Fréttablaðið - 09.08.2008, Side 34

Fréttablaðið - 09.08.2008, Side 34
● heimili&hönnun Þrykk á gólffleti er hönnunar- brella sem margir hönnuðir nota í rými sem eiga að hafa frjálslegt yfirbragð. Yfirleitt er þrykkt á steingólf en í raun eru engin tak- mörk fyrir því hvaða gólf er hægt að mála, þó svo áþrykkt teppi sé að flestra mati ekki góð hug- mynd. Að þrykkja á gólf er tiltölulega einföld og ódýr aðgerð. Þar til gerð gólfmálning og skapalón er allt sem til þarf. Einnig er hægt að mála fríhendis og hefur í raun hver sinn hátt á, allt eftir aðstæð- um og smekk. Einn þeirra hönnuða sem hrifn- ir eru af gólfum með munstri eða þrykki er Paola Navone. Reyndar er hún svo hrifin að í húsi henn- ar á Grikklandi er að finna fjöl- mörg góð dæmi um hvernig nota má þrykk á gólf til að lífga upp á herbergi. - tg Myndir og munstur á gólf ●Það er á hvers manns færi að lífga upp á herbergi með einföldu þrykki á gólfflöt Það þarf ekki meira en örfáar línur til að gjörbreyta herbergi. MYND/PAOLA NAVONE Það þarf ekki meira en örfáar línur til að gjörbreyta herbergi. MYND/PAOLA NAVONE ● HILLAN FRÁ ONTWERDUO ER BÆÐI BÓKAHILLA OG BÓKAMERKI Allir lestrarhestar vita að það er nauðsynlegt að eiga gott bókamerki svo maður viti á hvaða síðu maður er staddur við lesturinn. Þegar slíkt er ekki við höndina er freistandi að leggja bókina frá sér opna og á grúfu, en þá bregst það ekki að einhver annar á heimilinu tekur hana upp og lokar henni. Þetta hafði hönnuðurinn Nathan Wiernik í hollenska hönnunarteyminu Ont- werpduo í huga þegar hann hannaði bókahilluna sína. Hún geymir ekki aðeins bækur eins og aðrar hillur heldur hefur hún sérstakan stað fyrir hálflesnar bækur. Hilluna og aðra skemmtilega hluti frá Ontwerpduo má nálgast á síðunni www.ontwerpduo.nl. Hagnýtt og fallegt ● LAMPI EÐA PAPPAKASSI? Flamp-lampinn var hannaður árið 2005 af hönnuðinum Hiroshi Tsunoda en er nú þegar orðinn klassískur hönnunargripur. Lampinn er búinn til úr pappa og minnir einna helst á pappakassa með ljósi. Í kassann eru skornar útlínur lampa og lituð filma sett í gatið svo ljósið sem lampinn gefur frá sér er eins og hefðbundinn lampi í laginu. 9. ÁGÚST 2008 LAUGARDAGUR6

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.