Fréttablaðið - 01.09.2008, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000
MÁNUDAGUR
1. september 2008 — 237. tölublað — 8. árgangur
VEÐRIÐ Í DAG
RÓSA STEFÁNSDÓTTIR
Heldur upp á muni
með sögu
• heimili
Í MIÐJU BLAÐSINS
nýttnýtt
OPIÐ LAUGARDAG KL:11-16
FÓLK Íslensk fyrirtæki sem sinna
erlendum kvikmyndafyrirtækjum
hafa sjaldan haft jafn mikið að
gera og í sumar. Helga Margrét
Reykdal hjá True North segir að
fyrirtækið hafi haft í nægu að snú-
ast síðustu vikur. „Ágústmánuður
er búinn að vera sérstaklega
þéttur og fjörugur.“ segir Helga.
Magnús Viðar Jónsson hjá Saga-
Film og Andrea Brabin hjá Esk-
imo hafa sömu sögu að segja. „Það
hefur verið töluvert mikið að gera
hjá okkur í sumar, mun meira en á
sama tíma í fyrra. Fyrirspurnum
frá erlendum fyrirtækjum hefur
einnig fjölgað til muna,“ segir
Magnús Viðar. Ástæðan að baki
þessu mun vera slæmt gengi krón-
unnar. „Staða krónunnar er mjög
veik miðað við erlenda gjaldmiðla
og það er fyrirtækjum eins og
okkar í hag,“ segir Magnús Viðar.
- sm / sjá síðu 30
Mikil eftirspurn eftir kvikmyndatökum á Íslandi eftir hrun krónunnar:
Aldrei verið meira að gera
GUÐBJÖRG ASTRID SKÚLADÓTTIR
Lætur gott af
sér leiða í dansi
Klassíski listdansskólinn fimmtán ára
TÍMAMÓT 18
FASTEIGNIR
Nýtt og vel skipulagt
einbýlishús
Sérblað um fasteignir
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
Sló kennurum sínum við
Arkitektinn Guðni Björn Valberg
átti þátt í vinningstillögu
að Listaháskóla Íslands.
Hann hafði betur gegn
gömlum kennurum
sínum úr skólanum.
FÓLK 30
Spurt er um blöðrubólgu
Auður Alfífa og
Feministafélagið
halda pub-quiz með
fjölbreyttara spurn-
ingavali en tíðkast.
FÓLK 30
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
„Aldur þessa skáps er á huldu, en amma mín fékk hann gefins fyrir langa löngu og þá var hann orðinn ævagamall. Á bernskuárum mínum var hann í öndvegi sem spariskápur í stofunni hjá afa og ömmu, en þegarég fékk é h b
viðarmunstri, en á einhverjum tímapunkti málaði afi hann hvítan til að gera hann nútímalegri. Nú er hann aftur kominn í stofuhlutverk og geymir mitt fínasta púss, spari-kjóla og spariskó í
pabba sínum og þar situr hann með gítar sem ég gaf honum í jólagjöf og æfir gripin. Við fluttum inn í ris-íbúð fyrir um ári og innbúið er að stórum hluta samtínin f á
Heimanmundur með sálUndir súð í fögru risi í Sundunum stendur stolt heimilisins; stofuskápur með fortíð, sögu og sál. Sem í tímans rás hefur geymt það dýrmætasta í fórum íslenskra kvenna; bollapör, puntgripi og hælaskó.
Rósa Stefánsdóttir og unnusti hennar búa hreiður sitt húsmunum úr fórum stórfjöl-skyldunnar, en þessi forláta skápur er í mestum metum hjá Rósu.
FRÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
TÍMASPARNAÐUR getur hlotist af því að setja þvotta-körfu í herbergi allra fjölskyldumeðlima. Þegar körfurnar eru orðnar fullar er ráð að þvo innihaldið og þurrka og skila þvott-inum hreinum í körfunum til fjölskyldumeðlima.
• 5 tímar í skvass
• 5 tímar í Golf
• máltíð á BK Kjúkling
• 5 tímar í ljós
• frítt í allar ÍTR sundlaugarnar• frír mánuður fyrir vin
• tækjakennsla
• bolur
• brúsi
Sport
Klúbburinn
Opið í dag frá kl 10.00 - 18 00
fasteignir 1. SEPTEMBER 2008
Fasteignasalan Ás hefur til sölu nýbyggt ein-býlishús með tvöföldum bílskú í ýj
svefnherbergi og baðherbergi I
Nýtt hús í nýju hverfi
Fallegt og vel skipulagt einbýli innst í botnlanga.
HÚSIN Í BORGINNI • Klapparstíg 5 • 101 Reykjavík • Sími 511 5005 • Fax 511 5009 • www.husin.is
Fr
u
m
Telma Róbertsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Kristín Sigurðardóttir
Löggiltur fasteignasali
Steinunn Frímannsdóttir
Löggiltur fasteignasali
HÚSIN Í BORGINNI
bjóða Kristínu og Steinu
velkomnar til starfa
… það borgar sig!
NORÐURBAKKI 5 - HFJ.
Fr
u
m
OPIÐ HÚS
Í DAG MILLI KL. 17.00 OG 18.00Sérlega vandaðar 3ja og 4ra herb. íbúðir m/stæði í bíla-geymslu í glæsilegu lyftuhúsi á frábærum stað í miðbæ Hfj. GLÆSILEGAR SÝNIGARÍBÚÐIR.KYNNIÐ YKKUR FRÁBÆRA GREIÐSLUMÖGULEIKA.Vandaðar innréttingar og tæki frá EGGGólfhiti m/hitastýringu í hverju rýmiExtra hljóðeinangrun milli hæðaExtra lofthæð
Vandaðar innréttingar og tæki frá EGGFlísalagðar svalir og timburverandirStórar rennihurðar út á svalir og garðSjónvarpsdyrasími
Þakgarður
Afhending við kaupsamning. - Verð frá 26,7 millj.
BJART Í FYRSTU Í dag verða
norðlægar áttir, 3-10 m/s, hvassast
með ströndum. Rigning norðan og
austan til en bjart veður fram eftir
degi á landinu sunnan- og vestan-
verðu. Hiti 10-17 stig, hlýjast syðst.
VEÐUR 4
10 11
11
15
13
STJÓRNMÁL Drög að reglum um
skráningu á fjárhagslegum hags-
munatengslum alþingismanna
voru send úr forsætisnefnd til
umsagnar þingflokka í mars
2007.
Enginn þingflokkur svaraði
erindinu nema VG, sem kom með
breytingartillögur, um að hert yrði
á reglunum og þær festar í lög,
svo refsa mætti fyrir brot á þeim.
Enginn þingflokksformaður
hinna flokkanna man nákvæm-
lega hvers vegna bréfinu var ekki
svarað á sínum tíma, en þess skal
getið að tveir þeirra voru ekki
þingsflokksformenn þá. Málið er
sagt hafa gleymst í aðdraganda
alþingiskosninga í maí. Drögin
eru að danskri fyrirmynd og sam-
kvæmt þeim myndu þingmenn
meðal annars gefa upp eignir
sínar og gjafir sem þeir þiggja,
yfir ákveðnu verðmæti. Bréfið
hefur nú verið ítrekað, og liggur
hjá þingflokksformönnum.
„Það er eina vitið að menn setji
heildstæðar reglur um þessa
hluti, þannig að þetta sé gegn-
sætt,“ segir Lúðvík Bergvinsson,
þingflokksformaður Samfylking-
ar.
Siv Friðleifsdóttir, formaður
þingflokks Framsóknar, segir
reglurnar lítið mál fyrir flokkinn.
„Því við birtum þetta nú þegar
á heimasíðu okkar. Við erum mjög
opin fyrir þessu,“ segir hún.
Vinstri græn birta einnig á
heimasíðu sinni upplýsingar um
eignir þingmanna og Þuríður
Backman, fulltrúi VG í forsætis-
nefnd, segir að flokkur hennar
hafi lengi kallað eftir slíkum regl-
um. Verst sé að drögin geri ráð
fyrir að þingmenn velji hvort það
fylgi reglunum eður ei.
Valkvæðnin er „tóm vitleysa“
að mati Kristins H. Gunnarssonar,
þingflokksformanns Frjálslyndra.
„Það væri nær að gera þetta
með lagafrumvarpi, svo þetta hafi
einhverja lagalega stoð. Annað er
tvískinnungur,“ segir hann.
Annars er ekki á Kristni að
heyra að þingmenn eigi að þurfa
að gefa upp þessa hluti.
Arnbjörg Sveinsdóttir, for-
maður þingflokks sjálfstæðis-
manna, telur ekki að reglurnar
eigi að binda í lög.
„Nei, ég sé enga ástæðu til þess.
Kjörnir fulltrúar bera fyrst og
fremst ábyrgð gagnvart kjósend-
um sínum,“ segir hún.
Baldur Þórhallsson, prófessor
við Háskóla Íslands, segir val-
kvæðar reglur „hálfkák“. „Annað
hvort er að hafa reglur sem öllum
ber að fylgja eða ekki. Og það má
spyrja í framhaldinu: við hvað eru
menn hræddir?“ - kóþ / sjá síðu 2
Þingmenn tefja reglurnar
um eigin hagsmunatengsl
Um átján mánuðir eru síðan drög að reglum um eignir þingmanna voru send til allra flokka. VG var eini
flokkurinn sem svaraði. Ekki verður skylt að gefa upp eignir. „Við hvað eru menn hræddir?“ spyr prófessor.
Bestu pólitíkusarnir
Íslendingar eru ekki bara bestu
handboltamennirnir heldur líka
bestu stjórnmálamennirnir, skrifar
Guðmundur Andri Thorsson.
Í DAG 16
KJARAMÁL Samningafundi ljós-
mæðra og samninganefndar
ríkisins í gær lauk án árangurs.
Guðlaug Einars-
dóttir, formaður
Ljósmæðrafélags
Íslands, segist
ekki sjá neina
viðleitni hjá
samninganefnd
ríkisins til þess að
leysa deiluna.
„Það ber mikið í
milli. Við erum
svartsýnar á að
þetta leysist næstu
daga.“
Verkföll ljósmæðra hefjast að
óbreyttu á fimmtudag.
Að sögn Guðlaugar er næsti
fundur klukkan tvö í dag. Einnig
er félagsfundur hjá Ljósmæðra-
félaginu í kvöld þar sem þessi mál
verða rædd. - þeb
Kjaramál ljósmæðra:
Svartsýnar á að
deilan leysist
GUÐLAUG
EINARSDÓTTIR
Fjölnir í úrslitaleikinn
Tómas Leifsson
tryggði Fjölnis-
mönnum sigur,
3-4, á ögur-
stundu gegn
Fylki í gær.
ÍÞRÓTTIR 26
BÚIST TIL BROTTFARAR Íbúar New Orleans voru hvattir til að yfirgefa borgina í gær fyrir komu fellibylsins Gústavs. Talið er að
stormurinn komi til New Orleans í dag. Íbúar eru enn að jafna sig eftir að stormurinn Katrína fór þar um fyrir þremur árum og
lagði borgina í rúst, segir Gestur Ólafsson prófessor sem býr norðvestan við New Orleans. Sjá síðu 4. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES