Fréttablaðið - 02.09.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 02.09.2008, Blaðsíða 46
30 2. september 2008 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. áfall, 6. frú, 8. klettasprunga, 9. pfn., 11. fæddi, 12. útlit yfirborðs, 14. hégómi, 16. í röð, 17. yfirgaf, 18. samhliða, 20. bókstafur, 21. nabbi. LÓÐRÉTT 1. útmá, 3. einnig, 4. kassabók, 5. blekking, 7. rauðber, 10. litningar, 13. skarð, 15. æti, 16. tunna, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. lost, 6. fr, 8. gjá, 9. mig, 11. ól, 12. áferð, 14. snobb, 16. áb, 17. fór, 18. með, 20. ká, 21. arða. LÓÐRÉTT: 1. afmá, 3. og, 4. sjóðbók, 5. tál, 7. rifsber, 10. gen, 13. rof, 15. bráð, 16. áma, 19. ðð. „Oftast nær er ég með kveikt á www.hypem. com sem er svona music- blog síða en að öðrum kosti er ég mjög hrifinn af því að hlusta á folk og/eða blús við vinnuna. The Jon Spencer Blues Explosion eða Scott Biram. Síðan hlusta ég mikið á swing, en það er ákveðin heimavinna fyrir Lindy- Hoppið.“ Þórgnýr Thoroddsen vinnur við eftir- vinnslu kvikmynda. Þrátt fyrir frásagnir um margboðaðan dauða geisladisksins lifir hann enn ágætu lífi. Í ár hefur sala á tónlist á CD verið svipuð og í fyrra. Geisla- diskurinn er enn lang söluhæsta form útgáfu á tónlist, netsala er einungis 5-10 prósent af heildar- sölunni og sala á vínyl, sem þó þykir mest kúl, er vart mælanleg. Helgi Björns og Sigur Rós eiga söluhæstu innlendu titla ársins. Hestamannaplata Helga, Ríðum sem fjandinn, hefur selst í tæplega 6.000 eintökum og Sigur Rósar-platan Með suð í eyrum við spilum endalaust hefur selst í rúmlega 5.000 eintökum. Sigurður Guðmundsson með Oft ég spurði mömmu og Garðar Cortes með Cortes eru báðir komnir í 3.500 eintök og Megasar-platan Á morgun hefur selst í 3.200 eintökum. Athyglisvert er að Helgi, Sigurður, Garðar og Megas eru allir með tökulagaplötur, svo það hlýtur að mega draga þá ályktun að Íslendingar vilji helst kaupa það sem þeir hafa heyrt áður. Árangur Megasar á vinsældalistunum vekur athygli. Hann er ótvírætt inni í hlýjunni um þessar mundir. Tökuplatan hans hefur selst í 3.200 eintök- um á aðeins einum mánuði. „Mér sýnist þetta vera sú Megasarplata sem hraðast hefur selst,“ segir Rúnar Birgisson, umboðsmaður Megasar. „Plöturnar hans í fyrra seldust í 5-6.000 eintökum hvor, en ég gæti trúað að þessi færi í 7-8.000 áður en árið er á enda.“ Á meðan Megas raðar sér í innkaupapokana á Bubbi Morthens ekki eins upp á pallborðið. Fjórir naglar, fyrsta platan hans með frumsömdu efni í þrjú ár, hefur selst í um 3.000 eintökum á þremur mánuðum. „Jú, þetta er nokkuð undir væntingum,“ viðurkennir Eiður Arnarsson hjá Senu, sem gefur Bubba út. „Bubbi hefur reyndar alltaf selst betur á veturna en sumrin – einhverra hluta vegna – og ég er viss um að þessi plata á mikið inni.“ Kannski Bubbi ætti að syngja gömul íslensk dægurlög næst? Aðrar íslenskar plötur standa þessum nokkuð að baki. Bang Gang hefur selst í 2.000 eintökum og Dísa í 1.500 eintökum. Vel kynnt plata Merzedes Club slefar hins vegar aðeins í þúsund eintök. Platan kom einfaldlega allt of seint út til að geta nýtt sér þann meðbyr sem vöðvabúntin höfðu í kringum Eurovision-keppnina. Safnplötur gera það gott. Kassinn 100 bestu lög lýðveldisins hefur farið í 5.500 eintökum þrátt fyrir umdeilt lagaval, Pottþétt 47 í 4.500 eintökum og Laugardagslögin í 3.000 eintökum. Þá hefur kassi Þursaflokksins selst í 1.500 eintökum á meðan kassar Sálarinnar hafa selst í um 500 eintökum hvor kassi. „Á þessari öld hefur sala á geisladiskum haldist nánast óbreytt á milli ára,“ segir Ásmundur Jónsson hjá Smekkleysu. „Aðalbreytingin er sú að sala á erlendri tónlist hefur dregist mikið saman en íslensk tónlist bara tekið stærri sneið af kökunni í staðinn.“ Eiður hjá Senu tekur undir þetta: „Erlend tónlist selst töluvert minna í ár en í fyrra, sem var aftur minna en árið þar á undan. Þessi sama þróun á sér stað um allan heim.“ Þrátt fyrir þetta er mest selda plata ársins erlend: gömul Abba-lög í nýjum búningi úr bíómyndinni Mamma Mia. Platan er um þessar mundir söluhæsta platan hvarvetna í hinum vestræna heimi og íslenskar konur gefa þeim erlendu ekkert eftir í Abba-æðinu, 6.700 eintök eru þegar seld á Íslandi. gunnarh@frettabladid.is EIÐUR ARNARSSON: SÖGUR AF DAUÐA GEISLADISKSINS STÓRLEGA ÝKTAR Megas selur meira en Bubbi Tímaritið Samúel snýr aftur í mánuðinum, í tæka tíð fyrir fjöru- tíu ára afmæli blaðsins. „Forveri Samúels byrjaði á því sögufræga ári 1968, þannig að ég miða afmæl- ið við það ár,“ segir ritstjórinn Þórarinn Jón Magnússon, sem ýtti blaðinu úr vör á sínum tíma. Það verður þó með eilítið öðru sniði núna. „Strákurinn minn vinnur í netheimum og hann er að koma mér inn í nútímann og dusta af mér rykið. Þetta verður netútgáfa, því það eru allir inni á netinu nú til dags,“ útskýrir Þórarinn. Á síðunni samuel.is má sjá brotabrot af því sem koma skal, en upp úr miðjum mánuði geta not- endur farið að lesa bæði gamalt efni og nýtt. „Blaðið kom út sam- fleytt í heilan aldarfjórðung og náði að verða sjö þúsund blaðsíð- ur. Það er því af nógu að taka, og greinilegt að nostalgían er vin- sæl,“ segir Þórarinn kíminn. „Maður sér það bara á þessum gömlu rokkstjörnum sem flæða yfir okkur,“ bætir hann við, en Þórarinn og starfsfólk hans safna nú efni í möppur af miklum móð og stefna að því að geta bætt nýju efni inn á heimasíðuna daglega í eitt ár. Samúel var á sínum tíma „karl- rembublað“, eins og Þórarinn orðar það sjálfur, og mun halda því striki. Margir tengja blaðið eflaust einnig við nektarmyndir, en þar birtust reglulega myndir af fáklæddum fegurðardísum. „Menn hafa kannski tekið best eftir því, en það fer nú eftir áhuga- sviði hvers og eins. Það var tölu- vert meira í blaðinu, það fjallaði um skemmtanalíf og tísku, ferða- lög og bílasport, kvikmyndir og tónlist,“ útskýrir Þórarinn. - sun Nútímalegri Samúel á netið SAMÚEL SNÝR AFTUR Þórarinn Jón Magnússon stefnir á að birta bæði gamalt efni og nýtt á vefsíðunni www. samuel.is innan skamms. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Séra Pálmi Matthíasson, sóknarprestur í Bústaðakirkju, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á Öndverðarnesvelli hinn 16. júlí síðastliðinn. Pálmi, sem byrjaði í golfinu í fyrra með konu sinni Unni Ólafsdóttur, segist hafa hitt ofan í fyrir algjöra tilviljun. „Ég held að þetta sé algjör byrjendaheppni eða þá að það hafi einhver góður verið með mér í liði,“ segir hann og á þar vitaskuld við Guð almáttugan. „Ég þakka honum fyrir hvern dag sem ég fæ að lifa og þakka honum fyrir þetta eins og annað.“ Höggið örlagaríka átti sér stað á elleftu braut sem er par þrjú hola. „Maður sér ekki holuna því það er hlaðinn veggur í kring. Ég leitaði að boltanum um allt en fann hann hvergi. Mér hafði aldrei dottið í hug að líta ofan í holuna og það hefði verið skemmtilegra að sjá kúluna fara ofan í. Þeir sem hafa séð það segja að það sé góð tilfinning.“ Pálmi segir bráðnauðsynlegt að hafa konuna með sér í golfinu, annað gangi einfaldlega ekki upp. „Ég þekki það í mínu starfi að þetta er ekki mjög gott sport þegar annað hjónanna er í þessu. Þá er þetta eiginlega bara tilræði við sambandið. En þetta er ótrúlega skemmtileg íþrótt því þú ert alltaf að glíma við sjálfan þig.“ Pálmi vill ekki viðurkenna að prestsstarfið gefi honum forskot á aðra þegar kemur að golfinu. „Ég held að það sé ágætt að vera prestur í lífinu yfirhöfuð og ég er mjög þakklátur fyrir að vera það. Það er margt sem maður lærir í mínu starfi sem gerir mann þakklátari en ella.“ - fb Pálmi þakkar Guði fyrir holu í höggi GOLFARI AF GUÐS NÁÐ Séra Pálmi Matthías- son gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á Öndverðarnesvelli fyrr í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR ALDREI SELST JAFN HRATT Megas er inni í hlýjunni þessa dagana og selur plötur sem aldrei fyrr. UNDIR VÆNTINGUM Þrátt fyrir að vera með fyrstu frumsömdu plötuna sína í þrjú ár hefur Bubbi selt minna en búist var við. Hann á þó væntan lega mikið inni. www.takk. is Það hefur ekki beint verið hátt risið á íslenskum tónleikahöldurum eftir sumarið. Fæstir tónleikar gengu sem skyldi og átti gengishrun krónunnar stóran þátt í því. Grímur Atlason segist hættur tónleikahaldi og aðrir segja að engir tónleikar séu fyrir- hugaðir á næstunni. Þrátt fyrir það heyrast sögur að þau Ragnheiður Hanson og Halldór Kvaran í RR hafi ekki lagt árar í bát. Heyrst hefur að rokkgoðin í AC/DC og Metallica séu efst á vinsældalistanum þar á bæ enda eru báðar sveitirnar á leið í stór tónleikaferðalög. Halldór sagði í samtali við Fréttablaðið að þessi tvö nöfn væru á meðal þeirra sem þau hefðu spurst fyrir um en ekkert væri hins vegar frágengið að svo stöddu. Quarashi-hópurinn spilaði sitt síðasta gigg á „glötuðu giggi“ á Akureyri 2005. Í fyrra bauð Glitnir banki bandinu að koma saman á ný gegn myndarlegri greiðslu en því var hafnað. Sölvi Blöndal aftók það með öllu og sagði bandið hætt. Ekkert bólar því á kombakki þótt aldrei skuli segja aldrei. Sölvi klárar um þessar mundir hagfræði- nám í Svíþjóð en Ómar Swarez er í auglýsingabransanum. Rapparann Steina mátti svo sjá í Kolaportinu um helgina þar sem hann seldi hluti úr einkaeign. Hann er á leið til Skotlands í nám og fannst tilvalið að létta á innbúinu af því tilefni. Umræða um borgarmálin hefur hvergi nærri lognast út af. Nú hefur ný rödd kvatt sér til hljóðs, því í vef- samfélaginu Facebook hefur verið stofnaður hópurinn „Unni Birnu sem borgarstjóra“. Á heimasvæði hópsins má lesa að með- limir telji „Reykjavíkur- borg betur stjórnað af Unni Birnu heldur en Hönnu Birnu“. Hópurinn fer stækk- andi, en telur nú um 78 manns. Unnur Birna er ekki þeirra á meðal. - hdm, glh, sun FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Gústav. 2 Femínistafélag Íslands. 3 Guðný Halldórsdóttir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.