Fréttablaðið - 02.09.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 02.09.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 ÞRIÐJUDAGUR 2. september 2008 — 238. tölublað — 8. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Erlingur Örn Hafsteinsson stund- ar verkfræðinám í Háskólanum í Reykjavík. Meðfram náminu hugsar hann um heilsuna og lyftir og spilar skvass á morgnana, fimm sinnum í vik Ád út þegar líður á. „Þeir eru bara svo óþolinmóðir. En það má ekki gleyma því að það er ekkert karl- mannlegra en að geta stýrt döá da ó skvassið í rauninni vera jafn erf- itt því dansinn reyni mikið áþolið Eins þ f Sveiflast um á tá og hæl Önnum kafnir háskólanemar þurfa að hugsa um heilsuna. Erlingur Örn Hafsteinsson lætur sig ekki muna um að mæta í ræktina fimm sinnum í viku og hringsnúast í dansi í lok dags. Erlingur Örn verkfræðinemi sveiflar Önnu Kristínu í Boogie Woogie. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR HLÁTURJÓGA hefur notið nokkurra vinsælda hérlendis, enda þykir það ágæt leið til að efla gleði og styrkja jákvæða lífssýn. Púls- inn heldur utan um slík námskeið en allar nánari upplýsingar um þau er hægt að fá á heimasíðunni www.pulsinn.is eða með því að hafa samband í síma 848 5366. Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts auglýsir innritunardaga Innritun í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts verður í Breiðholtsskóla miðvikudag 3. og fi mmtudag 4. september, kl.17 – 19 báða dagana. ATH! Notið ekki aðalinngang heldur inngang að íþróttahúsi skólans. Ágúst 2008 Skólastjóri Gömludansarnir Opið hús miðvikudaginn 3. september kl. 20.30Upplýsingar í síma 587 1616Þjóðdansafélag Reykjavíkur Álfabakka 14a 49,65% 33,47% 72,34% Fr ét ta bl að ið 24 st un di r M or gu nb la ði ð Allt sem þú þarft... ...alla daga Fréttablaðið er með 46% meiri lestur en 24 stundir og 116% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið 18–49 ára. Könnun Capacent í maí–júlí 2008. ERLINGUR ÖRN HAFSTEINSSON Heldur mikið upp á Boogie Woogie • heilsa • nám Í MIÐJU BLAÐSINS skólar og námskeið ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2008 26. ágúst — 8. september 2008 Skráning á www.verslo.is Fjarnám farðu lengra SKÓLAR OG NÁMSKEIÐ Vaxandi háskólasetur og græn hárgreiðsla Sérblað um skóla og námskeið FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Lengi í fararbroddi Kramhúsið er 25 ára um þessar mundir. Stofnandinn Hafdís Árnadóttir segir það hafa átt þátt í að innleiða og breiða út alls kyns strauma og stefnur í dansi á Íslandi. TÍMAMÓT 18 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi Baldursnesi 6 • Akureyri Mikið úrval af upphengdum salernum Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá10 -15 tengi.is Brúðguminn tilnefndur Mynd Baltasars er tilnefnd til kvikmynda- verðlauna Norðurlanda- ráðs. FÓLK 25 Samúel endurvakinn Tímaritið Samúel gengur í endurnýjun lífdaga á netinu á næstu vikum. FÓLK 30 SÉRA PÁLMI MATTHÍASSON Fór holu í höggi Þakkar Guði fyrir handleiðsluna FÓLK 30 FASTEIGNAMARKAÐUR Tæplega fimmtíu lóðum af 184 sem Reykja- víkurborg hefur úthlutað í nýjum íbúðarhverfum í Úlfarsárdal og Reynisvatnsási að undanförnu hefur verið skilað og þeim endur- úthlutað. Nokkrum lóðum hefur þurft að úthluta í þrígang og fimm lóðir í Reynisvatnsási gengu ekki út í síðasta útboði. 650 umsóknir bárust upphaflega í 69 lóðir í upp- haflega útboðinu. Borgarráð hefur falið framkvæmda- og eignasjóði að endurskoða reglur um lóða- úthlutanir vegna efnahagsástands- ins „í því skyni að létta greiðslu- byrði húsbyggjenda“. Ágúst Jónsson, skrifstofustjóri framkvæmda- og eignasviðs, segir að lóðaskil hafi hafist í byrjun árs- ins þegar viðskiptabankarnir skrúfuðu fyrir útlán til íbúða- kaupa. Hins vegar var engri lóð skilað allt árið 2007. „Flestir bera við að bankarnir vilji ekki lána eða að þeir nái ekki að selja eldra íbúðar húsnæði. Í flestum tilfell- um er um einstaklinga að ræða sem skila lóðum en í nokkrum til- fellum eru það verktakar.“ Í Úlfarsárdal hefur tuttugu af 73 einbýlishúsalóðum verið skilað en sextán af 56 í Reynisvatnsási. Í hverfunum tveim hefur átta af þrjátíu parhúsalóðum verið skilað og einni af fjórum fjölbýlishúsa- lóðum í Úlfarsárdal. Tæplega 500 íbúðir eiga að rísa á þeim 184 lóðum sem um ræðir en einnig hefur fjórum lóðum undir atvinnu- húsnæði verið skilað. Borgarráð hefur falið fram- kvæmda- og eignasjóði að endur- skoða reglur um lóðaúthlutanir á vegum borgarinnar í því skyni að auðvelda almenningi að eignast lóðir í Reykjavík. Tillagan var samþykkt samhljóða á fundi ráðs- ins á fimmtudag. Óskar Bergsson, formaður borgar ráðs og framkvæmda- og eignaráðs, segir ekki ljóst hvernig reglum um lóðaúthlutanir verður breytt eða hvort til greina komi að lækka lóðaverð í borginni frá því sem nú er. „Lagt var upp með, árið 2006, að uppfylla eftirspurn eftir lóðum enda var það mikið gagn- rýnt að menn fengu ekki lóðir í Reykjavíkurborg. Efnahags- umhverfið er hins vegar að breyta þessu á þá veru að eftirspurn er minni en framboðið á lóðamark- aði.“ Spurður um tekjuáætlun eigna- sjóðs segir Óskar að miðað við lóðasölu á þessu ári sé hún vel undir væntingum, „svo vægt sé til orða tekið“. - shá Reglum breytt vegna skila á íbúðarlóðum Reykjavíkurborg hyggst endurskoða reglur um lóðaúthlutanir til að létta greiðslubyrði. Tæplega 50 af 184 lóðum hefur verið skilað í tveimur nýjum hverfum á þessu ári og þeim endurúthlutað. Engri lóð var skilað árið 2007. VÍÐA BJART Í dag verða norðaust- an 8-15 m/s við suðausturströnd- ina, annars mun hægari. Skýjað austan til og hætt við lítilsháttar vætu, annars yfirleitt bjart veður. Hiti 10-19 stig, hlýjast suðvestan til. VEÐUR 4 12 11 11 16 14 NÁM „Við verðum meðal annars með námskeiðið Græn hársnyrti- stofa sem Daninn Johan Galster kennir,“ segir Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar fræðsluseturs sem býður upp á úrval fjölbreyttra námskeiða í haust en heildarfjöldi námskeiða Iðunnar hefur vaxið um 58 prósent á tveimur árum. Að sögn Hildar eru Danir í fararbroddi þegar kemur að þróun vistvæns fyrirtækja- reksturs og Gelster kennir nýja hugsun og aðferðir í vistvænni efnanotkun í hárgreiðslu. - hs / sjá sérblað um skóla og námskeið Námskeið fyrir iðnaðarmenn: Bjóða græna hárgreiðslu ÚTGÁFA Þrátt fyrir samdrátt í sölu á geisladiskum víðast hvar í heiminum halda íslenskir geisladiskar áfram að seljast sem fyrr. Sala á íslenskri tónlist hefur aukist ef eitthvað er. Þótt aðal- sölutíðin sé enn ókomin hafa margir titlar þegar selst mjög vel. Plötur Helga Björns og Sigur Rósar eru báðar komnar í gull með rúmlega 5.000 eintök seld og Sigurður Guðmundsson, Megas og Garðar Cortes hafa selt meira en 3.000 eintök. Á öllum þessum plötum nema Sigur Rósar-plötunni er boðið upp á gömul lög í nýjum búningi. - glh / sjá síðu 30 Geisladiskasala: Enginn sam- dráttur í sölu á íslensku efni HELGI BJÖRNSSON Nýjasta plata Helga hefur selst í fimm þúsund eintökum. GÓÐGERÐARMÁL Nemendur starfs- deildar Grunnskóla Stykkis- hólms gáfu bíl, sem þeir sjálfir höfðu gert upp, til ABC barna- hjálpar í gær. „Okkur áskotnaðist þessi bíll sem var nánast búið að setja á Sorpu,“ segir Sigrún Elín Svavars dóttir, umsjónarkennari starfsdeildarinnar. Bíllinn er í raun gerður úr tveimur bílum. „Hann var í lélegu ástandi en við vorum svo heppin að nákvæmlega sama gerð og árgerð af bíl var til á Sorpu og við fórum þangað og náðum í varahlutina úr þeim bíl,“ segir Sigrún. Bíllinn er af gerðinni Toyota Tercel ´91. Sigrúnu fannst lítilsvirðing við vinnu krakkanna að keyra bílinn á Sorpu. Þegar ABC barnahjálp auglýsti fyrirhugað- an bílanytjamarkað kviknaði hugmyndin að gefa ABC bílinn. Þetta er fyrsti bíllinn sem gef- inn er til ABC. Starfsdeildin í skólanum hóf starfsemi síðastliðinn vetur. Að sögn Sigrúnar var ætlunin að létta af sumum nemendum bók- legu fögunum og auka verknámið á móti. Fyrst um sinn voru þeir að gera við hjól sem þeim áskotnaðist, þar til bíllinn kom til sögunnar í febrúar. Áfram verður haldið með starfsdeild- ina í vetur. „Nú erum við bara að leita okkur að einhverjum druslum til að ráðast á,“ segir Sigrún. - vsp Dugmiklir krakkar í Grunnskóla Stykkishólms gerðu upp bíl: Nemar gefa ABC barnahjálp bíl GLÆSIKAGGI Nemendur Grunnskóla Stykkishólms voru að vonum ánægðir við afhendingu bílsins til ABC barnahjálpar í gær, enda þeirra handverk. Hér eru krakkarnir ásamt kennara sínum Sigrúnu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Einar Ingi til HK Línumaðurinn Einar Ingi Hrafnsson er farinn til HK frá Fram. Viggó Sig- urðsson hafði ekki not fyrir hann. ÍÞRÓTTIR 26 VEÐRIÐ Í DAG

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.