Fréttablaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 56
Viltu fá upplýsingar um hraða, tíma, vegalengd og kaloríur sem þú hefur brennt á meðan þú hleypur? Með Nike+ getur þú fengið allar þessar upplýsingar um leið og þú hlustar á uppáhalds tónlistina þína. Nemi í Nike hlaupaskónum þínum fylgist með hverju skrefi sem þú tekur og skilar upplýsingunum í iPodinn þinn. Kynntu þér NIKE+ á næsta sölustað og upplifðu hlaupin þín á nýjan og skemmtilegri hátt Kíktu á nike.is og kynntu þér málið 40 9. ágúst 2008 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is FH lenti ekki í teljandi vandræðum með væng- brotið lið Þróttar og vann örugglega 2-0 og hélt þar með toppsætinu. Litlu munaði hins vegar að Keflavík tapaði mikilvægum stigum gegn botnliði HK á heimavelli sínum en Keflvíkingurinn Hörður Sveinsson skor- aði sigurmarkið á lokasekúndum leiksins. ÍA sótti heldur ekki gull í greipar Fram og tapaði 2-0 á Laugardalsvelli. Tvíburarnir Arnar og Bjarki eru því enn að leita eftir sínum fyrsta sigri í Landsbankadeildinni en þeir voru báðir í byrjunarliði ÍA í leiknum. Breiðablik og KR gerðu 1-1 jafn- tefli í skemmtilegum fótboltaleik á Kópavogsvelli en hvorugt liðið var eflaust sátt með það því þar með misstu þau sjónar af toppliðunum í bili. Valsmenn héldu hins vegar pressunni á FH og Keflavík með 2-0 sigri gegn Fylki og hafa unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum í deildinni. Grindvík hélt uppteknum hætti á útivelli þegar liðið heimsótti Fjölni í Grafarvoginn og vann 0-1 en Grindvíkingar hafa unnið fimm af sjö útileikjum sínum í deildinni en aðeins unnið einn heimaleik. 14. UMFERÐ LANDSBANKADEILDAR KARLA: ENN VERSNAR STAÐAN HJÁ HK OG ÍA FH-ingar áfram í toppsætinu TÖLURNAR TALA Flest skot: 15, FH Flest skot á mark: 10, FH Fæst skot: 5, Þróttur Hæsta með.ein.: 6,8 KR og Valur Lægsta meðaleink.: 5,0 ÍA Grófasta liðið: 17 brot, Bb. og Gr. Prúðasta liðið: 10 brot, Valur Flestir áhorf.: Breiðab.-KR, 1.806 Fæstir áhorf.: Valur-Fylkir, 697 Áhorfendur alls: 6.686 > Besti dómarinn: Þrír dómarar voru efstir með 7 í einkun fyrir 14. umferð. Þóroddur Hjaltalín fyrir leik Fram og ÍA, Garðar Örn Hinriksson fyrir leik Breiðabliks og KR og Þorvaldur Árnason fyrir leik Kefl avíkur og HK. Grétar Sigfinnur Sigurðarson (3) Albert Brynjar Ingason Sam Tillen (3) Guðmundur Benediktsson (3)Tryggvi Guðmundsson (6) Ívar Björnsson Finnur Orri Margeirsson Matthías Vilhjálmsson (3) Mitja Brulc Kjartan Sturluson (3) Davíð Þór Viðarsson >Atvik umferðarinnar Sigurmark Keflvíkingsins Harðar Sveinssonar á lokasek- úndunum í 3-2 sigri Keflavíkur gegn lánlausu liðið HK. Þremur mínútum áður hafði HK jafnað og allt stefndi í jafntefli. Dýrmætt mark þar á ferð. >Ummæli umferðarinnar „Það var engu líkara en ég væri enn í Fylki því stuðningsmenn þeirra sungu um mig allan leikinn. Ég átti alla stúkuna og það hjálpaði mér. Þeir mega endilega mæta á fleiri Valsleiki,“ sagði Valsarinn Albert Brynjar Ingason eftir að hafa skorað eitt mark og lagt upp annað gegn sínum gömlu félögum í Fylki. PEKING 2008 Sarah Blake Bateman er ekki nafn sem margir íþróttaunnendur kannast vel við. Enda er stúlkan fædd og uppalinn í Flórída. Sarah, sem er 18 ára, er íslensk í móðurættina og varð nýlega íslenskur ríkisborgari. Hún keppir í 100 metra baksundi á Ólympíuleikunum í dag. „Það er svo sannarlega draumur að rætast hjá mér að vera komin á Ólympíuleikana. Ég er gríðarlega spennt og get ekki beðið eftir að fá að keppa. Það var takmark mitt að komast hingað, bjóst við því að ná lágmarki en var samt svolítið hissa þegar það gerðist,“ sagði Sarah brosmild eftir æfingu í sundhöllinni en hún nýtur Ólympíureynslunnar í botn. „Mjög spennandi að vera hérna og maður finnur spennuna í öllum. Þetta er mjög sérstakt andrúms- loft. Sundið mitt hérna í Höllinni verður án vafa það mest spenn- andi í lífi mínu. Stefnan er að bæta minn besta tíma. Ég vona að ég verði ekki of stressuð og reyni að dreifa huganum. Það er hættulegt að hugsa of mikið um sundið,“ sagði Sarah sem er stolt af því að keppa fyrir Ísland. „Það er mjög spennandi að keppa fyrir Ísland og ég er lánsöm að fá þetta tækifæri enda ætla ég að njóta þess,“ sagði Sarah og stakk af aftur ofan í laugina. - hbg Íslenska Flórídastúlkan stingur sér til sunds í dag: Ég er lánsöm að fá þetta tækifæri BATEMAN Vonar að stressið nái ekki til sín þegar á hólminn kemur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Albert Brynjar hefur ekki verið fastamaður í byrjunar- liði Vals í sumar en hann nýtti tækifæri sitt vel þegar gömlu félagarnir hans úr Fylki komu í heimsókn á Vodafonevöllinn. „Það var ekki erfitt að koma sér í gírinn fyrir leikinn, það er nokk- uð ljóst. Ég var harðákveðinn að gefa mig hundrað prósent í leikinn og halda áfram á fullu allan tím- ann, sama á hverju myndi ganga. Ég hef ekki fengið að spila eins mikið og ég vildi en ég vissi alveg þegar ég gekk til liðs við Val að samkeppnin væri mikil og maður þyrfti að vera þolinmóður og bíða eftir tækifærunum. Ég fékk þarna tækifæri og mér fannst þetta ganga fínt. Ég byrjaði ef til vill rólega og klúðraði ágætis færi snemma leiks en hélt bara áfram og fann það á mér að ég myndi skora ef ég fengi aftur svipað færi. Það gekk eftir,“ segir Albert sem lagði upp fyrra mark Vals fyrir Guðmund Benediktsson og skoraði svo það seinna sjálfur í 2-0 sigrinum. „Það var frábært að fá að spila loksins með Gumma. Þetta var í fyrsta skiptið sem ég byrjaði með honum frammi, því þegar hann var meiddur var ég að leysa hann af og spilaði þá aðeins fyrir aftan fremsta mann. Það er fínt að hlaupa fyrir framan Gumma og láta leggja upp færi fyrir sig. Reyndar skuldar hann mér eina stoðsendingu eftir þennan leik, ég átti ekki von á því að þetta myndi þróast þannig, en ég er ekkert smeykur við að hann borgi það einhvern tímann aftur,“ segir Albert Brynjar á léttum nótum en hann og Guðmundur eru mágar. Faðir Alberts Brynjars, Ingi Björn Albertsson, var frægur markaskorari á sínum tíma og því lendir framherjinn ungi gjarnan í því að vera líkt við föður sinn. Hann játaði í viðtali við Stöð 2 Sport í fyrrakvöld að samanburð- urinn væri nú orðinn dálítið þreyt- andi. „Ég sagði í viðtali í leikslok að þetta væri nú orðið dálítið þreyt- andi því alltaf þegar maður klúðr- ar færi, heyrir maður sagt að sá gamli hefði nú gert þetta betur og svo framvegis. Pabbi hló bara þegar hann sá þetta,“ sagði Albert að lokum. omar@frettabladid.is Þarf að vera þolinmóður Valsarinn Albert Brynjar Ingason átti góðan leik þegar Valur vann Fylki 2-0 og er fyrir vikið leikmaður 14. umferðar Landsbankadeildar hjá Fréttablaðinu. EKKI LÍKJA MÉR VIÐ PABBA Albert viðurkennir að vera þreyttur á að vera líkt saman við pabba sinn, en hefur þó lúmskt gaman af. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.