Fréttablaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 12. ágúst 2008 3
Guðrún Guðjónsdóttir er
nýkomin heim frá Mílanó þar
sem hún stundaði nám í fata-
hönnun og textíl.
Guðrún flutti aftur til Íslands í
síðasta mánuði eftir tveggja ára
nám við hönnunarskóla í Mílanó.
Námið tók þrjú ár en Guðrún fór
strax inn á annað árið þar sem hún
hafði þegar lokið klæðskeranámi
frá Iðnskólanum í Reykjavík.
Guðrúnu gekk einstaklega vel í
skólanum. Hún útskrifaðist með
láði með hæstu einkunn sem gefin
var. „Ég vann líka undankeppni
fyrir fyrirtækið Puma og svo tók
ég þátt í nokkrum sérstökum verk-
efnum, þannig að það má segja að
mér hafi gengið vel,“ segir Guð-
rún. Það er gaman frá því að segja
að hún útskrifaðist einnig sem
semi-dúx frá Iðnskólanum.
Þegar Guðrún var að skoða
skóla erlendis hafði hún augastað
á Ítalíu. „Mig langaði til Mílanó og
Instituto Europeo di Design-skól-
inn varð fyrir valinu. Þar lærði ég
allt í kringum fatahönnun; lita-
samsetningar, sögu hönnunar og
tískuljósmynda, meðhöndlun efna,
mynsturs- og efnishönnun, svo
eitthvað sé nefnt,“ útskýrir Guð-
rún.
Lokaverkefni Guðrúnar var
mjög stórt. „Við gerðum stóra
fatalínu og fullgerðum fjögur
„outfit“ úr henni. Ég fékk svo
Óskar Ómarsson áhugaljósmynd-
ara til að taka flottar myndir af
afrakstrinum,“ segir Guðrún.
Í augnablikinu er Guðrún að
vinna í búningadeild Íslensku
óperunnar, en í framtíðinni langar
hana til Danmerkur og fá vinnu
hjá einhverju af stóru tískuhúsun-
um. „Mig langar að fara út og fá
reynslu við að vinna hjá öðrum.
Ég stefni samt að því að enda hér
heima og jafnvel stofna mitt eigið
fyrirtæki,“ segir Guðrún.
Guðrún mun taka þátt í tísku-
sýningu á Blómstrandi dögum í
Hveragerði á fimmtudag og
sunnudag í næstu viku þar sem
hún mun kynna fatnað sinn. Þeir
sem hafa áhuga á að kynna sér það
nánar er bent á heimasíðuna www.
hveragerdi.is. klara@frettabladid.is
Útskrifaðist með láði
Lokaverkefnið hennar Guðrúnar var
mjög stórt en hún hannaði heila fata-
línu. MYND/ÓSKAR ÓMARSSON
Þetta sérstaka pils er hluti af lokaverk-
efninu og hefur vakið mikla athygli.
MYND/ÓSKAR ÓMARSSON
Guðrún Guðjónsdóttir er nýkomin heim frá Ítalíu þar sem hún lauk námi í fatahönn-
un og textíl. FRETTABLAÐIÐ/GVA
Kaffitár í Bankastræti er
nýfarið af stað með opin
tangókvöld á miðvikudags-
kvöldum.
Svokölluð Milongas-tangókvöld
eru alla miðvikudaga á kaffihús-
inu Kaffitári í Bankastræti og
eru þessi kvöld opin öllum.
Milonga er alþjóðlegt heiti yfir
þá staði þar sem fólk kemur
saman til að dansa tangó. Tangó-
kvöldin hefjast klukkan átta en
þá er opinn tími fyrir byrjendur
þar sem þeir fá leiðsögn frá
reyndum tangódönsurum frá
Tangófélaginu. Þegar líða tekur
á kvöldið koma reyndari dansar-
ar og taka snúning.
Að sögn starfsfólks Kaffitárs
hefur aðsóknin verið að aukast
jafnt og þétt og stemningin verið
góð. Ekki er nauðsynlegt að
mæta með dansfélaga með sér,
allir geta mætt og spreytt sig í
þessum tignarlega dansi.
Áður voru þessi tangókvöld
haldin í Alþjóðahúsinu, en hafa
nú flutt sig yfir í Bankastrætið.
Aðgangseyrir er fimm hundruð
krónur og er leiðsögn inni falin í
verðinu.
- kka
Tangó á Tárinu
Tangó er seiðandi og tignarlegur dans.
S
Ö
N
G
N
Á
M
S
K
E
IÐR
Söngskólinn
er einnig
umboðs-
skrifstofa
fyrir börn og
unglinga á
öllum aldri.
Fjöldinn allur
af efnilegum
nemendum
hefur sungið
á hljómplötum,
í sjónvarpi,
tekið þátt í
auglýsingum,
leikhúsi,
bíómyndum,
og fleira.
Skráning og upplýsingar:
Sími: 588 1111 & 897 7922
poppskolinn@poppskolinn.is
Fákafeni 11 www.poppskolinn.is
Allar nánari upplýsingar á www.poppskolinn.is
S
á
Markmið söngkennslunnar er að þjálfa nemendur í túlkun,
raddbeitingu, sjálfsstyrkingu og framkomu.
Skólinn leitast við að veita nemendum sínum tækifæri til að koma fram opinberlega, svo sem við
hljóðritanir, framkomur í sjónvarpi og á öðrum vettvangi. Skólinn leitast við að hafa sérþjálfað starfslið
sem eru atvinnumenn hver á sínu sviði.
Margir þjóðkunnir listamenn hafa hafið sinn feril hjá Söngskólanum m.a. Ragnheiður Gröndal,
Jóhanna Guðrún, Klara Elíasdóttir (Nylon), Emilía Björg (Nylon) og Alma Guðmundsdóttir (Nylon)
og margir aðrir frábærir söngvarar.
María Björk
Skólastjóri/Söngkona
Regína Ósk
Yfirkennari/Söngkona
Sessý
Söngkona/Kennari
Yohanna
Söngkona/Kennari
Guðrún Árný
Söngkona/Kennari
Guðbjörg
Söngkona/Kennari
Ágústa Ósk
Söngkona/Kennari
Agnar Jón Egilsson
Leikstjóri/Leiklist
hjá Leynileikhúsinu.
nánarar á leynileikhusid.is
ERUM ENNÞÁ MEÐ BESTA VERÐIÐ! 14 ÁRA REYNSLA
HAUSTÖNNIN HEFST Í SEPTEMBER
Söngvaborg kemur í heimsókn til yngstu krakkana.
Á haustönn verður boðið upp á:
Forskóli: Forskóli fyrir 3-5 ára krakka.
5 ára og eldri: Byrjenda- og framhaldsnámskeið.
Unglingar: Byrjenda- og framhaldsnámskeið.
Fullorðnir: Byrjenda- og framhaldsnámskeið.
Aldursskiptir hópar. Haldnir verða tónleikar
á námskeiðinu og nemendur fá upptöku með
söng sínum á geisladiski í lok námskeiðs.