Fréttablaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 8
8 1. september 2008 MÁNUDAGUR
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
SVEITARSTJÓRNIR Samgönguráðu-
neytið gerir ekki athugasemd við
framkvæmd ráðningarsamnings
Sigurðar Magnússonar bæjar-
stjóra Álftaness. Ráðuneytið
skoðaði málið að
kröfu Guðmundar
Gunnarssonar,
oddvita minnihlut-
ans í bæjarstjórn.
Í úrskurði
samgönguráðu-
neytisins segir að
30 til 40 þúsund
króna mánaðar-
legar greiðslur til
bæjarstjórans fyrir
nefndarsetur utan
stjórnsýslunnar
séu ekki óhóflegar. Sveitarfélagið
sé í fullum rétti að ákveða
greiðslurnar.
„Ég harma það þegar andstæð-
ingar í stjórnmálum grípa til
vinnubragða af því tagi sem gert
var í þessu máli og ganga fram í
að sverta og hafa æru af andstæð-
ingi sínum þegar málefnaleg rök
þrýtur,“ segir í yfirlýsingu frá
Sigurði Magnússyni bæjarstjóra.
- gar
Úrskurður ráðuneytis:
Bæjarstjóralaun
ekki athugaverð
SIGURÐUR
MAGNÚSSON
SAMGÖNGUR „Það er enginn burður í
veginum lengur, þetta er bara
drullusvað,“ segir Sonja Arnar-
dóttir á Arabæ í Flóahreppi um
fjögurra kílómetra vegakafla við
Þjórsárver í Flóahreppi austan Sel-
foss.
Hún segir mikla umferð fara um
veginn á degi hverjum, þar með
talið skólabíll sem aki þar mörgum
sinnum á dag. Henni finnst óvið-
unandi að engar þungatakmarkan-
ir gildi á veginum. Vöruflutninga-
bílar aki oft þunghlaðnir um veginn
og skemmi hann því enn frekar.
„Það er búið að tala við sveitar-
stjórnina og margbúið að hringja í
Vegagerðina. Við viljum að það sé
borið í veginn og hann sé gerður
mönnum bjóðandi,“ segir Sonja.
Svanur G. Bjarnason, svæðis-
stjóri Vegagerðarinnar á Suður-
landi, segir að fyrr í sumar hafi
vegurinn verið heflaður og endur-
mótaður. „Þá var efni tekið úr veg-
köntum og heflað inn í veginn. En
það hefur ekki heppnast nógu vel
því þegar vegurinn blotnar þá
veðst hann mikið upp í drullu,“
segir Svanur.
Á fimmtudag var vegurinn
heflaður og segir Svanur það hafa
verið gert til að ýta helstu drull-
unni ofan af veginum. Hann segir
enga varanlega aðgerð áætlaða við
umræddan veg fyrr en árið 2010 en
þá standi til að leggja á hann bund-
ið slitlag. Vegagerðinni sé ætlað að
sjá til þess að vegurinn sé fær og
því verði borið í veginn ef það þyki
nauðsynlegt. - ovd
Íbúar í Flóahreppi krefjast vegbóta á vegi við félagsheimilið Þjórsárver:
Óboðlegur vegur í Flóahreppi
DRULLUSVAÐ Eins og sjá má er vegurinn
við Þjórsárver í Flóahreppi afar illa farinn,
þrátt fyrir aðgerðir Vegagerðarinnar.
LÖGREGLUMÁL Fíkniefnamarkaður á
Íslandi virðist ótrúlega háþróaður.
Þótt lögregla nái að leggja hald á
mikið magn efna virðist það lítil
áhrif hafa á framboð þeirra. Þetta
segir Ari Matthíasson, fram-
kvæmdastjóri félags- og útbreiðslu-
sviðs SÁÁ.
Ari rökstyður
orð sín með því
að vísa í að verð
á fíkniefnum
hafi ekki fylgt
verðhækkunum
í samfélaginu. Í
átta ár hefur
SÁÁ tekið saman
tölur um verð á
fíkniefnum með
því að spyrja alla
þá sjúklinga sem
leita sér hjálpar
hjá samtökunum
um hvort þeir
hafi keypt efni á
síðastliðnum
tveimur vikum
og hvað þeir hafi
greitt fyrir þau.
Ari segir að
jafnvel þegar
mjög stórar sendingar af ólögleg-
um efnum séu teknar, svo sem
þegar lögreglan stöðvaði innflutn-
ing á sextíu kílóum af örvandi vímu-
efnum á Fáskrúðsfirði í fyrra, það
er í svokölluðu smyglskútumáli,
hafi það mjög tímabundnar verð-
hækkanir í för með sér. Það sýni að
framboð og eftirspurn eftir efnun-
um séu mjög mikil.
Karl Steinar Valsson, yfirmaður
fíkniefnadeildar lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu, segir það rétt
að áhrif af því þegar hald er lagt á
fíkniefni, jafnvel mjög stórar send-
ingar, virðist vara í skamman tíma.
Fullyrðingar og útreikningar SÁÁ
um stærð fíkniefnamarkaðarins á
Íslandi virðist réttar – markaðurinn
hér virðist óvenju umfangsmikill
miðað við önnur lönd.
Karl Steinar segir ekki hægt að
benda á einfaldar lausnir til að
draga úr innflutningi fíkniefna. Þó
sé alltaf vert að benda á mikilvægi
þess að borgararnir vinni með lög-
reglunni og komi með ábendingar
um ólöglega dreifingu á efnum.
Staðan sé þó sú að nú geti lögreglan
aðeins sinnt broti af þeim ábending-
um sem berist.
Á síðasta ári voru 650 fíklar í örv-
andi efni greindir á sjúkrahúsinu
Vogi. Rannsóknir sýna að eftir tíu
ár má búast við því að um átta pró-
sent þeirra verði látnir, stór hluti
þeirra kominn með króníska sjúk-
dóma svo sem lifrarbólgu og þá séu
ótalin þau skaðvænlegu áhrif sem
fíkniefnaneytandinn hefur á sam-
félag sitt og fjölskyldu. „Þetta er
skelfilegur faraldur sem nú er í
hámarki,“ segir Ari. Hann segir að
sú mikla fjölgun sem orðið hafi
meðal fíkniefnaneytenda og sú
aukna eftirspurn eftir efnum sem
henni fylgi hafi átt að kalla á verð-
hækkanir á efnum. Sú staðreynd að
það hafi ekki orðið sýni vel hve
framboðið sé mikið af ólöglegum
vímuefnum. karen@frettabladid.is
Framboð
örvandi fíkni-
efna í hámarki
Þótt fíklum hafi fjölgað mjög hér á landi og eftir-
spurn eftir efnum aukist hefur verð á fíkniefnum
ekki verið í takt við verðlagsþróun. Lögregla getur
aðeins sinnt broti af ábendingum um dreifingu efna.
ARI MATTHÍASSON
TÍMABUNDIN ÁHRIF Á MARKAÐINN Jafnvel þegar mjög mikið magn fíkniefna næst
af lögreglu, svo sem í svokölluðu smyglskútumáli, virðist framboðið á efnum hér á
landi það mikið að áhrifin af slíkum handlagningum eru mjög tímabundin.
KARL STEINAR
VALSSON
Þetta er skelfilegur faraldur
sem nú er í hámarki.
ARI MATTHÍASSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI FÉLAGS- OG
ÚTBREIÐSLUSVIÐS SÁÁ