Fréttablaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 39
ÞRIÐJUDAGUR 12. ágúst 2008 23 folk@frettabladid.is > KATE Í HJÓNABAND Kate Moss áformar að ganga í það heilaga með kær- asta sínum, Jamie Hince, í desember. Fyrirsætan hefur beðið vini sína um að taka mánuðinn frá og ku hafa í huga að trítla upp að altarinu á sveita- býli á Írlandi, sem hún hefur fengið að láni hjá hárgreiðslumanninum sínum, James Brown. Hönnuðurinn Stella McCartney er afar reið út í pelsaframleið- andann Hockley, eftir að hún komst að því að fyrirtækið hugð- ist nota brjóstahaldara úr undir- fatalínu hennar í nýja auglýsingu fyrir loðfeldi. Stella er yfirlýst grænmetisæta og notar engar dýraafurðir í hönnun sinni. Hún var því ekki par sátt við að vera tengd loðfeldaiðnaðinum á þenn- an hátt og hótaði lögsókn yrði auglýsingin ekki tekin út úr áætl- aðri haustherferð. „Ef Stella hefði vitað að brjósta- haldarinn væri fyrir Hockley hefði hún aldrei lánað hann. Hann var lánaður stílista í góðri trú, en þegar Stella sá myndina varð hún öskuill,“ segir heimildarmaður Mail on Sunday. „Hún sagði: þetta er á skjön við allt sem ég stend fyrir,“ segir heimildarmaðurinn, sem vinnur með hönnuðinum. Stella afar ósátt BRJÁLUÐ ÚT Í HOCKLEY Stella McCartney er æf út í pelsaframleiðandann Hockley, sem hugðist nota brjóstahaldara frá henni í auglýsingu. NORDICPHOTOS/GETTY Orðrómur er uppi um að Linda Hamilton, sem lék í fyrstu tveim- ur Terminator-myndunum, fari með lítið hlutverk í fjórðu mynd- inni í seríunni. Um yrði að ræða atriði þar sem skyggnst er inn í fortíðina. Til stendur að gera þrjár nýjar Terminator-myndir og sam- kvæmt framleiðandanum Warner Brothers hefur Hamilton gert samning um að koma fram í litlu hlutverki í þeim öllum. Nýja myndin nefnist Terminator Salvation: The Future Begins og segir frá atburðum sem áttu sér stað á undan þeim sem var fjallað um í fyrstu mynd- inni. Í leik- araliðinu eru Christi- an Bale, Bryce Dallas Howard og Helena Bonham Carter, sem hljóp í skarðið fyrir Tilda Swinton. „Ég leik vonda manneskju,“ sagði Carter. „Ég veit ekki hversu mikið ég má segja en hún er mjög slæm kona.“ Tökur á myndinni standa yfir í Mexíkó og er áætlaður frum- sýningardagur 22. maí á næsta ári. Linda snýr aftur ARNOLD Arnold Schwarzen- egger verður fjarri góðu gamni í nýju Terminator-myndinni. LINDA HAMILTON Hamilton mun hugsanlega fara með lítið hlutverk í Terminator 4. Verslunin Liborius og húsgagna- verslunin Epal hófu nýverið sam- starf og af því tilefni var kallað til veislu á fimmtudaginn var. Fjöldi smekkmanna og -kvenna mætti til þess að skoða hina nýju verslun og var mikið um dýrðir. Lista- konurnar Rakel McMahon og Dagrún Aðalsteinsdóttir voru einnig með gjörning á staðnum sem bar nafnið Silfur svínsins: Hverrar krónu virði. - sm Opnun Liborius SILFUR SVÍNSINS Listakonurnar Rakel McMahon og Dagrún Aðalsteinsdóttir vöktu mikla athygli. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR EIGANDINN Jóhann, eigandi verslunar- innar, og Magnea Guðmundsdóttir. SKEMMTU SÉR Ásgerður Höskuldsdóttir, Ólafur Sigurðsson og Ólafur Haraldsson. Tveir heimsfrægir skemmtikraftar féllu frá um síðustu helgi, þeir Bernie Mac og Isaac Hayes. Mac var fimmtugur en Hayes 65 ára. Fjöldi Hollywood-stjarna hefur tjáð sig um dauða Mac og ljóst er að hann var afar dáður af samstarfsmönnum sínum. „Ég syrgi mjög þennan ótrúlega fyndna og mikla fjölskyldumann,“ sagði Brad Pitt um fráfall hans og George Clooney bætti við: „Heimurinn er ekki alveg eins fyndinn núna. Hans verður sárt saknað.“ Mac var þekktastur fyrir sjón- varpsþátt sinn The Bernie Mac Show, auk þess sem hann lék í myndum á borð við Guess Who og Ocean‘s- myndunum. Isaac Hayes var í hópi vinsælustu þeldökku tón- listarmanna Bandaríkjanna snemma á áttunda áratugnum, ásamt Al Green, James Brown og Stevie Wonder. Lag Hayes við kvikmyndina Shaft náði mikl- um vinsældum árið 1971 og hlaut hann Óskars- og Grammy-verðlaun fyrir. Hann var vígður inn í Frægðarhöll rokksins árið 2002. Hin síðari ár var Hayes líklega þekktastur fyrir að tala fyrir kokkinn í teiknimyndunum South Park, en hætti í fússi eftir að þættirnir gerðu grín að Vísindakirkjunni, sem hann tilheyrði. Þess má geta að bæði Bernie Mac og Isaac Hayes léku í myndinni Soul Men sem verður frumsýnd vestanhafs í nóvember. Hayes og Mac sárt saknað BERNIE MAC Mac féll frá um síðustu helgi eftir að hafa verið áberandi í skemmtanabrans- anum. ISAAC HAYES Sló í gegn snemma á áttunda áratugnum sem tónlistarmaður. Námsmannaþjónusta SPRON Njóttu þes s að vera í ná mi ...og nýttu þér persón ulega þjónustu, h agstæð kj ör og fríðindi se m námsmö nnum standa til b oða Þegar þú skráir þig í SPRON námsmenn færðu flottan 1GB USB minnislykil að gjöf Kynntu þér málið á spron.is Frítt debetkort og 150 fríar debetkortafærslur á ári Frítt Einkaklúbbskort Námsstyrkir, bílprófsstyrkir, bókastyrkir og desemberuppbót Yfirdráttarvextir v/LÍN á mjög hagstæðum kjörum* Skólagjaldalán, Tölvukaupalán og Námslokalán* 25% afsláttur í Laugarásbíó á miðvikudögum og fimmtudögum** Sérkjör á tryggingum hjá VÍS Fjármálaráðgjöf Afsláttur af símgreiðslum í Heimabanka .... og margt fleira Sæktu um núna á spr on.is *samkvæmt útlánareglum SPRON ** Afslátturinn gildir til 31.12.2008 af almennu miðaverði ef greitt er með SPRON korti. Löggildir rafverktakar Rafmagnsvandamál Talaðu þá við okkur Uppl. síma 8604507 / 8494007 islagnir@islagnir.is www.islagnir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.