Fréttablaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 38
22 12. ágúst 2008 ÞRIÐJUDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Sjáðu mamma,
Anna borðaði aftur
ísskápsseglana!
Mér finnst ég svik-
inn! Í auglýsingunni
stóð að þú værir
með „töfrafingur“.
Veldu
spil!
Ég hélt að Fannar
kæmi heim yfir
jólin.
Já!
Hann kom fyrir
tveimur vikum!
Hann fór aftur í
háskólann í gær. Er það?
Gott að sjá að þú
og bróðir þinn
haldið sambandi.
Kannski er ég
of mikið einn
inni í herbergi.
Mjási, fyrir hvað
ert þú þakklátur? Símtöl frá vinum.
Mamma,
má Kolla
gista hjá mér
annað kvöld?
Já, það má
hún. Ég skal
hringja í Lindu.
Ef mamma hennar leyfir
verðum við að slá í klárinn,
því svona heimsóknir
þarfnast mikils -
Við ætlum að fá pizzu í
kvöldmat, svo viljum við gera
smákökur og poppkorn, við
ætlum að horfa á mynd,
flétta hárið og svo ætlum við
að fara mjög seint að sofa í
svefnpokum á gólfinu mínu.
- undirbúnings. Já, og við
erum búnar
að panta
pizzuna!
Ritdeilur manna á bloggsvæði Jakobs Smára Magnússonar um hvort helstu sveitaballabönd
landsins séu léleg, leiðinleg, jafnvel
slæm eða frábær skemmtun fá mann til
að hugsa um skoðanafrelsi. Slíkt frelsi
er nefnilega tvíeggjað sverð. Ef öllum
má finnast það sem þeim í rauninni
finnst þá er rasismi ekki vandi heldur
enn ein skoðunin. Það að hrauna yfir
einhvern opinberlega er bara skoðana-
frelsið nýtt til hins ítrasta.
Við viljum öll hafa skoðun á hlutunum
og að okkar skoðun sé jafngild þeirri
sem næsti maður telur rétta. Réttar
skoðanir eru auðvitað ekki til. Nema
allir hafi rétta skoðun og þar með
enginn. En viljum við lifa í heimi þar
sem allir hafa rangt fyrir sér?
Maðurinn sjálfur er nafli alheimsins
og allt miðast við hann sjálfan. Mín
skoðun hlýtur því að vera sú eina rétta
þangað til annað kemur í ljós. Eða hvað?
En maður er manns gaman og ég vil
virða skoðanir annarra. Eða er það bara
eitthvað sem mér var kennt í skóla að
væru grundvallar mannasiðir? Kannski
er bara best að loka augunum og halda
sig (jafnvel hlekkja sig) við sína skoðun.
Það hefur virkað ágætlega fyrir merka
menn heimssögunnar, Hitler til dæmis.
Jú, ætli það sé ekki bara best. Ég held
mig bara við mínar skoðanir og skeyti
engu um skoðanir annarra. Mín skoðun
er sú eina rétta, þar sem alheimurinn
snýst bara um mig. Ef mér finnst grátt
ljótt, þá er það svo. Ef mér finnst
eitthvað heimska, skal það úthrópað og
ef mér finnst einhver tónlist ógeð, þá er
hún ógeð. Allir aðrir hljóta að vera
fávitar. Bara fífl halda því fram að þeir
hafi rétt fyrir sér og ekki ég.
Tvíeggjað sverð skoðanafrelsisins
NOKKUR ORÐ
Kolbrún Björt
Sigfúsdóttir
Ískalt íslenskt vatn
- hvenær sem er
GE kæliskáparnir eru öflugir,
endingargóðir og glæsilega innréttaðir
Kr. 239.000 stgr.
SKAPANDI
SKRIF
með Þorvaldi Þorsteinssyni
(Skilaboðaskjóðan, Blíðfinnsbækurnar,
And Björk, of course..., Vasaleikhúsið)
Langar þig að kynnast sagnameistaranum sem í þér býr?
Vantar þig leiðsögn og hvatningu?
Hvort sem þú ert að feta þín fyrstu skref eða hefur reynslu af
skrifum, þá er þetta námskeið sem nýtist þér.
18. - 28. ágúst nokkur sæti laus
Framhaldsnámskeið!
1. - 11. september skráning hafin
Nokkrar umsagnir þátttakenda:
"Frábært námskeið sem opnar nýja sýn á lífið og tilveruna."
"Fær mann til að hugsa upp á nýtt!"
"Ófyrirgefanlega gaman og nærandi fyrir sálina...”
Námskeiðin fara fram í Rope Yoga setrinu í Laugardal
Nánari upplýsingar á kennsla.is og í síma 8223699
Skráðu þig núna á kennsla.is!