Fréttablaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 40
24 12. ágúst 2008 ÞRIÐJUDAGUR
FÓR BEINT Á
TOPPINN Í USA.
L.I.B.Topp5.is
FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR
FINDING NEMO OG RATATOUILLE
56.000
manns á 19 dögum.
STÆRSTA OPNUN Á ÍSLANDI FYRR OG SÍÐAR
ÁLFABAKKA SELFOSS
AKUREYRI
KEFLAVÍKKRINGLUNNI
THE MUMMY 3 kl. 8 - 10:20 12
WALL-E m/ísl. tali kl. 5:45 L
DARK KNIGHT kl. 8 - 10:50 12
LOVE GURU kl. 6 12
THE MUMMY 3 kl. 8 - 10:30 12
DARK KNIGHT kl. 8 - 10:50 12
WALL-E m/ísl. tali kl. 5:50 L
MAMMA MÍA síð. sýn. kl. 5:40 L
THE MUMMY 3 kl. 5:40 - 8 - 10:30 12
WALL-E m/ísl. tali kl. 6 L
DARK KNIGHT kl. 8 - 10:50 12
THE MUMMY 3 kl. 1:30 - 3:40 - 6 - 8D - 10:30D 12
THE MUMMY 3 kl. 8 - 10:30 VIP
DARK KNIGHT kl. 2 - 5 - 8 - 8:20 - 10:50 12
DARK KNIGHT kl. 2 - 5 VIP
WALL-E m/ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 L
WALL-E m/ensku tali kl. 5:50 - 8 - 10:10 L
MAMMA MÍA 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10:30 L
KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 L
THE MUMMY 3 kl. 5:50D - 8D - 10:30D 12
LOVE GURU kl. 8 - 10 12
WALL-E m/ísl. tali kl. 3:40D - 6 L
DARK KNIGHT kl. 5 - 8 - ( 10:50 Powersýn.) 12
KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 4 L
STÆRSTU OG BESTU ÆVINTÝRIN ERU
EINFALDLEGA ÓDAUÐLEG!
L.I.B.Topp5.is
s.v. mbl
Ásgeir j - DV
TSK - 24 stundir
- bara lúxus
Sími: 553 2075
MÚMÍAN 3 - DIGITAL kl. 3.50, 5.45, 8 og 10.15-P 12
WALL–E – ÍSLENSKT TAL kl. 3.50 og 6 L
THE DARK KNIGHT kl. 4, 7 og 10 12
HELLBOY 2 kl. 8 og 10.15 12
M Y N D O G H L J Ó Ð
POWERSÝNING
KL. 10:15
DIGITAL MYND OG H
LJÓÐ
Tommi - kvikmyndir.is
Ásgeir J - DV
Það er heill heimur inni
í honum sem heldur
honum gangandi!
NÝTT Í BÍÓ!
SÍMI 462 3500
SÍMI 564 0000
12
12
12
12
L
L
L
7
SKRAPP ÚT kl. 6 - 8 - 10
THE LOVE GURU kl. 6 - 10.10
MAMMA MIA kl. 8
12
12
L
SKRAPP ÚT kl. 4 - 6 - 8 - 10
THE MUMMY 3 kl. 5.30D - 8D - 10.30D
THE MUMMY 3 LÚXUS kl. 5.30D
THE LOVE GURU kl. 8 - 10
WALL-E ÍSL. TAL kl. 3.30D - 5.45D
MAMMA MIA kl. 5.30 - 8 - 10.30
MAMMA MIA LÚXUS kl. 5.30D - 10.30D
MEET DAVE kl. 3.30
5%
FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR
BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI
50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ
KAUPIR BÍÓMIÐANN Á
12
12
L
14
SKRAPP ÚT kl. 6 - 8 - 10
THE DARK KNIGHT kl. 6 - 9
MAMMA MIA kl. 5.30 - 8 - 10.30
SEX AND THE CITY kl. 6 - 9
5%
5%
SÍMI 551 9000
12
16
12
L
LOVE GURU kl. 6 - 8 - 10
THE STRANGERS kl. 6 - 8 - 10
HELLBOY 2 kl. 5.30 - 8 - 10.20
MAMMA MIA kl. 5.30 - 8 - 10.30
SÍMI 530 1919
“…meistarverk.”
– New York Magazine
STÓRBROTIN
ÆVINTÝRAMYND
SEM ALLIR
ÆTTU AÐ HAFA
GAMAN AF!
“...SKEMMTILEGA
SKRÍTIN OG ÖÐRUVÍSI
MYND ÞAR SEM MANNI
LEIÐIST ALDREI”
- S.V., MBL
“FÍNASTA SKEMMTUN.
MYNDIN ER
SKEMMTILEG
OG NOTALEG.”
- MANNLÍF
“...fílgúdd mynd. Húmorísk, elskuleg saga
með góðum lyktum og breyskum persónum”
- P.B.B., FBL
“ VEL GERÐ, VEL
LEIKIN...OG DIDDA
JÓNSDÓTTIR ER
FRÁBÆR”
- J.V.J., DV
O’Connell-hjónin eru mætt aftur í
þriðja ævintýrið sitt eftir að hafa
barist við egypska múmíu í The
Mummy frá 1999 og The Mummy
Returns frá 2001. Árið er nú 1946
og þau kveðja friðsælt líf sitt fyrir
sendiferð til Kína, þar sem full-
vaxta sonur þeirra stundar upp-
gröft. Leikar æsast hins vegar
þegar hinn illi Drekakeisari og
her hans, sem sonurinn gróf upp,
vaknar til lífsins eftir 2000 ára
legu. Sá ætlar sér að finna upp-
skriftina að eilífu lífi og ráða yfir
heiminum, svo það kemur í hlut
fjölskyldunnar knáu að stöðva
áætlanir hans.
The Mummy-myndirnar hafa
varla talist til stórmerkilegra
ævintýramynda en þær fyrstu
reyndust standa sig ágætlega sem
skemmtilegar poppkorns-brellu-
veislur. Þessi nýja og þriðja mynd,
ef frá er talin The Scorpion King,
nær þó því miður ekki einu sinni
að vera það. Brellurnar eru vissu-
lega til staðar og stórir bardagar,
en í þetta skipti er lítið sem ekkert
gaman að framvindunni. Mynd-
irnar hafa jafnan verið aðeins
latar útgáfur af Indiana Jones en
þessi er það þreytt að aðstandend-
ur virðast vera hættir að reyna.
Brandararnir missa marks, sögu-
þráðurinn klisjukenndur og fárán-
legur og spennan er misheppnuð
og erfitt að fylgjast með. Sögu-
þræðinum ætti að vera lúmskt
gaman að, en þegar ógurlegir snjó-
menn birtust upp úr þurru í Hima-
laya-fjöllum til að hjálpa aðalhetj-
unum missti ég alla trú á
myndina.
Brendan Fraser er þó gaman að
horfa á sem fyrr, þótt hann virðist
hér aðeins vilja launaseðilinn, en
Maria Bello, sem tekur við af
Rachel Weisz, passar illa inn í sína
persónu. Luke Ford, sem leikur
skuggalega gamlan son Fraser, er
slappur og fær of mikið rými;
John Hannah fær aðeins ómerki-
legt grínhlutverk í hendurnar.
Mesta syndin er þó hvað Jet Li og
bardagahæfileikar hans eru lítið
notaðir, sem og Michelle Yeoh.
Það er þó helst gaman að aust-
ræna þemanu sem kom t.d. fram í
byrjunaratriðinu, en það hefði
getað orðið að annarri og áhuga-
verðri mynd. En The Mummy:
Tomb of the Dragon Emperor
lýkur vonandi þessari kvikmynda-
seríu sem hefði átt að renns sitt
skeið með The Mummy Returns.
Loftur Ingi Bjarnason - Topp5.is
Vonandi síðasta múmían
KVIKMYNDIR
The Mummy: Tomb of the
Dragon Emperor
Leikstjóri: Rob Cohen
★★
Brellurnar eru til staðar og stórir bar-
dagar en í þetta skiptið er lítið sem
ekkert gaman að framvindunni.
Námskeið fyrir íslenskt tónlistar-
fólk um dreifingu, kynningu og
markaðssetningu á tónlist á netinu
verður haldin í Hressingarskálan-
um við Austurstræti 2. september
á vegum MX/Útóns og Útflutn-
ingsráðs Íslands.
Kennari námskeiðsins er Denzyl
Feigelson sem er lifandi goðsögn í
heimi markaðssetningar og dreif-
ingar tónlistar á netinu. Feigelson,
sem er suður-afrískur, hefur á
ferli sínum starfað með nokkrum
af helstu tónlistarmönnum heims,
þar á meðal Paul Simon. Einnig
hefur hann verið umboðsmaður
Alice Cooper, Kenny Loggins og
Luther Vandross. Nýverið var
Denzyl skipaður sérlegur tónlistar-
ráðanautur HM í knattspyrnu
2012, sem fram fer í Suður-
Afríku.
Árið 1995 stofnaði Denzyl fyrir-
tækið AWAL (Artists Without a
Label), sem hefur notið mikillar
velgengni og hefur m.a. starfað
með íslensku sveitinni Blood-
group. Sömuleiðis hefur fyrirtæk-
ið átt stóran þátt í velgengni lista-
manna á borð við Arctic Monkeys,
Editors, Klaxons og Kate
Havnevik.
„Þema dagsins verður að deila
nýjustu þekkingu og tólum sem
listamenn þurfa til þess að komast
af og blómstra í hinu nýja hag-
kerfi tónlistarinnar,“ segir Denzyl
um námskeið sitt í næsta mánuði.
Þar sem húsrými er takmarkað
eru áhugasamir hvattir til þess að
skrá sig sem fyrst með því að
senda póst á netfangið greta@
utflutningsrad.is eða hringja í
síma 511 4000.
Goðsögn heldur námskeið
BLOODGROUP Hljómsveitin Bloodgroup hefur starfað með fyrirtæki Denzyl, AWAL.
Faðir Heroes-stjörnunnar Hayden Panett-
iere, Alan, var handtekinn snemma í
gærmorgun vegna gruns um líkamsárás.
Fórnarlambið er Leslie Panettiere, eigin-
kona hans og móðir leikkonunnar ungu.
Meint líkamsárás átti sér stað aðfaranótt mánudags-
ins, eftir að hjónin komu heim úr veislu. Fyrr um
kvöldið voru þau stödd á góðgerðarsamkomu til
styrktar Whaleman Foundation, sem Hayden var
einmitt kynnir á, sem fram fór á veitingastað Evu
Longoriu, Beso, í Hollywood. Alan ku hafa mislíkað
hversu mikla athygli Leslie sýndi öðrum manni í
veislunni og sagt að hún hefði þar með sýnt honum
vanvirðingu. Hjónin rifust um uppákomuna þegar
heim var komið, en rifrildinu lauk með því að Alan sló
til eiginkonu sinnar svo hún hlaut sýnilega áverka í
andliti.
„Hann varð æstur og sló móðurina í andlitið einu
sinni eða tvisvar, á vinstri kinn, sem olli mari. Mér
skilst að hann hafi slegið hana með krepptum
hnefa,“ segir aðstoðarvarðstjórinn Scott Wolf í
samtali við People. Leslie hringdi sjálf á lögreglu,
sem kom á staðinn um þrjúleytið og færði Alan í
gæsluvarðhald. „Hann hefur verið samstarfsfús,“
segir Wolf um föðurinn, en heimildir TMZ.com
herma að hann hafi ekki enn gefið lögreglu skýrslu
um atburðinn.
Leslie mun hafa verið hvött til að leita sér læknisað-
stoðar vegna áverka sinna en afþakkað. Alan situr nú í
varðhaldi en verður sleppt lausum gegn 50 þúsund
dollara tryggingu, sem samsvarar ríflega fjórum
milljónum íslenskra króna.
Ekki hefur komið fram hvort einhverjir aðrir hafi
verið staddir á heimilinu þegar árásin átti sér stað.
Auk Hayden eiga hjónin soninn Jansen Panettiere, sem
er fjórtán ára gamall og leikari eins og stóra systir.
Faðir Panettiere grunaður
um heimilisofbeldi
HAYDEN OG LESLIE Foreldrar Hayden Panettiere voru viðstadd-
ir góðgerðarsamkomu sem hún var kynnir á áður en meint
líkamsárás átti sér stað. NORDICPHOTOS/GETTY