Fréttablaðið - 01.09.2008, Page 18

Fréttablaðið - 01.09.2008, Page 18
 1. september 2008 MÁNUDAGUR2 Vistvæn hreinsiefni eru nú til í miklu úrvali og mörg þeirra umhverfisvottuð. Efni eins og ensím eru náttúruleg prótein sem framleidd eru af lifandi örverum sem flýta ferli niður- brots sjálfrar náttúrunnar. Einnig er til umhverfis- merktur þynnir, kvoðu- hreinsir, penslasápa, málning og bílahreinsiefni svo fátt eitt sé nefnt. Það eina sem við þurfum að gera er að velja frekar vistvæn efni, þannig tökum við ábyrgð gagnvart jörðinni og okkur sjálfum. Þegar þú verslar og sérð ekki vistvæn efni fyrir það sem þig vantar, spurðu þá sérstakleg hvort þau séu til. Ef allir gera það verða vist- vænu efnin í hillunum innan tíðar. Meira um bílinn og alla hluti í bílskúrnum á: http://www.natturan.is/husid/1261/ Bílskúrinn – Hreinsiefni GÓÐ RÁÐ fyrir þig og umhverfið Náttúran.is – vefur með umhverfisvitund Þótt sumarið sé senn á enda finnst engin haldbær ástæða til að fara úr grillskapinu góða. Grillmatur er í miklu uppáhaldi hjá Íslendingum yfir sumartímann, en er ekki síður ljúffengur og freistandi á öðrum árstíðum. Þetta vita margir sem grilla jafnt í stórhríð sem slag- veðri og láta veðurútlit aldrei hafa áhrif á fyrirhugaðan matseðil. Nú þegar sólin fer fyrr að sofa er hægt að fá úrvals gasgrill í öllum stærðar- og gæðaflokkum á afbragðs afslætti hjá mýmörgum verslunum og bráðupplagt að búa í haginn fyrir komandi uppskerutíð þegar fátt kitl- ar bragðlaukana eins undursamlega og nýtíndar kartöflur, brakandi ferskt grænmeti og kjöt af nýslátruðu. Til að halda grillfletinum skínandi hreinum er óbrigðult húsráð að skera lauk í tvennt og nudda yfir grindurnar. Grillaðar árstíðir Forláta gasgrill fást nú víða með góðum afslætti þegar aðalgrilltíð ársins er að ljúka. KJÖRIÐ er að koma sér upp vinnuaðstöðu heima í eldhúsi ef pláss er af skornum skammti. Setja skrifborð á hjólum út í eitt hornið, sem má færa þegar þörf krefur, og nýta afgangs krukkur undir ritföng og þess háttar. Tilboðsdagar 20-50% afsláttur af öllum vörum Verið Sængurfataverslun Glæsibæ, s. 552-0978 www.damask.is 25

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.