Fréttablaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 42
26 12. ágúst 2008 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is PEKING 2008 Erla Dögg Haralds- dóttir varð í 35. sæti af 38 kepp- endum í 200 metra fjórsundi í gær. Erla kom í mark á tímanum 2:20,53 mínútur sem er tæpum tveim sekúndum frá Íslandsmeti hennar en samt næstbesti tími hennar í greininni frá upphafi. „Ég hef verið að bæta mig mjög mikið á þessu ári og í raun fór ég úr 2:21 mínútu í 2:18 þegar ég sló Íslandsmetið. Þetta er sem sagt næstbesti tíminn minn frá upphafi sem ég er svona þokka- lega sátt við en ég hef ekki getað æft mig nógu mikið í þessari grein,“ sagði Erla við Frétta- blaðið skömmu eftir sundið. „Ég hefði viljað einbeita mér almennilega frá því í apríl er ég náði lágmarkinu. Þar sem hægt var að ná lágmörkum til 15. júní gat ég ekki einbeitt mér nógu vel að þessu sundi fyrr en þetta seint. Ef svo hefði ekki verið hefði ég hugsanlega toppað hér. Maður veit það ekki,“ sagði Erla en er hún ánægð með leikana hjá sér? „Eiginlega ekki. Ætla það sé ekki svona sex til sjö á skalanum til tíu. Ég hefði ekki viljað breyta neinu stórkostlegu í undirbún- ingnum. Það er ákveðinn léttir að þetta sé búið. Það eru spenn- andi tímar fram undan og það er alveg pottþétt að ég kem aftur á Ólympíuleikana eftir fjögur ár í London. Þá ætla ég að standa mig betur,“ sagði Erla Dögg. - hbg Erla fjarri sínu besta en á sínum næstbesta tíma: Ætla að standa mig betur í London ERLA Syndir hér í Peking í gær en hún var nokkuð frá sínum besta tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Lögmál 1: Bikarinn skal vera tandurhreinn, þveginn upp úr fitulausri sápu og skolaður í köldu vatni þar til hann nær sama hitastigi og ölið. Þannig verður froðan þéttari og heldur hvítum hlífiskildi sínum lengur yfir hinum dýrmæta vökva. Minnstu óhrein- indi geta spillt fyrir og mengað fullkomin bragðgæði Stellu Artois. Lögmál 2: Þegar byrjað er að hella er bikarnum hallað um 45 gráður. Þá sjáum við hvernig dýrmætur vökvinn hringar sig ofan í bikarinn og myndar iðuna sem er galdurinn við fljótandi gullgerðarlist. Þegar ölið kemst í samband við súr- efni myndast smám saman þétt froða sem innsiglar inni- haldið og verndar það frá fyrsta sopa til hins síðasta. Lögmál 3: Þegar bikarinn, sem hingað til hefur hallað um 45 gráður, hefur verið fylltur að þremur fjórðu skal hann réttur við. Með jafnri hreyfingu er hann samtímis færður niður frá flösku- opi um sem nemur hæð bikarins. Þannig krýnum við ölið þéttri froðu sem skýlir innihaldi bikars- ins og tryggir ferskleika og líf þessa fljótandi gulls. ÍA 1-4 KEFLAVÍK 0-1 Símun Samuelsen (9.), 0-2 Guðm. Steinarsson (19.),1-2 Arnar Gunnlaugs. (49.), 1-3 og 1-4 Patrik Redo (76. og 82.) Akranesvöllur, áhorf.: óuppgefið Eyjólfur M. Kristinsson (5) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 14–18 (9–9) Varin skot Esben 5 – Ómar 6 Horn 7–9 Aukaspyrnur fengnar 12–16 Rangstöður 2–4 ÍA 4–5–1 Esben Madsen 4, Árni Guðmunds 5, Heimir Einarsson 6, Dario Cingel 4 (46. Helgi Magn- ússon 7), Guðjón H. Sveinsson 6, Þórður Guðjóns. 4 (67. Aron Pétursson 5), Pálmi Haraldsson 6, Arnar Gunnlaugsson 8, Guðmundur B. Guðjóns. 5 (46. Árni Pjet. 5), Björn Sigurðarson 6, Stefán Þórðarson 5. Keflavík 4–3–3 Ómar Jóhannsson 8, Guðjón Árni Antoníusson 6, Kenneth Gustafsson 7, Hallgrímur Jónasson 7, Brynjar Guðmundsson 6, Hólmar Rún- arsson 8, Jóhann B. Guðmundsson 5 (61. *Patrik Redo 8), Hans Mathiesen 5, Símun Samuelsen 6, Guðmundur Steinars. 7 (75. Einar Einarsson -), Hörður Sveinsson 7 (82. Þórarinn B. Kristjánsson -). > Helena stigahæst á NM 2008 Helena Sverrisdóttir er stigahæsti leikmaður Norður- landamóts kvenna í körfubolta sem lauk um helgina í Danmörku. Helena skoraði 69 stig í fjórum leikjum sem gera 17,3 stig að meðaltali en hún varð einnig önnur í stoðsendingum, í fjórða sæti í stolnum boltum og í 5. sæti í fráköstum samkvæmt opinberri tölfræði mótsins. Helena var með 8,0 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Signý Hermannsdóttir tók flest fráköst og varði flest skot á mótinu og Petrúnella Skúla- dóttir hitti best allra fyrir utan þriggja stiga línuna. Fjölnismenn töpuðu sínum fjórða leik í röð þegar þeir lágu 2-3 fyrir Íslandsmeisturum Valsmanna á Fjölnisvellin- um í gær. Fjölnismenn voru miklu meira með boltann og sköpuðu sér fjölda færa en Valsmenn nýttu færin sín vel, komust þrisvar yfir í leiknum og þriðja markið nægði til þess að tryggja liðinu fjórða útisigurinn í röð. Það var ekki nóg með að sigurmarkið kæmi gegn gangi leiksins heldur var af því mikil rangstöðu- lykt. „Ég er ánægður með leikinn heilt yfir og það var alveg klárt mál að við áttum að fá eitthvað út úr þessu. Þetta var með stærri ránum sumarsins,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir leik. „Auðvitað þarf að fara betur yfir þetta mark en frá mínum bæjardyrum séð,“ sagði Ásmundur um hvort sigurmarkið hefði verið rangstaða. „Ég sé ekki hvort hann er rangstæður en það er gríðarleg lykt af þessu. Mér finnst stóru liðin njóta vafans hjá dómurunum og mér fannst full mikil virðing fyrir Valsmönnum í dag,“ sagði Ásmundur, sem var samt ánægður með sína stráka. „Við náðum góðu taki á leiknum og stjórnuðum honum mjög vel. Við áttum að klára þetta en niðurstaðan er fínn leikur en engin stig.“ Sigurbjörn Hreiðarsson var mun léttari enda nýbúinn að tryggja Valsmönnum þrjú stig. „Þetta var mjög mikilvægur sigur en þeir voru betri í þessum leik. Við kunnum að klára svona leiki þar sem við erum ekki endilega betri aðilinn. Við vorum ekki að spila nægilega vel en fögnum stigunum,“ sagði hetja Vals- manna eftir leikinn. Sigurbjörn skoraði sigurmarkið sjö mínútum fyrir leikslok og var það fyrsta deildarmark hans fyrir Val síðan 29. maí 2006. „Baldur var að sóla mann og annan fyrir utan teig og svo kom boltinn fyrir. Ég held að þetta hafi örugglega átt að vera sending frá honum. Ég var alveg einn inni í teig og ég get ekki sagt hvort ég hafi verið rangstæður eða ekki. Ég er ekki búinn að skora í langan tíma enda búinn að færa mig aftar á völlinn. Þetta var langþráð mark,“ sagði Sigurbjörn. „Ég skoraði líka þegar ég spilaði hérna síðast,“ bætti miðjumaðurinn við í léttum tón. - óój ÁSMUNDUR ARNARSSON, ÞJÁLFARI FJÖLNIS: ENN Á NÝ ELTIR SEINHEPPNIN NÝLIÐANA ÚR GRAFARVOGI Þetta var með stærri ránum sumarsins FÓTBOLTI „Gæðin hjá sumum leik- mönnum eru alls ekki nógu góð. Það er ekkert flóknara en það og það er klúbbnum til skammar. Félög eins og ÍA eiga ekki að sætta sig við miðlungsleikmenn. Það eru kannski hörð orð en það er sann- leikurinn. Nú þurfum við að taka erfiðar ákvarðanir en við sáum í þessum leik hverjir eru tilbúnir og hverjir ekki.“ Það var vitanlega þungt hljóðið í Arnari Gunnlaugssyni, öðrum þjálfara ÍA, eftir leik sinna manna gegn Keflavík í gær. Keflvíkingar unnu 4-1 sigur en í stöðunni 2-1 voru Skagamenn nálægt því að jafna metin. Þeir vildu til að mynda fá víti en er ekkert var dæmt brugðust þeir illa við og Bjarki, bróðir Arnars og hinn þjálfari ÍA, fékk fyrir vikið að líta rauða spjald- ið. Hann var þó ekki að spila í gær. „Við ætlum ekki að kenna dóm- aranum um okkar ófarir. Þetta jafnast allt saman yfir tímabilið. Ætli við fáum ekki bara víti í næsta leik,“ gantaðist Arnar. Keflavík fékk óskabyrjun í leikn- um og komst 2-0 yfir eftir nítján mínútur. Fyrst skoraði Símun Samuelsen eftir hroðaleg mistök Esben Madsen í markinu og síðar Guðmundur Steinarsson beint úr aukaspyrnu. Arnar svaraði með marki sem kom einnig beint úr aukaspyrnu og hófst þá ótrúlegur leikkafli þar sem bæði lið óðu í færum – sér- staklega heimamenn. En þá kom varamaðurinn Patrik Redo inn á og kláraði leikinn með tveimur mörk- um í lokin. „Ég var ekki ánægður með að missa leikinn í 2-1,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur. „Ég verð samt að vera sáttur við niðurstöðuna. Leikmenn eiga allir sína góðu og slæmu daga en aðal- málið er að þetta var góður sigur á útivelli.“ „Eftir að þeir minnkuðu muninn var komið að þætti Ómars (Jóhann- sonar markvarðar) og hann hélt okkur inn í þessum leik þar til seinni mörkin tvö komu. Við hefð- um samt getað skorað fleiri mörk í leiknum, rétt eins og þeir.“ Arnar sagði að Keflavík hefði verið lengst af betri aðilinn í fyrri hálfleik. „Við áttum svo seinni hálf- leikinn og hefðum átt að jafna. En á móti liði eins og Keflavík er hættu- legt að skilja eftir göt í vörninni sem þeir nýttu sér vel.“ Keflavík minnkaði þar með mun- inn í eitt stig á topplið FH en Kristj- án segir að það sé enginn streita kominn í mannskapinn út af topp- slagnum. „Á meðan við erum einbeittir að okkar markmiðum sem við erum búnir að setja fyrir liði sem og ein- staklingana er þetta í lagi og allt annað ekkert mál.“ eirikur@frettabladid.is Erfiðar ákvarðanir bíða ÍA Arnar Gunnlaugsson sagði eftir tap sinna manna fyrir Keflavík í gær að nú þyrfti að taka erfiðar ákvarðanir. ÍA tapaði sjöunda leiknum í röð í gær. KJÚKLINGASALAT Stuðningsmenn ÍA sendu Guðjóni Þórðarsyni skýr skilaboð með því að bjóða upp á kjúklingasalat fyrir áhorfendur í gær. Guðjón sagði fyrir skömmu að „ekki væri hægt að búa til kjúklingasalat úr kjúklingaskít,“ um Skagaliðið. Ummælin féllu í grýttan jarðveg hjá Skagamönnum sem gerðu þarna stólpagrín að Guðjóni fyrir vikið. FRÉTTABLAÐIÐ/E. STEFÁN TÆKLAÐ ÁN ÁRANGURS Skagamaðurinn Árni Ingi Pjetursson reynir hér að ná bolt- anum af Herði Sveinssyni, án árangurs. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /F Ó TB O LT I.N ET

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.