Fréttablaðið - 02.09.2008, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 02.09.2008, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 2. september 2008 17 KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 201 4.189 -0,45% Velta: 1.465 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 6,75 +1,05% ... Atorka 5,00 -0,79% ... Bakkavör 26,05 -1,88% ... Eimskipafélagið 14,33 -0,49% ... Exista 7,45 -1,97% ... Glitnir 14,94 -0,73% ... Icelandair Group 20,10 +0,00% ... Kaupþing 704,00 -0,42% ... Landsbankinn 23,85 -0,63% ... Marel 85,40 -0,70% ... SPRON 3,60 +0,00% ... Straumur-Burðarás 9,15 +0,00% ... Össur 92,70 +2,43% MESTA HÆKKUN ATLANTIC PET. +2,74% ÖSSUR +2,43% ALFESCA +1,05% MESTA LÆKKUN EXISTA -1,97% BAKKAVÖR -1,88% FØROYA BANKI -1,25% Umsjón: nánar á visir.is Hagnaður Glitnis sjóða, sem reka verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjár- festasjóði Glitnis nam 284 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins í samanburði við 6,1 milljónum á sama tímabili fyrir ári. Rekstrartekjur jukust um 47,3 prósent, meðan gjöld jukust um tæp 2 prósent. Eignir félagsins uxu um 27 prósent miðað við sama tíma í fyrra og nema nú 971 milljónum. Fjár- munir sjóða í stýringu Glitnis sjóða hf. námu 255 milljörðum króna í lok júní, og hafði þá aukist um 7,16 prósent frá því í upphafi árs. - msh Glitnir sjóðir hagnast Tæp tíu prósent hluthafa Teymis gengu að tilboði félagsins um að fá greitt fyrir hlut sinn með bréfum í Alfesca. Tilboðið tengdist afskráningu Teymis úr Kauphöll. Frestur til að ganga að tilboðinu rann út á föstudag. Samkvæmt tilboðinu var gengi bréfa í Teymi 1,9 og gengi hlutabréfa í Alfesca 6,96. Þegar tilkynnt var um til- boðið upplýstu aðaleigendur Teymis, með 80 prósenta eignarhlut, að þeir myndu ekki ganga að því. Ekki fékkst uppgefið hjá Teymi hversu margir hluthafar tóku tilboðinu eða hversu margir litlir hluthafar kusu að hafna því. „Mikil óvissa er um framhaldið hjá Teymi, sérstaklega ytri aðstæður. Alfesca stendur hins vegar ágætlega, og við töldum að fólk sem á litla hluti væri betur sett með með bréf í Alfes- ca en óskráðu félagi,“ sagði Valdimar Halldórsson, hjá greiningu Glitnis, í samtali við Markaðinn. Glitnir ráðleggur fólki að halda í bréf sín í Alfesca, enda sé gengi félagsins nú undir markgengi Glitnis. - msh Flestir fylgja Teymi Útgáfu danska fríblaðsins Nyhedsavisen var hætt á sunnudag. Milljarðatap var á rekstrinum. Vandræði lágu í loftinu en ákvörðunin kom þó á óvart. „Við erum hérna bara tveir í hús- inu, Sigurður B. Sigurðsson umbrotsmaður og ég, að drekka bjór. Aðrir hafa hreinsað persónu- lega muni af skrifborðum og eru farnir,“ segir Teitur Jónasson, yfir- maður ljósmyndadeildar danska fríblaðsins Nyhedsavisen. Ákveðið var að hætta útgáfunni um helgina og funduðu stjórnendur útgáfunnar með starfsmönnum í höfuðstöðvum blaðsins í Holmen í Kaupmannahöfn í gær. Teitur, sem vann að stofnun Nyheds avisen, segir að þótt erfið- leikar útgáfunnar hafi lengi legið í loftinu hafi það komið mörgum á óvart hversu stuttan tíma það hafi tekið að slá blaðið út af borðinu. „Það á enn eftir að segja öllum formlega upp. Svo tekur þetta klass- íska við. Hér fást engir peningar og enginn hefur fengið greitt,“ segir hann. Nyhedsavisen á rætur að rekja til þess þegar afþreyingar- og útgáfu- félagið Dagsbrún stofnaði dóttur- fyrirtækið Dagsbrun Media snemma árs 2006 í Danmörku. Gunnar Smári Egilsson, fyrrver- andi forstjóri Dagsbrúnar, sem sett- ist í sama stólinn í Danmörku, boð- aði útgáfu fríblaðs í ætt við Fréttablaðið sem hefði tekjur sínar af auglýsingasölu. Landnám í öðrum löndum var í skoðun. Danskir fjölmiðlar fóru sam- stundis í skotgrafir og settu á lagg- irnar fríblöð til höfuðs Nyheds- avisen áður en fyrsta tölublaðið leit dagsins ljós. Það varð samt fljótlega mest lesna dagblað Danmerkur. Viðmælendur Markaðarins eru sammála um að Nyhedsavisen hafi gjörbreytt dönskum auglýsinga- markaði. Verð á auglýsingum hafi hríðlækkað í kjölfarið en aukin samkeppni hafi að sama skapi grafið undan rekstrargrundvellin- um. Þá hafi erfiðleikar í dönsku efnahagslífi haft sitt að segja um afkomu blaðsins. Um mitt ár lágu fyrir erfiðleikar í loftinu en danskir fjölmiðlar full- yrtu að tap af útgáfunni hafi numið 632 milljónum danskra króna, jafn- virði 10,7 milljarða íslenskra. Þá var eigið fé fyrirtækisins neikvætt upp á ríflega 230 milljónir. Fjárfestirinn og athafnamaður- inn Morten Lund, sem kom inn í hluthafahóp útgáfufélagsins í byrj- un þessa árs, reri að því öllum árum fram yfir helgi að fá nýja fjárfesta að rekstrinum. Það reyndist árang- urslaust. Þórdís Sigurðardóttir, forstjóri Stoða Invest, segir niðurstöðuna dapurlega. Félagið hafi sett 450 milljónir danskra króna, rúma sjö milljarða íslenskra króna, í útgáf- una en reksturinn hafi reynst hít til skemmri tíma. Útlit sé fyrir að stærstur hluti fjárhæðarinnar verði afskrifaður. Ekki liggur fyrir hvað verði um eignir útgáfufélags Nyhedsavisen en Stoðir á veð í öllum eignum Lunds. Þórdís fer utan á morgun og fundar með stjórn blaðs- ins um framhaldið. Ekki náðist í Morten Lund í gær þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir. jonab@markadurinn.is Gjaldþrota þrátt fyrir góðan lestur merkt verð 884 kr./kg. FRÁ STARFSMANNAFUNDINUM Í GÆR Stjórnendur útgáfufélags Nyhedsavisen gerðu starfsfólki grein fyrir því í gær að dagar blaðsins væru taldir. Morten Lund situr hníp- inn á stalli. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.