Fréttablaðið - 02.09.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 02.09.2008, Blaðsíða 26
 2. SEPTEMBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR10 ● fréttablaðið ● skólar og námskeið6 Fyrirtækið Verkefnalausnir býður upp á MindManager-hugbúnaðinn sem nýtist við verkefnastjórnun, skipulagningu og fleira. NORDICPHOTOS/GETTY Fyrirtækið Verkefnalausnir, sem sérhæfir sig í hagnýtum lausnum á sviði verkefnastjórnunar, býður meðal annars upp á Mind Manager-hugbúnaðinn. Að sögn Elínar Þ. Þorsteinsdóttur, fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins, nýt- ist hann við verkefnastjórnun og skipulagningu, hugarflug, fundar- stjórnun, kynningar, skýrslugerð og til að halda utan um upplýsing- ar. Fyrirtækið stendur reglulega fyrir opnum námskeiðum í notk- un búnaðarins en annars vegar er um að ræða hraðnámskeið sem eru ætluð mjög tölvufærum not- endum og hins vegar grunn- og framhaldsnámskeið. Þá er einnig haldinn fjöldi námskeiða innan fyrirtækja og stofnana. „Með hug- búnaðinum, sem er mjög notenda- vænn, getur fólk skapað yfirsýn yfir verkefni sín, sparað tíma og aukið afköst,“ segir Elín. Hinn 27. október næstkomandi mun fyrirtækið standa fyrir morgunverðarfundi sem ber yfir- skriftina Mind Manager í skóla- starfi. Þar er ætlunin að fjalla um hvernig hugbúnaðurinn getur nýst skólastjórnendum, kennur- um og nemendum í skólastarfi á öllum stigum. - ve Betri yfirsýn og afköst ● LIST Í ALMENNINGSRÝMI Saga útilistaverka í Reykjavík verður rakin á námskeiði sem Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir dagana 24. september og 1., 8. og 11. október. Ljósi verður varpað á helstu strauma og stefnur sem einkennt hafa list í almennings- rými á síðari árum og sérstakur gaumur gefinn verkum nokkurra listamann sem eiga áhugaverð verk í borginni. Námskeiðinu lýkur með vettvangsferð þar sem útilistaverk í borginni verða skoðuð. Í haust geta iðnaðarmenn úr flestum greinum bætt enda- laust við sig þegar kemur að spennandi námskeiðum Iðunnar. „Iðan er orðin tveggja ára og vex hratt á milli ára, en heildar- fjöldi námskeiða hefur vaxið um 58 prósent og fjöldi þátttakenda um 37 prósent,“ segir Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar fræðsluseturs, sem varð til við samruna fjögurra fræðslumið- stöðva í iðnaði og ferðaþjónustu vorið 2006. Hlutverk Iðunnar er að bæta hæfni fyrirtækja og starfs- manna í bíl-, bygginga- og málm- iðngreinum, prentiðnaði, matvæla- og veitingagreinum, og nú síðast hárgreiðslugreinum. „Úrval námskeiða í haust er geysilega spennandi og fjölbreytt. Með tilkomu hárgreiðsluiðnar bjóðum við í fyrsta sinn nám- skeið í herraklippingu fyrir fag- fólk, en hingað til hafa slík nám- skeið verið á vegum heildsala. Við leggjum áherslu á að fá til liðs við okkur bestu fáanlegu sérfræðinga og verðum meðal annars með nám- skeiðið Græn hársnyrtistofa sem Johan Galster kennir hérlendis. Danir eru í fararbroddi þegar kemur að þróun vistvæns fyrir- tækjareksturs og Johan kennir nýja hugsun og aðferðir í vistvænni efnanotkun,“ segir Hildur Elín. „Í haust bjóðum við aukið fram- boð í almennum og rekstrarstjórn- unarnámskeiðum. Þar má nefna námskeið sem nú er brýn þörf fyrir, eins og skuldastýringu, gengis- varnir, birgðahald, vörustjórnun og framleiðslustýringu í iðnaði. Þá erum við með námskeið fyrir bíl- greinar, örnámskeið fyrir minni fyrirtæki og réttindanámskeið fyrir bifvélavirkja til að verða lög- giltir tjónamenn. Óupptalin eru námskeið á málm- og véltækni- sviði, almenn og sérhæfð tölvunám- skeið, og sameiginleg verkefni þar sem við nýtum þekkingu úr einni iðngrein í aðra, eins og með því að bjóða upp á rafmagnsfræði og iðn- tölvustýringu fyrir prentiðnað sem mjög er að tæknivæðast. Síðast en ekki síst bjóðum við spenn- andi matreiðslunámskeið um nor- ræna eldhúsið með einum fremsta matreiðslumeistara Norðurlanda, Mattias Dalhgren frá Grand Hotel í Stokkhólmi,“ segir Hildur Elín. „Á haustdögum bryddum við upp á þeirri nýjung að vera með viku sí- menntunar á Norður- og Austur- landi, til að sinna betur okkar fólki á landsbyggðinni. Þar bjóðum við ýmis námskeið fyrir iðngreinar, en færum líka heim í hérað stjórnunar- og þjónustunámskeið, auk átaks fyrir okkar félagsmenn í almenn- um tölvunámskeiðum.“ Námskeið eru að byrja og verða áfram í allt haust hjá Iðunni fræðslusetri. Nánari upplýsingar á www.idan.is. - þlg Græn hárgreiðsla framtíðin Hildur Elín Vignir er framkvæmdastjóri Iðunnar sem býður upp á frábært úrval nám- skeiða fyrir hinar ýmsu iðngreinar í haust. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /A RN ÞÓ R FYRIR EFTIR OPNI HÁSKÓLINN í háskólanum í reykjavík HAGNÝTT NÁM FYRIR STJÓRNENDUR: OPNI HÁSKÓLINN – StjórnMennt Gull í mund – þekkingaráskrift Einstakt tækifæri fyrir fyrirtæki og stofnanir til að senda valinn hóp stjórnenda á erindi átta leiðbeinenda í heimsklassa og skerpa þannig á áherslum í stjórnun og rekstri (8 skipti). opnihaskolinn.is Auðlind einstaklinga – Auðlind atvinnulífsins H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -1 2 4 6 7 venjur til árangurs Vinnustofa sem byggir á verkum Stephen R. Covey, The 7 habits of highly effective people/The 8th habit – From Effectiveness to Greatness. Við leggjum rækt við grunngildi, viðhorf og verklag þitt þannig að þú uppskerir aukinn árangur í starfi, rekstri og lífi! Næsta opna vinnustofa er 29.-31. október (20 klst). Leiðtoginn og samskiptahæfni 9. september (33 klst.) Fjármál stjórnandans 9. september (42 klst.) Grunnþættir í mannauðsstjórnun 10. september (36 klst.) Stjórnun og forysta í ferðaþjónustu 23. september (56 klst.) Stjórnun og forysta í skólaumhverfi 18. september (30 eininga ECTS-nám) Stjórnendur framtíðar 9. október (81 klst.) Persónuleg forysta – 7 venjur til árangurs 29. til 31. október (20 klst.) Coaching Clinic – Að laða fram það besta í öðrum 16. og 17. október (2 dagar) Í samstarfi við Kynntu þér þessi námskeið nánar á heimasíðu Opna háskólans.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.