Fréttablaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 58
42 9. ágúst 2008 LAUGARDAGUR PEKING 2008 Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær komu nokkrar NBA-stjörnur óvænt við í húsi íslensku keppendanna á dögunum. Ekki hafði fengist staðfesting á því hvað þeir voru nákvæmlega að gera þar en badmintonstúlkan Ragna Ingólfsdóttir leysti frá skjóðunni í spjalli við Frétta- blaðið í gær en hún var ein af þeim sem hitti stórstjörnurnar. „Ragga [Ragnheiður Ragnarsdóttir sund- kona., innsk. blm] er ekki feimin stúlka. Hún var í matsalnum og sá þessa stráka þar en þeir voru í heimsókn enda gista þeir ekki í Ólymp- íuþorpinu. Hún fór að fá mynd af sér með þeim og þeir voru heldur betur til í það. Þetta snerist svo við og þeir voru eiginlega allir farnir að taka mynd af sér með henni. Svo eltu þeir hana að okkar byggingu og hún vissi ekkert af því. Hún var að segja mér frá því að hún hefði hitt þá og við vorum bara hlæjandi þegar þeir voru allt í einu komnir inn,“ sagði Ragna og hló dátt er hún rifjaði upp þessa skemmtilegu stund. Alls mættu átta leikmenn úr stjörnuliði Bandaríkjanna í heimsókn í íslenska húsið og þeirra á meðal voru LeBron James og Jason Kidd. Þeir stöldruðu við nokkra stund og spjölluðu við íslensku stelp- urnar sem og strákana úr hand- boltalandsliðinu. „Þessir körfuboltagaurar voru þvílíkt til í að hitta okkur aftur. Voru að skora á mig í badminton og ég sagðist myndi rústa þeim,“ sagði Ragna en telur hún að NBA-stjörn- urnar hafi verið að reyna við þær? „Ég veit ekki hvernig þessir kall- ar haga sér í þessum ferðum en við tókum ekkert í þetta þannig. Ég efast um að þeir komi aftur þó svo þeir hafi sagst vilja koma. Þeir eru alltaf með einhverjar sætar stelpur í kringum sig og við vorum kannski bara einar af hópnum,“ sagði Ragna og hló enn meira en hún segir uppákomuna hafa vakið mikla lukku hjá handboltalandsliðinu sem vilji næst fá stelpurnar til þess að redda Ronaldinho í heimsókn. NBA-stjörnurnar voru á eftir sunddrottningunni Ragnheiði Íslenski hópurinn fékk góða heimsókn frá nokkrum af bestu íþróttamönnum heims. Átta leikmenn banda- ríska körfuboltalandsliðsins létu sjá sig eftir að þeir eltu Ragnheiði Ragnarsdóttur inn í Ólympíuþorpið. PEKING 2008 Þormóður Árni Jónsson, júdókappi úr Júdófélagi Reykjavíkur, er fyrsti íslenski keppandinn í júdó til þess að taka þátt í Ólympíuleikum í tólf ár. Hann er því eðlilega fullur tilhlökk- unnar en jafnframt einbeitt- ur við að ná árangri. „Að vera á Ólympíu- leikunum verður örugglega mikil upp- lifun sem slík en ég ætla ekki að dvelja neitt of mikið við það og ætla ekki að láta utanaðkom- andi áhrif trufla mig frá keppn- inni sjálfri. Í grunninn er þetta náttúrulega bara eins og hver önnur keppni og ég ætla bara að einbeita mér að júdóinu,“ segir Þormóður. Hjá hverjum og einum þátttakenda á Ólympíuleikun- um í Peking liggur mikil vinna og erfiður undirbúningur að baki og Þormóður er vitanlega ekki undanþeginn því. „Undirbúningurinn er búinn að vera strangur en er búinn að ganga ágæt- lega og alveg stórslysalaust. Ég keppti nokkuð stíft á síðasta ári og fram í júní á þessu ári. En eftir miðjan júní er búið að vera lítið um mót og ég hef því bara verið að æfa af krafti og farið í æfingarbúðir í stað- inn. Ég æfi að jafnaði tvisvar sinnum á dag, tvo tíma í senn og nýt liðssinnis Bjarna Frið- rikssonar við það. Ég ákvað í þetta skipti, fyrir Ólympíu- leikana í Peking, að leita til Bjarna og fá hann til þess að þjálfa mig og stjórna mér í þessu verkefni. Annars þykist ég nú alltaf vita hvað sé best fyrir mig og hef þjálfað mig að mestu leyti sjálfur hingað til og ég viðurkenni að þetta nýja fyrirkomulag er oft erfitt, en ég virði Bjarna í þessu,“ segir Þormóður og upplýs- ir að þeir félagar hafi lagt línurnar og sam- einast um nokkrar undirbúningáherslur. „Það voru nokkur áhersluatriði í undir- búningnum sem við komum okkur saman um í upphafi. Við höfum verið að keyra mest á úthaldið og tæknina og látið lóðin alveg eiga sig. Við ákváðum það bara að ég hefði alveg nógu mikinn styrk og ætti því frekar að einbeita mér að því að vinna í hinum atriðunum,“ segir Þormóður. Þormóður keppir í þungavigtar +100 kílóa flokki og getur því átt von á að mæta mun þyngri mönnum en hann er sjálfur. „Ég var 126 kíló í byrjun undirbúnings- tímabilsins en er núna kominn niður í 122 kíló og verð bara „leaner and meaner“ eða “snarpari og sneggri” fyrir vikið. Á æfing- um erum við alltaf alla vega tveir, ég og Bjarni, og síðan höfum við verið að fá hina og þessa til þess að æfa með og reynt að finna þá þyngstu og öflugustu. Mótherjar mínir í Peking gætu vegið á bilinu 110 kíló til um það bil 180 kíló þannig að maður þarf að vera við öllu búinn. Annars hefur mér oft gengið betur með þessa þyngri. Það er erfitt að henda þeim til en þeir verða svo- lítið valtir þegar þeir verða þreyttir og maður þarf að spila á það,“ segir Þormóð- ur. Þormóður hefur mest verið að keppa við menn frá Evrópu en þeir eru aðeins einn þriðji hluti keppenda í júdói í hans þyngd- arflokki og hann á því erfitt með því að vita hvar hann stendur fyrir mótið. „Ég hef verið að keppa meira við Evr- ópubúana og þar er mikil samkeppni og keppendur þaðan eru oftar en ekki í efstu sætunum á stærstu mótunum. Ég hef keppt við tvo Afríkumenn og þar standa leikar jafnir, eitt tap og einn sigur, en ég hef alla vega aldrei tapað á móti Bandaríkjamanni og hef keppt við þó nokkra. Hlutirnir þurfa að detta með manni og það er lítið pláss fyrir mistök. Það er heldur ekkert ákveðið fyrirfram, það er enginn sem er með besta tímann eða neitt svoleiðis og það standa því allir jafnir til að byrja með. Það er því allt að vinna,“ segir Þormóður. - óþ Harðjaxlinn Þormóður Árni Jónsson er ekki kominn til Peking til að gleyma sér í Ólympíuandanum, glíman verður í fyrirrúmi: Það standa allir jafnir til að byrja með GÓÐ HEIMSÓKN Logi Geirsson og Ragna Ingólfsdóttir spóka sig hér með NBA-stjörnunum LeBron James og Jason Kidd. MYND/LOGI GEIRSSON HENRY BIRGIR GUNNARSSON Skrifar frá Peking henry@frettabladid.is PEKING 2008 Jakob Jóhann Sveins- son verður fyrstur af íslensku sundmönnunum til að stinga sér til sunds í hinni glæsilegu sund- höll Ólymíuleikanna í dag. Jakob Jóhann tekur þá þátt í undanrás- um í 100 metra bringusundi en hann tekur einnig þátt í 200 metra bringusundi. Þetta er í þriða sinn sem Jakob Jóhann tekur þátt á Ólympíuleik- unum . Honum gekk ekki sérstak- lega vel í Aþenu 2004 og var þá hundóánægður með sjálfan sig. “Ég er búinn að hugsa mikið um þetta. Fyrir átta árum kom ég afslappaður til leiks enda ungur og ekki búist við neinu. Ég ætlaði mér stóra hluti í Aþenu en það gekk ekki. Ég ætla að njóta þess- ara leika. Ég setti of mikla pressu á mig síðast, hugsaði of mikið um árangur og naut þess ekki að vera þar. Var bara pirraður og stífnaði því upp. Það verður annað upp á teningnum núna,” sagði Jakob kátur eftir æfingu í sundhöllinni glæsilegu. „Ég er í fínu standi og takmark- ið núna er að bæta minn besta tíma. Ég hef verið að æfa mjög vel og fór meðal annars í æfinga- búðir með Evrópumethafanum frá Noregi. Við skelltum okkur upp í háfjallabúðir á Spáni og vorum þar tveir að æfa í fjórar vikur í maí. Við keyrðum hvorn annan út og það skilaði mér miklu,“ sagði hinn 25 ára Jakob Jóhann sem útilokar ekki að reyna einnig að komast á næstu Ólymp- íuleika. „Það er verulega gaman að vera hér í Peking. Maður hefur ekki séð neitt nema neikvæðar fréttir í fjölmiðlum af þessum stað. Svo kemur maður hingað og þetta er alls ekkert svona hræðilegt. Flott- ar byggingar og allt bara veru- lega glæsilegt,“ sagði Jakob sem er hjátrúarfullur og klikkar aldrei á einu atriði. “Ég labba alltaf út á bakka í gömlum fótboltasokkum. Þetta eru svona 14 ára gamlir sokkar sem ég fékk þegar ég var í fótbolt- anum með Fram. Mér líður alltaf vel að labba að lauginni í þessum sokkum. Ég veit ekki af hverju,“ sagði Jakob kíminn. - hbg Jakob Jóhann Sveinsson er í hörkuformi þessa dagana en hann keppir í dag: Á bakkanum í fótboltasokkum GÓÐIR SOKKAR Jakobi líður vel í fótboltasokkum þegar hann labbar að lauginni, sem er einmitt það sem hann gerir í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM PEKING 2008 Suðurnesjastúlkan Erla Dögg Haraldsdóttir hefur verið ein skærasta stjarnan í íslensku sundlífi undanfarin misseri. Þessi geðþekka sund- drottning keppir í 100 metra bringusundi í dag og í 200 metra fjórsundi á morgun. „Mér líður mjög vel og það er aðeins að byggjast upp spenna hjá mér. Biðin hefur ekki verið löng eftir leikunum, tíminn liðið nokkuð hratt en það er æðislegt að vera komin hingað. Þetta er í raun ekki alveg eins og ég átti von á, það er allt hér mun betra en ég bjóst við,“ sagði Erla Dögg brosmild en hún bíður spennt eftir því að synda í sundhöllinni glæsilegu. „Það verður alveg svakalegt og frábært að fá að taka þátt í þessu. Vonandi halda taugarnar hjá mér svo ég einbeiti mér bara að minni braut og láti annað ekki trufla mig. Stefnan er að bæta mína bestu tíma og ég er í raun ekkert að hugsa um nein sæti. Ef ég bæti minn besta tíma á ég kannski smá von um að komast áfram,“ sagði Erla Dögg sem er að taka þátt í sínum fyrstu Ólympíuleikum. - hbg Erla Dögg í eldlínunni: Frábært að taka þátt í þessu Norðurlandamótið í körfub. Ísland-Finnland 46-57 (20-28) Stig Íslands: Signý Hermannsdóttir 11 (20 fráköst, 5 varin skot), Helena Sverrisdóttir 11, Kristrún Sigurjónsdóttir 6, Hildur Sigurðardóttir 5, Sigrún Ámundadóttir 5, Petrúnella Skúladóttir 3, Pálína Gunnlaugsdóttir 3, Margrét Kara Sturludóttir 2. Landsbankadeild kvenna: Afturelding-Valur 0-8 KR-Fylkir 5-0 Fjölnir-HK/Víkingur 3-1 Keflavík-Stjarnan 0-0 ÚRSLIT ERLA DÖGG Vonast til að halda tauga- spennunni réttri í keppninni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.