Fréttablaðið - 02.09.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.09.2008, Blaðsíða 6
6 2. september 2008 ÞRIÐJUDAGUR Miele þvottavél verð frá kr.: 109.995 Sportlínan frá Miele Hreinn sparnaður A B Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur KJARAMÁL „Hann sér ekki eftir þessu. Hann var mjög reiður út af greininni,“ segir Margret Beke- meier, eigandi veitingastaðarins Café Margret, spurð hvort eigin- maður hennar Horst Müller sæi eftir því að hafa ráðist inn á skrif- stofu AFLs starfsgreinasambands í gærmorgun. Tilefni árásarinnar var greinaskrif 24 stunda um starfsmannamál fyrirtækisins. „Það er ekki satt sem var skrif- að. Við höfum sent alla pappíra til stjórnvalda; vegabréf og fleira fyrir starfsfólkið okkar, en það fær ekki kennitölur. Við getum ekki borgað starfsfólki sem er ekki með kennitölur,“ segir Margret og bætir við að þau borgi starfsmönnum sem séu með kenni- tölur. Sverrir Mar Albertsson, fram- kvæmdastjóri AFLs, segir að Horst hafi komið inn á skrifstofu sína og byrjað að æpa. Síðan hafi hann hreinsað allt af borðinu hans. Tók Sverrir þá til þess bragðs að stökkva fram fyrir borðið og halda honum. Til örlítilla handalögmála kom, en þó ekki þannig að sæist á mönnum, að sögn Sverris. AFL hyggst kæra árásina. „Auk kærunnar munum við fara fram á að fá að skoða launaseðla, ráðningarsamninga og vaktaplön fyrirtækisins og munum biðja um aðstoða lögreglu við að fá það,“ segir Sverrir. - vsp Þýskur veitingamaður réðst inn á skrifstofu verkalýðsfélags í gærmorgun: Horst sér ekki eftir atvikinu Á TJÁ OG TUNDRI Skrifstofan var illa leikin eftir samskipti veitingamannsins við framkvæmdastjóra AFLs. MYND/AUSTURGLUGGINN BANDARÍKIN Fellibylurinn Gústav skall á land suðvestan við New Orleans um klukkan hálfþrjú í gær. Gústav var slappari en gert hafði verið ráð fyrir. Þrátt fyrir það náði hann að eyðileggja raf- magnslínur í New Orleans og urðu 700 þúsund heimili rafmagnslaus. Talið er að eignatjón vegna felli- bylsins nemi um átta milljörðum dala, eða tæplega 700 milljörðum króna. Í fyrradag gerðu svartsýn- ustu spár ráð fyrir að eignatjónið gæti orðið meira en þrjátíu millj- arðar dala, eða 2.500 milljarðar króna. „Þetta virðist ekki vera eins slæmt og síðast,“ segir Linda Garðarsdóttir, fyrrverandi söng- kona pönkhljómsveitarinnar Q4U og íbúi New Orleans til fimmtán ára. Segist hún fegin að ekki hafi verr farið. Linda segir að vonandi verði til- kynnt í dag um hvenær hægt sé að snúa til heimila sinna. Sjálf keyrði hún með snarhasti til Seaport, sem er bær nyrst í Louisiana-ríki. Búist var við að fellibylurinn yrði fimmta stigs fellibylur þegar hann skylli á land í Bandaríkjun- um. Hins vegar var hann aðeins tveggja stiga þegar hann kom á land í bænum Cocodrie. Eftir því sem á leið dvínaði hann verulega og mældist vindhraði síðdegis um fjörutíu metrar á sekúndu. Felli- bylurinn færðist nær Texas með kvöldinu. Í kjölfar fellibylsins gerði mikið úrhellisveður í New Orleans. Árnar flæddu yfir varnargarða borgarinnar en eignatjón í borg- inni var þó minniháttar. Smábáta- höfn sem nýlega hafði verið löguð til skemmdist töluvert og fjórir bátar, í það minnsta, losnuðu frá höfninni. George Bush Bandaríkjaforseti fór til Texas í fyrradag til að fylgj- ast með viðbúnaði stjórnvalda. Sagði hann í gær að viðbúnaðurinn væri töluvert betri en fyrir þremur árum, þegar Katrína eyðilagði flest sem fyrir varð. Ray Nagin, borgarstjóri New Orleans, hvatti íbúa borgarinnar um helgina til að yfirgefa hana vegna hræðslu við svipaðar hörmungar og urðu í kjölfar felli- bylsins Katrínu árið 2005. Tvær milljónir manna hlýddu orðum Nagins og flýðu heimili sín í Louisiana-ríki vegna Gústavs. Um tíu þúsund urðu eftir á heimil- um sínum í New Orleans, en í borg- inni búa um tvö hundruð þúsund manns. Gústav reið yfir Karíbahaf í síð- ustu viku. Síðan þá hefur felli- bylurinn orðið 88 manns að aldur- tila. vidirp@frettabladid.is Um 700 milljarða tjón vegna Gústavs Fellibylurinn Gústav var ekki eins öflugur og gert hafði verið ráð fyrir þegar hann skall á strönd Bandaríkjanna. Eignatjón er samt talið nema allt að 700 milljörðum króna. Íslenskur íbúi New Orleans er feginn að ekki hafi farið verr. MEÐ VINDINN Á HÆLUNUM Aðeins voru um tíu þúsund íbúa New Orleans eftir í borginni þegar Gústav skall á í gær. Þessi mæðgin voru meðal þeirra sem eftir voru. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNSÝSLA Framkvæmdir við vatnsátöppunarverk- smiðju Icelandic Water Holding í Ölfusi þurfa ekki að fara í umhverfismat því umhverfisráðuneytið hefur nú ógilt fyrri úrskurð sinn þar að lútandi. Umhverfisráðuneytið úrskurðaði í maí í vor að vatnsátöppunarverksmiðjan þyrfti í umhverfismat. Icelandic Water Holding óskaði í júní eftir að ráðuneytið tæki málið upp að nýju þar sem Orku- stofnun hefði sent ráðuneytinu gallaða umsögn. Ráðuneytið tók ekki undir það en byggði nýjan úrskurð hins vegar á breyttu áliti Orkustofnunar í málinu. „Byggir hin breytta afstaða Orkustofnunar á nýjum upplýsingum um vatnafar á umræddu framkvæmdasvæði. Afstöðubreyting stofnunarinnar byggist einkum á skuldbindingum framkvæmdarað- ila um að umgangast svæðið með það að markmiði að vatnsauðlindum verði ekki spillt, ákvörðun fram- kvæmdaraðila um að umgangast iðnaðarsvæðið eins og það nyti vatnsverndar og einnig að frárennsli frá verksmiðjunni verði fargað utan iðnaðarsvæðis og vatnsverndarsvæðis,“ segir í nýja úrskurði umhverf- isráðuneytisins. Þess má geta að þrátt fyrir fyrri úrskurð umhverfis- ráðuneytisins um umhverfismat eru framkvæmdir við vatnsátöppunarverksmiðjuna á lokastigi. Áætlað er að vinnsla hefjist þar til reynslu í næstu viku. - gar Umhverfisráðuneyti ógildir eigin úrskurð vegna breyttrar afstöðu Orkustofnunar: Vatnsátöppun ekki í umhverfismat JÓN ÓLAFSSON Eigandi Icelandic Water Holding sem nú losnar undan fyrri kröfum um umhverfismat fyrir vatnsátöppunar- verksmiðju í Ölfusi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugs- aldri hefur verið dæmdur í þrjátíu daga fangelsi, skilorðs- bundið, fyrir að hóta tveimur lögreglumönnum lífláti. Maðurinn, sem er til heimilis í Vesturbyggð, var ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 1. júlí 2007, á hafnarsvæðinu við Bíldudalshöfn í Vesturbyggð, hótað tveimur lögreglu mönnum lífláti með því að segja: „Þið eruð dauð“ og „Ég kem með lið á morgun og við drepum ykkur öll“. Maðurinn viðurkenndi brot sitt fyrir dómi. - jss Hótaði lögreglumönnum: Dæmdur fyrir morðhótun Auglýsingasími – Mest lesið Eiga að vera til siðareglur sem skikka þingmenn til að greina frá eignum sínum? Já 79,5% Nei 20,5% SPURNING DAGSINS Í DAG Fórst þú á Jemenmarkaðinn um helgina? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.