Fréttablaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 24
 12. ÁGÚST 2008 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● sjávarútvegur Mikilvægt er að skip fari reglu- lega í skipakví til yfirferðar og viðgerða. Eiríkur Ormur Víglundsson, forstjóri Vélsmiðju Orms og Víglundar, sem sérhæfir sig í þjón- ustu og viðhaldi á skipum og bátum og veitir heildarþjónustu við útgerðar fyrirtæki, segir að öllum skipum sé skylt að koma reglulega í slipp til skoðunar. „Þegar skip koma í slippinn er allt yfirfarið. Gamla botnmálningin er alltaf þvegin af og skipin botnmáluð að nýju. Svo er alltaf skipt um sink- kubba, en þeir gera það að verkum að skipin tærast ekki, heldur eyð- ast sink kubbarnir í staðinn. Stýrið og skrúfubúnaður eru að sama skapi ætíð yfirfarin til að ganga úr skugga um að þau séu í fullkomnu lagi. Að sögn Eiríks er misjafnt eftir aldri skipanna hversu oft þau þurfa skoðun. „Eðlilega þurfa nýrri skip að fara sjaldnar í skoðun. Það er yfirleitt miðað við að þau eldri fari einu sinni á ári en ný skip á þriggja ára fresti,“ segir hann. Eiríkir segir líka misjafnt eftir Hagstætt að fara o Eldglæringarnar flugu um loftið þegar ljósmyndari Fréttablaðsins leit við í Vélsmiðjunni. Skipakvíin í Hafnarfirði er vígaleg að sjá. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Hjálmar og líflínur eru eini öryggisbúnaðurinn sem sjómönn- um er skylt að nota við störf sín að sögn Hilmars Snorrasonar, skóla- stjóra Slysavarnaskóla sjómanna. Hilmar segir litlar breytingar eða þróun hafa orðið á öryggisbúnaði þeirra. „Ástæðan er sú að stöðugt erf- iðara er að koma nýjum öryggis- búnaði inn á markað vegna allra þeirra Evrópureglna sem gerðar eru fyrir hann,“ segir hann. „Þetta er ekki eins og áður þegar menn voru að hanna og finna upp ýmsar nýjungar í björgunarbúnaði hér á landi. Þetta er ekki jafn auð- velt í dag og var þá út af Evrópu- tilskipunum sem við búum við. Út af þeim verður búnaður sem nota á í skip að fara í gegnum ákveð- ið ferli og fá ákveðna viðurkenn- ingu sem er mjög kostnaðarsamt. Þess vegna hefur dregið úr þróun á öryggisbúnaði á vegum einstakl- inga.“ Spurður út í mikilvægasta öryggisbúnaðinn segir Hilmar skipið sjálft skipta mestu máli. „Við í Slysavarnarskóla sjómanna erum alla daga að kenna sjómönn- um að verja skipið. Í sambandi við öryggisbúnað sjómanna þá kemur alltaf eitthvað betra fram á sjón- arsviðið, eins og betri hlífðarfatn- aður.“ Hvað hlífðarfatnaði viðvíkur segir Hilmar þó áríðandi að end- urskoða hjálma vel, þar sem engir hjálmar séu sérstaklega hannaðir fyrir þá sem starfa á skipum. „Það er skylda við vinnu á þilförum að nota öryggishjálma og skipstjór- inn á að tryggja það sé gert. Sjó- menn hafa nú val um tvær gerð- ir hjálma, svokallaða skíðahjálma eða verkamannahjálma. Mikil þörf er á því að framleiðendur hanni hjálma sem eru ætlaðir til notk- unar í skipum. Allir vita að mik- ill munur er á hjálmi sem hann- aður er fyrir skíðafólk og hjálmi ætluðum fyrir hættuleg störf eins og eru til sjós.“ Hilmar bendir jafnframt á að þótt banaslysum á sjó hafi fækk- að verulega þurfi menn að vera stöðugt á varðbergi og þá einna helst sjómenn. „Yfirmaður Al- þjóðasiglingamálastofnunarinnar komst vel að orði þegar hann sagði að öryggi skipa væri í góðum far- vegi, en það sem við þyrftum að taka verulega á væri mannlegi þátturinn um borð‘.“ -stp Reglurnar hægja á þróun Hjálmar og líflínur eru eini öryggisbúnaðurinn sem sjómönnum er skylt að nota að sögn Hilmars Snorrasonar, skólastjóra Slysavarnaskóla sjómanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Löndun ehf. - Kjalarvogi 21, 104 Reykjavík - Sími 552 9844 - Fax 562 9844 - londun@londun.is Löndun ehf sér um skipaafgreiðslu í Reykjavík og Hafnarfjarðarhöfn. Fyrirtækið veitir vandaða og skjóta þjónustu. Býður einnig upp á nauðsynlegan tækjabúnað og úrval manna sem reiðubúnir eru með stuttum fyrirvara að landa úr skipum. Fyrirhyggja, lipurð og samviskusemi einkenna þá þjónustu sem við veitum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.