Fréttablaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 22
12. ÁGÚST 2008 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● sjávarútvegur
Ný tegund veiðarfæra gæti
minnkað umhverfisáhrif af
hefðbundnum veiðum og
dregið úr orkuþörf við tog-
veiðar.
Ný tegund veiðarfæra getur, ef
vel tekst til, minnkað umhverfis-
áhrif hefðbundinna veiða verulega
og minnkað orkuþörf við togveið-
ar um allt að fjörutíu prósent. Sótt
hefur verið um einkaleyfi á tækni
til að smala fiski í sjó sem byggir
á rannsóknum á vegum nokkurra
stofnana og fyrirtækja.
Íslensk útgerðarfyrirtæki verja
nálægt tuttugu milljörðum króna
til olíukaupa árið 2008, samkvæmt
mati LÍÚ. Hlutfall olíukostnaðar
af tekjum útgerðarinnar er yfir
tuttugu prósent. Ný veiðitækni
gæti því skilað útgerðinni millj-
arða sparnaði ef og þegar hún nær
útbreiðslu.
Halla Jónsdóttir, verkefnisstjóri
í efnis-, líftækni og orkudeild
á Nýsköpunarmiðstöð Íslands,
greindi nýlega frá afar athyglis-
verðu verkefni sem hefur það að
markmiði að þróa nýja veiðitækni.
„Okkur langaði til að athuga hvort
hægt væri að hugsa veiðarnar upp
á nýtt í ljósi umhverfisvænnar
hönnunar,“ segir Halla. „Tilgangur-
inn er að draga úr orkunotkun. Þá
er talið æskilegt að auka valvirkni
veiðarfæranna og draga úr snert-
ingu þeirra við botn.“
Halla er fisksjúkdómafræðing-
ur að mennt og segir grunnhugs-
unina hafa verið að hugsa veiðarn-
ar út frá fiskinum en ekki veiði-
manninum. „Verkefnið spratt upp
úr vinnu á vegum Rannsókna-
stofnunar fiskiðnaðarins og Iðn-
tæknistofnunar við að meta um-
hverfisáhrif fiskafurða. Þar kom
í ljós hversu mikil orka er notuð
við að ná hverju kílói af fiski. Í
ljós kom að orkunotkunin við veið-
arnar hefur afgerandi mest áhrif
á umhverfið.“
Allt stefnir í að íslensk útgerðar-
fyrirtæki muni greiða tæplega
tuttugu milljarða króna fyrir olíu
á þessu ári. Hlutfall olíu í kostn-
aði útgerðarinnar er komið yfir
tuttugu prósent en eðlilegt telst að
sá kostnaður sé í kringum átta pró-
sent. Kostnaður við kolmunna- og
úthafskarfaveiðar er orðinn rúm
þrjátíu prósent af tekjum og það
gæti farið svo að íslensk fyrirtæki
hætti að sækja í þessar tegundir.
Svartsýnustu spár um þróun
olíuverðs gera ráð fyrir að tonn
af hráolíu muni kosta 150 dollara
fyrir lok ársins og nái 200 doll-
ara markinu á næsta ári. Sveinn
Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur
LÍÚ, segir málið einfalt: þróist
verð á olíu með þessum hætti sé
það langt út fyrir þolmörk útgerð-
arinnar.
Fjórir aðilar tóku höndum
saman um að vinna að þróun
nýrrar veiðitækni: Hafrannsókna-
stofnunin á Ísafirði, Hraðfrysti-
húsið Gunnvör, Fjarðanet og Ný-
sköpunarmiðstöð Íslands sem
leiðir verkefnið. - shá
Byltingarkennd veiði-
tækni þróuð á Íslandi
Hækkandi olíuverð ógnar afkomumöguleikum íslenskra útgerða. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Á Höfn í Hornafirði hefur Best-
fiskur opnað verksmiðju sína fyrir
forvitnum ferðamönnum sem
ólmir vilja sjá hvernig fiskvinnsl-
an fer fram. Starfsemin, sem kall-
ast Saltfisksmiðjan, hefur hlotið
góðar viðtökur enda ekki hlaup-
ið að því fyrir ferðamenn að sjá
hvernig sólþurrkaður saltfiskur er
verkaður.
„Aðsóknin hefur verið mjög
góð í sumar og ferðamennirnir
sem koma til okkar eru afskap-
lega ánægðir,“ segir Sívar Árni
Scheving, framkvæmdastjóri
Bestfisks. „Mörgum þeirra finnst
þetta toppurinn á ferðinni og sumir
segja meira að segja að þetta slái
Gullfossi og Geysi við,“ bætir hann
við og hlær.
Skoðunarferðirnar fara þannig
fram að tekið er á móti hópum í
vinnsluhúsinu. Farið er í gegnum
hvernig saltfiskurinn er og var
sólþurrkaður nú og á árum áður og
svo er gestunum boðið að smakka
á framleiðslunni. Meðal þess sem
er á boðstólum, auk hefðbundins
sjávarfangs, eru grillaðar humar-
pylsur. Sívar vill sem minnst ræða
þær, enda um hálfgerða leyniupp-
skrift að ræða.
Sívar hafði um skeið hleypt
ferðamönnum inn í vinnsluna áður
en Saltfisksmiðjan tók formlega til
starfa í sumar. „Þetta er það sem
ferðamenn vilja sjá en þeim er
ekki hleypt inn neins staðar,“ segir
Sívar. „Ég horfi svolítið öðruvísi
á málið og vil endilega sýna verk-
smiðjuna. Ég byrjaði í litlum mæli
en svo hefur verkefninu vaxið ás-
megin og í sumar fengum við styrk
og ég vonast eftir því að áframhald
verði á því á næsta ári.“ - tg
Slær Gullfossi og Geysi við
Sögu saltfisksverkunar á Hornafirði er haldið á lofti í Saltfisksmiðjunni. Hér er Sívar
Árni til hægri ásamt Friðriki Jónssyni starfsmanni að setja upp mynd sem tekin var af
saltfisksverkun á Hornafirði árið 1930. MYND/HORNAFJORDUR.IS
Mikil og stækkandi útgerð er í
þéttbýliskjörnum Snæfellsbæjar.
Kvótastaða hefur batnað á Snæ-
fellsnesi síðustu sextán ár fremur
en í öðrum sveitarfélögum. Þetta
kemur fram á www.fiskifrettir.is.
Þar segir að stærstu sveitar-
félögunum á Snæfellsnesi hafi
haldist best á kvótanum og bætt við
sig líkt og Grindavík, Vestmanna-
eyjar, Reykjavík og Akureyri.
Kvótaeign Snæfellsbæjar var
3,1 prósent eða 14.700 þorskígildis-
tonn árið 1991 til 1992. Síðan þá
hefur Snæfellsbær bætt talsvert
við sig, eða um 9.000 þorskígildis-
tonnum sem er um sjötíu pró-
senta aukning á sextán árum. Á
síðasta kvótaári voru 4,4 prósent
kvótans í Snæfellsbæ, eða 23.800
þorsk ígildistonn. Til samanburðar
voru stærstu útgerðarstaðir
landsins eins og Vestmannaeyjar
með 62.900 tonn á síðasta kvóta-
ári, Grindavík með 41.200 tonn og
Akureyri með 52.500 tonn. Snæ-
fellsbær stendur sig því vel í út-
gerðinni. - rat
Snæfellsbær bætir
við sig þorskkvóta
Í Ólafsvík á Snæfellsnesi er kvótinn kominn í 1,4 prósent. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Sérfræðingar
í saltfiski
e
NÝJUN
G
e
N
ÝJU
N
G
e
NÝJUNGe
NÝ
JU
N
G
e Ektaréttir
Fyrir verslanir, veingahús,
mötuney og stóreldhús,
til suðu eða steikingar
- Gollaraþunnildi
- Saliskkurl
- Saliskhnakkar, tvær stærðir (lomos)
- Gellur
- Saliskbitar, blandaðar stærðir
- Ýsuök og -hnakkar
- Rækjur
Einnig frábært úrval tilbúinna rétta
frá Ekta réttum, kíkið á vörulistana á netinu!
- Þorskhnakkar
- Steinbítskinnar og -bitar
frumkvöðlafyrirtæki ársins - viðurkenning frá matur úr héraði - localfood
466 1016
pöntunarsími:
www.ektafiskur.is
„...fyrst á visir.is“
...ég sá það á visir.is