hjólum og síðan koma barnavagnar og óléttar konur,“ segir Guðrún Óskarsdóttir, þátttakandi í göngunni. „Við verðum öll í búningum þar sem á stendur: Stolt fjölskylda. Framan á bolunum verður síðan mynd af tveimur konum með eitt barn eða tveimur körlum með eitt barn. Stemningin er ótrúlega góð fyrir göngunni og hlökkum við mikið til,“ segir Guðrún spennt fyrir laugardeginum. Gleðigangan leggur af stað frá Hlemmi klukkan 14.00 og eru allir hvattir til að mæta, sjá flottu búningana og taka þátt í þessari frábæru stemningu. sigridur@frettabladid.is Fjölbreytnin í fyrirrúmi Guðmundur Smári Egilsson er einn af umsjónarmönnum ung- liðanna. Þemað hjá þeim í göngunni verður árið 1978. FRÉTTABLAÐIÐA/GVA Guðrún Óskarsdóttir segir að þátttaka meðal hinsegin foreldra og barna þeirra sé mjög góð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Stígvél geta komið að góðum notum í hinu óútreiknanlega veðri hér á landi. Á mörgum stöðum eru til flott og litrík stígvél sem gera mikið fyrir heildarútlitið. Atriðið hjá Vat verður í aust- urlenskum stíl. Undirbún- ingurinn er búinn að vera strangur svo allt heppnist á laugardaginn. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N Með verslanir um allan heim Fyrirsæta sýnir kventískulínu Gucci fyrir næsta vetur. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.