Fréttablaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 12
12 12. ágúst 2008 ÞRIÐJUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 201 4.220 +0,20% Velta: 5.567 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 6,78 -0,73% ... Atorka 5,52 +0,73% ... Bakkavör 28,10 +3,69% ... Eimskipafélagið 14,15 -0,35% ... Exista 7,62 +4,81% ... Glitnir 15,25 -0,33% ... Icelandair Group 17,55 -0,28% ... Kaupþing 718,00 -0,14% ... Landsbankinn 23,10 -0,22% ... Marel 83,80 +0,60% ... SPRON 3,50 +0,00% ... Straumur- Burðarás 9,35 -0,21% ... Teymi 1,35 +0,00% ... Össur 87,00 +0,00% MESTA HÆKKUN EXISTA +4,81% EIK BANKI +4,59% BAKKAVÖR +3,69% MESTA LÆKKUN ATLANTIC PET. -2,70% ALFESCA -0,73% EIMSIPAFÉLAGIÐ -0,35% Vanskil fyrirtækja við innlánastofnanir ríflega tvöfölduðust á öðrum fjórð- ungi ársins, samkvæmt tölum Fjármálaeftirlitsins. Forstjóri eftirlitsins hvetur banka til að huga að af- skriftarreikningum. Van- skil einstaklinga aukast einnig, en minna. „Eftir að hafa verið í sögulegu lág- marki hafa vanskil aukist tölu- vert, einkum þó hjá fyrirtækjum, sem ætla má að ráðist af almennri þróun í efnahagslífinu,“ segir Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjár- málaeftirlitsins. Stofnunin birti í gær tölur um vanskil fyrir annan fjórðung árs- ins. Þar sést að vanskil fyrirtækja hafa ríflega tvöfaldast. Við lok fyrsta fjórðungs voru um 0,5 pró- sent skuldbindingar fyrirtækja í vanskilum, en við lok annars fjórð- ungs, 1,1 prósent. Vanskil einstakl- inga hafa jafnframt aukist, úr 0,8 prósentum í eitt prósent. Fjármála- eftirlitið tekur saman vanskil sem varað hafa í mánuð eða lengur. Jónas Fr. segir að þótt vanskilin hafi aukist, séu þau svipuð og um mitt ár 2005. Þau hafi verið í sögu- legu lágmarki um síðustu áramót. „Í þessu sambandi er rétt að undir- strika mikilvægi þess að innláns- stofnanir fylgist vel með útlána- gæðum, taki sem fyrst á vanskilamálum og leggi strax til hliðar á afskriftareikning.“ „Mér finnst augljóst að þetta séu teikn um það að það stefni í verulega aukin vandræði hjá mörgum fyrirtækjum. Þessi van- skil benda til þess að sú þróun sé hafin,“ segir Jón Steindór Valdi- marsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, bendir á að vanskilin séu ekki mikil í sögulegu samhengi. „Hins vegar blasir við að þau fara vaxandi. Það er ljóst að ef þetta ástand varir áfram, með háum vöxtum og lokuðum fjármagns- markaði gagnvart útlöndum, er ekki við öðru að búast en að van- skilin fari hraðvaxandi og við sjáum heldur dekkri tölur næst.“ Samkvæmt tölum Fjármála- eftirlitsins voru tæplega 6,2 millj- arðar króna alls í vanskilum við lok annars fjórðungs. Dráttar- vextir, sem eru ákveðnir af Seðla- bankanum, nema nú 26,5 prósent- um. ingimar@markadurinn.is FÆRRI BORGA BANKANUM Vanskil hafa aukist umtalsvert frá fyrsta fjórðungi ársins, samkvæmt tölum Fjármálaeftirlitsins. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins óttast að vanskilin verði enn meiri við lok þessa fjórðungs. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Vanskil tvöfaldast á einum ársfjórðungi „Ávöxtunarkrafa íbúðabréfa hefur farið lækkandi nánast allt þetta ár. Skýringuna kynni að vera að finna í mikilli verðbólgu auk þess sem hlutabréfamarkaðurinn og krónan hafa átt í erfiðleikum,“ segir Ívar Ragnarsson, sviðsstjóri fjármála- sviðs Íbúðalánasjóðs. Sjóðurinn tilkynnti í gær um lækkun íbúðalánavaxta, en lækk- unin kemur í kjölfar útboðs íbúða- bréfa á föstudag. Ívar segir tölu- verða eftirspurn eftir bréfunum, það skýrist að mestu af þessu þrennu. Vextir sjóðsins verða frá og með gærdeginum 4,9 prósent með uppgreiðsluákvæði og 5,4 prósent án þess. Sjóðurinn bauð út átta milljarða króna af íbúðabréfum á föstudag. Tilboð bárust í tæplega tuttugu milljarða. Ívar segir að meira verði boðið út í fjórðungnum, en erfitt sé að spá fyrir um ávöxtunar- kröfuna. Hann bætir við að þótt eftirspurn eftir íbúðabréfum sé mikil við þessar aðstæður, þá séu þau ávallt góður og öruggur fjár- festingarkostur. Kaupþing bauð út skuldabréf vegna íbúðalána ekki alls fyrir löngu. Niðurstaða þess skilaði því að vextir íbúðalána Kaupþings eru nú 6,05 prósent. Vextir ann- arra fjármálastofnana eru hærri. - ikh Verðbólga lækkar vexti „Ég tel ekki líklegt að Seðlabankinn lækki stýri- vextina við vaxtaákvörð- un í september. Mér finnst líklegra að það verði gert við útgáfu Peningamála í nóvember,“ segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaup- þings. Hagkerfið kólni hraðar en Seðlabankinn geri ráð fyrir. Útsölum fari að ljúka og þá fari áhrif af gengi krónunnar að koma inn með innflutningi á nýjum vörum. „Gangi þetta hratt yfir þá gætum við séð vaxtalækk- un,“ segir Ásgeir. „Það er skammt síðan við gáfum út spá þar sem gert er ráð fyrir óbreytt- um stýrivöxtum fram á mitt næsta ár. Ég kannast ekki við að neitt hafi breyst í meginatriðum síðan þá,“ segir Arnór Sig- hvatsson, aðalhagfræð- ingur Seðlabanka Íslands. Stýrivextir Seðlabankans eru nú 15,5 prósent. - ikh Seðlabanki býst ekki við lægri stýrivöxtum ARNÓR SIGHVATSSON RV U n iq u e 0 80 80 2 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is RV Unique örtrefja-ræstikerfið - hagkvæmt, vistvænt og mannvænt Á tilb oði í ágús t 200 8 UniF lex ræ stiva gna r með fylg ihlut um. Start pakk i 20% afs láttu r − all you need ... for cleaning UniFlex Maxi Fiber RV 72015 - fyrir skóla, sjúkrahús og stærri fyrirtæki UniFlex Mini Fiber RV 72017 - fyrir leikskóla og minni fyrirtæki UniFlex II H Fiber RV 72095 - fyrir heilbrigðisstofnanir og stærri fyrirtæki Hlutabréfaverð í Moskvu féll um 3,2 prósent í gær í kjölfar frétta þess efnis að Rússar hefðu gert loftárásir á skotmörk í Georgíu. Á föstudag féll verð um 6,5 eftir að fréttir bárust af því að Georgíu- menn hefðu sent herlið til Suður- Ossetíu. Yfirlýsing Dimitri Medvedev, forseta Rússlands, um að stríðsátökunum myndi ljúka innan skamms hamdi þó verðfallið. Hlutabréfaverð í Rússlandi hefur ekki verið lægra í 22 mánuði. Þótt óttast sé að truflanir geti orðið á olíuflutningum frá Aser baídsjan í gegnum Georgíu hafa stríðsátökin lítil áhrif haft á olíuverð sem féll í 113 dollara tunnan. - msh Hlutabréf lækka í Moskvu Hlutabréfaverð í kauphöll Sjang- hæ féll um 5,2 prósent á mánudag eftir fréttir um að verðbólga í júlí hafi verið 12 prósent á ársvísu. Vaxandi áhyggjur eru einnig af því að versnandi efnahagsástand í Bandaríkjunum hafi áhrif á útflunting frá Kínverja. Talið er að hagvöxtur í Kína verði 9 prósent í ár, í stað 11,7 prósenta í fyrra. Hlutabréfaverð í Kína hefur nú fallið um 59 prósent síðan í októ- ber í fyrra. Greiningardeild Gold- man Sachs spáir því að hluta- bréfaverð eigi enn eftir að lækka. Útlit er einnig fyrir því að hag- kerfi Japan hafi dregist saman á öðrum ársfjórðingi. Talið er að þjóðarframleiðsla þar hafi dregist saman um 2,3 prósent. Stjórnvöld, sem munu birta opinberar tölur í næstu viku, staðfestu á fimmtu- daginn að hagkerfið hefði „veikst“. Hagvöxtur í Japan hefur verið 2,2 prósent að jafnaði frá því í árs- byrjun 2002. - msh Versnandi horfur í Asíu Teymi hefur verið tekið úr OMXI15 Úrvalsvísitölunni vegna ófullnægjandi seljanleika bréfa félagsins. Sem kunnugt er stendur til að afskrá félagið úr Kauphöll Íslands og kjósa hluthafar í Teymi um afskráninguna á fimmtudag. Kauphöllin tilkynnti um breyt- inguna á Úrvalsvísitölunni fyrir helgi og kom þar fram að hún tæki gildi í dag „í samræmi við reglu 4.9 í reglum um samsetningu og viðhald OMXI15 vísitölunnar“. Eftir standa þrettán félög í Úrvalsvísitölunni, Alfesca, Atorka, Bakkavör, Eimskipafélagið, Exista, Glitnir, Icelandair, Kaup- þing, Landsbankinn, Marel, Össur, SPRON og Straumur. - óká Þrettán eftir í vísitölunni KAUPHÖLL ÍSLANDS Útlit er fyrir enn frekari fækkun félaga í Úrvalsvísitölunni renni SPRON saman við Kaupþing fyrir áramót. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Bjartsýnir húseigendur Meirihluti fasteignaeigenda í Bandaríkjunum telur sína eign ónæma fyrir verðhruninu á fasteignamörkuðum vestra. Samkvæmt könnun sem fasteignavefurinn Zill- ow.com birti á miðvikudaginn telja 62 prósent Bandaríkjamanna að fasteignir þeirra hafi hækkað í verði eða staðið í stað síðasta árið. Hið sanna er að 77 prósent allra fasteigna í Bandaríkjunum hafa fallið í verði. Mest er óraunsæið í Suð- urríkjunum en aðeins 28 prósent aðspurðra þar töldu að þeirra eignir hefðu fallið í verði meðan hið sanna er að 69 prósent húseigna í Suður- ríkjunum hafa lækkað í verði. Landshlutamunur vestra Íbúar í Vesturríkjunum, reyndust hins vegar raunsæastir, en 56 prósent þeirra sögðust telja að eignir þeirra hefðu tapað verðgildi. Skýr- ingin kann að vera sú að ástandið á fasteignamörkuðum er verst í Vesturríkjunum, en þar hafa 88 prósent fasteigna fallið í verði. Á sama tíma telja 75 prósent að fasteignir þeirra eigi eftir að haldast jafn vermætar eða hækka í verði næsta árið. Einung- is fjórðungur aðspurðra taldi að þeirra hús myndi falla í verði. Á sama tíma töldu 42 prósent að aðrar eignir í þeirra hverfi myndu falla í verði. Peningaskápurinn ...

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.