Fréttablaðið - 01.09.2008, Side 17
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
„Aldur þessa skáps er á huldu, en
amma mín fékk hann gefins fyrir
langa löngu og þá var hann orðinn
ævagamall. Á bernskuárum mínum
var hann í öndvegi sem spariskápur
í stofunni hjá afa og ömmu, en þegar
ég fékk sérherbergi á tólfta árinu
gaf amma mér skápinn og tók hann
við fötunum mínum og fullt af púka-
legum styttum sem nutu sín vel á
bak við glerhurðirnar,“ segir marg-
miðlunarhönnuðurinn Rósa Stefáns-
dóttir um þann húsmun sem hún
hefur mest dálæti á.
„Skápurinn var í upphafi með
viðarmunstri, en á einhverjum
tímapunkti málaði afi hann hvítan
til að gera hann nútímalegri. Nú er
hann aftur kominn í stofuhlutverk
og geymir mitt fínasta púss, spari-
kjóla og spariskó, en í glerhlutann
stilli ég til sýnis mínum flottustu
skóm sem ég skipti út jafnóðum
þegar nýrri og flottari bætast við í
skósafnið,“ segir Rósa sem einnig
heldur upp á ofursvalt, krómað skó-
horn frá Manolo Blahnik, sem prýð-
ir skápinn að ofan.
„Stóllinn er húsbóndastóll sem
kærastinn fékk í heimanmund frá
pabba sínum og þar situr hann með
gítar sem ég gaf honum í jólagjöf
og æfir gripin. Við fluttum inn í ris-
íbúð fyrir um ári og innbúið er að
stórum hluta samtíningur frá for-
eldrum okkar; tekkhúsgögn og
fleira flott frá sextíunum, eins og
þegar þau byrjuðu að búa. Okkur
finnst notalegt að hafa í kringum
okkur hluti sem búa yfir sál og
minningum og sem stórfjölskyldan
hefur umgengist í áranna rás. Þeim
fylgir góður andi og við erum alsæl.
Það er yndislegt að koma heim.“
thordis@frettabladid.is
Heimanmundur með sál
Undir súð í fögru risi í Sundunum stendur stolt heimilisins; stofuskápur með fortíð, sögu og sál. Sem í
tímans rás hefur geymt það dýrmætasta í fórum íslenskra kvenna; bollapör, puntgripi og hælaskó.
Rósa Stefánsdóttir og unnusti hennar búa
hreiður sitt húsmunum úr fórum stórfjöl-
skyldunnar, en þessi forláta skápur er í
mestum metum hjá Rósu.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
TÍMASPARNAÐUR getur hlotist af því að setja þvotta-
körfu í herbergi allra fjölskyldumeðlima. Þegar körfurnar eru
orðnar fullar er ráð að þvo innihaldið og þurrka og skila þvott-
inum hreinum í körfunum til fjölskyldumeðlima.
• 5 tímar í skvass
• 5 tímar í Golf
• máltíð á BK Kjúkling
• 5 tímar í ljós
• frítt í allar ÍTR sundlaugarnar
• frír mánuður fyrir vin
• tækjakennsla
• bolur
• brúsi
Sport
Klúbburinn
Arctic Spas • Kleppsvegur 152 • 104 Reykjavík
Sími 554 7755 • www.heitirpottar.is
Opið í dag frá kl 10.00 - 18.00
Frontier skel, verð áður 290.000,- Verð nú: 217.500,-
Cub skel, verð áður 290.000,- Verð nú: 217.500,-
Yukon skel, verð áður 290.000,- Verð nú: 217.500,-
Fox skel, verð áður 250.000,- Verð nú: 187.500,-
Eigum gríðarlegt úrval af rafmagnspottum
Eigum gríðarlegt úrval af öllum fylgihlutum fyrir
heita potta, tröppur, handriði, og fl eira.