Fréttablaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 34
● heimili&hönnun Þrykk á gólffleti er hönnunar- brella sem margir hönnuðir nota í rými sem eiga að hafa frjálslegt yfirbragð. Yfirleitt er þrykkt á steingólf en í raun eru engin tak- mörk fyrir því hvaða gólf er hægt að mála, þó svo áþrykkt teppi sé að flestra mati ekki góð hug- mynd. Að þrykkja á gólf er tiltölulega einföld og ódýr aðgerð. Þar til gerð gólfmálning og skapalón er allt sem til þarf. Einnig er hægt að mála fríhendis og hefur í raun hver sinn hátt á, allt eftir aðstæð- um og smekk. Einn þeirra hönnuða sem hrifn- ir eru af gólfum með munstri eða þrykki er Paola Navone. Reyndar er hún svo hrifin að í húsi henn- ar á Grikklandi er að finna fjöl- mörg góð dæmi um hvernig nota má þrykk á gólf til að lífga upp á herbergi. - tg Myndir og munstur á gólf ●Það er á hvers manns færi að lífga upp á herbergi með einföldu þrykki á gólfflöt Það þarf ekki meira en örfáar línur til að gjörbreyta herbergi. MYND/PAOLA NAVONE Það þarf ekki meira en örfáar línur til að gjörbreyta herbergi. MYND/PAOLA NAVONE ● HILLAN FRÁ ONTWERDUO ER BÆÐI BÓKAHILLA OG BÓKAMERKI Allir lestrarhestar vita að það er nauðsynlegt að eiga gott bókamerki svo maður viti á hvaða síðu maður er staddur við lesturinn. Þegar slíkt er ekki við höndina er freistandi að leggja bókina frá sér opna og á grúfu, en þá bregst það ekki að einhver annar á heimilinu tekur hana upp og lokar henni. Þetta hafði hönnuðurinn Nathan Wiernik í hollenska hönnunarteyminu Ont- werpduo í huga þegar hann hannaði bókahilluna sína. Hún geymir ekki aðeins bækur eins og aðrar hillur heldur hefur hún sérstakan stað fyrir hálflesnar bækur. Hilluna og aðra skemmtilega hluti frá Ontwerpduo má nálgast á síðunni www.ontwerpduo.nl. Hagnýtt og fallegt ● LAMPI EÐA PAPPAKASSI? Flamp-lampinn var hannaður árið 2005 af hönnuðinum Hiroshi Tsunoda en er nú þegar orðinn klassískur hönnunargripur. Lampinn er búinn til úr pappa og minnir einna helst á pappakassa með ljósi. Í kassann eru skornar útlínur lampa og lituð filma sett í gatið svo ljósið sem lampinn gefur frá sér er eins og hefðbundinn lampi í laginu. 9. ÁGÚST 2008 LAUGARDAGUR6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.